Viðskipti innlent

Nauðsynlegt að bjarga Skífunni

Það yrði gífurlegt áfall fyrir Senu ef að Skífan færi í gjaldþrot og aðgengi Senu að geisladiskamarkaðnum myndi stöðvast. Þetta er ástæða þess að Sena ákvað að kaupa Skífuna af Árdegi. Samningar þess efnis voru undirritaðir í gær.

Viðskipti innlent

Segja að Baugur geti komið Íslandi til bjargar

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og Gunnar Sigurðsson forstjóri fyrirtækisins segja báðir að fyrirtækið geti staðið af sér þann ólgusjó sem það hefur komist í. Þeir geti jafnvel hjálpað til við að koma Íslandi út úr efnahagsneyðinni sem landið er nú statt í. Þetta segja þeir í samtali við breska blaðið Financial Time.

Viðskipti innlent

Sena kaupir Skífuna

Afþreyingafyrirtækið Sena hefur keypt Skífuna, sem rekur verslanir í Kringlunni, á Laugavegi og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, af Árdegi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær.

Viðskipti innlent

Þeir ríku verða ríkari …

„Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári.

Viðskipti innlent

Akrafellið hættir Íslandssiglingum

Í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem dunið hafa yfir þjóðina og minnkandi vöruinnflutnings til landsins hefur siglingaáætlun Samskipa til og frá Íslandi verið endurskoðuð. Eins og greint var frá í gær munu þrjú skip annast flutninga félagsins á þessari leið, í stað fjögurra áður.

Viðskipti innlent

Icesave-peningar fóru ekki í kaup á Stork

Inneignir af Icesave-reikningum í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þar í landi. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar.

Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr tapi Atlantic Petroleum

Töluvert dró úr tapi Atlantic Petroleum á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Tap félagsins eftir skatt nemur nú tæpum 3,8 milljónum danskra kr. eða um 80 milljónum kr.. Á sama tímabili í fyrra nam tapið rúmlega 11 milljónum danskra kr..

Viðskipti innlent

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Bakkavör hefur hækkað um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið stendur í 4,9 krónum á hlut sem er um tíu aurum undir útboðsgengi bréfa í félaginu fyrir átta árum. Þá hefur Marel hækkað um tæp tvö prósent og bréf Eimskipafélagsins um 0,75 prósent.

Viðskipti innlent

Viðsnúningur á vöruskiptunum

Hagstofan hefur birt tölur um vöruskipti við útlönd fyrstu níu mánuði ársins. Vöruskipti í september voru hagstæð um 7,8 milljarða króna. Í mánuðinum voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 42,4 milljarða króna. Þetta er töluverður viðsnúningur því í september í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 13,8 milljarða króna á sama gengi. Það sem af er ári er halli á vöruskiptunum upp á 42,6 milljarða sem er þó betri útkoma en fyrir ári þegar hallinn var 95,6 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 53,0 milljörðum króna hagstæðari nú en á sama tíma árið áður.

Viðskipti innlent

Sterling hrapar til jarðar

Danska flugfélagið Sterling varð gjaldþrota í gærmorgun. Fyrrverandi eigandi Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið.

Viðskipti innlent

Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Magasin og Illum

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Magasin og Illum og lætur um leið af stjórnarformennsku í félaginu. Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í London mun taka við stöðu Jóns Ásgeirs í stjórninni. Jón hefur hinsvegar tekið við sem stjórnarformaður Iceland í Bretlandi.

Viðskipti innlent