Viðskipti innlent

Reiknað með að skuldatryggingar Kaupþings skili 5,6%

Skuldatryggingar Kaupþings fara undir hamarinn nú eftir hádegið á þriðja og síðasta uppboði trygginga íslensku bankanna. Fyrirfram er reiknað með að tryggingarnar skili 5,6% af nafnverði skuldabréfa í bankanum og er það jafnframt hlutfallið sem kröfuhafar telja að þeir af kröfum sínum úr þrotabúi bankans.

Viðskipti innlent

Norræni lánapakkinn á lokastigum

Háttsettur maður í Seðlabanka Svíþjóðar segir að verið sé að leggja lokahönd á lánapakka frá Norðurlöndunum til Íslands. Fundað var Stokkhólmi í gær og sat Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri fundinn fyrir hönd Íslands. Í samtali við Reuters fréttastofuna segir Mattias Persson að búið sé að ákveða hvernig lánapakkinn verði samsettur, aðeins eigi eftir að ljúka nokkrum smáatriðum.

Viðskipti innlent

Hætta rannsókn á sölu Moderna á Carnegie-hlut

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Svíþjóð hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni á sölu Moderna Finance, dótturfélags Milestone sem er félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, á um það bil 7,5 prósentum af hlut sínum í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie í síðasta mánuði.

Viðskipti innlent

Century Aluminum fellur um sex prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hefur fallið um 6,38 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,65 prósent. Aðrar hreyfingar eru ekki í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent

Óvissa um IMF-lánið

Óvissa ríkir um lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda, vegna þess að fulltrúar Breta í sjóðnum setja sem skilyrði fyrir lánveitingunni, að fyrst verði samið við Breta vegna Icesave-reikninganna.

Viðskipti innlent

Fundað um lán til Íslands í Stokkhólmi

Fulltrúar norrænu Seðlabankanna og fjármálaráðuneyta landanna funduðu í Stokkhólmi í dag um hugsanlega aðstoð hinna norrænu ríkjanna við Ísland í kreppunni. Eftir því sem fram kemur á fréttavef breska blaðsins Financial Times sat Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóra, fundinn fyrir hönd Íslands.

Viðskipti innlent

Landsbankinn segist ekki mega tjá sig um mál 365

Landsbankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna á Alþingi og í fjölmiðlum í gær um samskipti bankans og fjölmiðlafyrirtækisins 365. Segir bankinn að honum sé óheimilt samkvæmt lögum að tjá sig um einstök viðskipti eða málefni viðskiptamanna sinna og mun sem fyrr fylgja þeim lögum.

Viðskipti innlent

Íslandspóstur og Verslanir Hans Petersen hefja samstarf

Verslanir Hans Petersen og Íslandspóstur hafa hafið samstarf um framköllunarþjónustu í pósthúsinu að Síðumúla. Þangað er hægt að koma með myndir í framköllun en á pósthúsinu verða til sölu vörur til sölu vörur tengdar ljósmyndum svo sem rammar, albúm, filmur, rafhlöður og fleira.

Viðskipti innlent

Marel og Bakkavör hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem skilaði góðu uppgjöri í gær, hækkaði talsvert í Kauphöllinni í byrjun dags, eða um 3,45 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,88 prósent á fyrsta stundarfjórðungi dagsins eftir tólf prósenta fall í gær.

Viðskipti innlent

Óbreyttir vextir á óvissutíma

Hluti af því að endurvekja traust á hagstjórn landsins er að bankastjórn Seðlabanka Íslands víki. Þetta er samdóma álit skuggabankastjórnar Markaðarins, en hana skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands.

Viðskipti innlent

Bankahólfið: Engin þota

Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn.

Viðskipti innlent

Hreinn Loftsson kaupir Birtíng

Austursel ehf sem er alfarið í eigu Hreins Loftssonar stjórnarmanns í Baugi, hefur keypt útgáfufélagið Birtíng ehf. Aðaleigandi Birtíngs fyrir þessi viðskipti voru Stoðir Invest, sem er í meirihluta eigu Gaums félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.

Viðskipti innlent