Viðskipti innlent

Reiknað með að skuldatryggingar Kaupþings skili 5,6%

Skuldatryggingar Kaupþings fara undir hamarinn nú eftir hádegið á þriðja og síðasta uppboði trygginga íslensku bankanna. Fyrirfram er reiknað með að tryggingarnar skili 5,6% af nafnverði skuldabréfa í bankanum og er það jafnframt hlutfallið sem kröfuhafar telja að þeir af kröfum sínum úr þrotabúi bankans.

Uppboðið á Glitni í gærdag skilaði 3%, það er seljendur skuldatrygginga Glitnis þurfa að borga 97% af þeim upphæðum sem tryggðar voru. Og hjá Landsbankanum fyrr í vikunni fengust aðeins 1,25%.

Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir Louis Gargour hjá vogunarsjóðinum LNG Capital í London að niðurstöðurnar úr fyrrgreindum upboðum sýni að íslensku bankarnir hafi verið orðnir svo skuldsettir undir lokin að þeir voru í raun verðlausir.

Fari svo að uppboðið skili seljendum trygginga á bréfum Kaupþings 5,6% af nafnverði þeirra mun nettótap þeirra sem voru með skuldatryggingar á bréf bankanna þriggja nema 7 milljörðum dollara eða sem svarar til nær 800 milljörðum kr.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×