Viðskipti innlent

Sparisjóðabankinn fær frest til 10. desember

Seðlabanki Íslands hefur framlengt til 10. desember nk. áður gefinn frest til Sparisjóðabanka Íslands hf. til að leggja fram auknar tryggingar vegna óvarinna verðbréfa sem Sparisjóðabankinn hefur í veðlánunum hjá Seðlabankanum og útgefin voru af Glitni, Kaupþingi og Landsbanka.

Viðskipti innlent

Ný stjórn kjörin hjá VBS

Á hluthafafundi VBS fjárfestingarbanka sem að haldin var í gær var kjörin ný stjórn og varastjórn félagsins. Þá var heimild fengin til að víkja frá ákvæðum í starfskjarastefnu og samþykkt að breyta samþykktum félagsins.

Viðskipti innlent

Enn hækkar Össur

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hækkaði um 5,82 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags. Líkt og fram kom í Markaðnum í morgun eru hlutabréf Össurar þau einu sem hafa hækkað á árinu af þeim fyrirtækjum sem teljast til Úrvalsvísitölu-fyrirtækja.

Viðskipti innlent

Fleiri leiðir kunna að vera til

„Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.

Viðskipti innlent

Næstu gjalddagar 2010

„Við erum ekki með gjalddaga á bakinu þar til árið 2010. Það er langur tími í dag,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri afþreyingafyrirtækis­ins Senu. Hann segir fyrirtækið í góðri stöðu á íslenskum afþreyingarmarkaði.

Viðskipti innlent

Afleit staða Giftar

Óvíst er að eignir fjárfestingafélagsins Giftar dugi fyrir skuldum. Samkvæmt skýrslu stjórnar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna. Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum.

Viðskipti innlent

Í daglegri skoðun

Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær.

Viðskipti innlent

Einfaldur meirihluti dugir

Tuttugu og fjórir fulltrúar sitja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF). Þeir eru ýmist fulltrúar einstakra ríkja eða hópa ríkja. Atkvæði hvers um sig hefur mismikið vægi. Bandaríkjamenn ráða langmestu um afdrif umsókna, en í tilviki Íslands ræður einfaldur meirihluti hvort umsókn verður samþykkt eða felld.

Viðskipti innlent

Vara við einhliða upptöku evru

Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka.

Viðskipti innlent

Af hverju einhliða upptaka evru er ekki góður kostur

Það er margreynt lögmál að gjaldeyriskreppur og bankakreppur eru tvíburakreppur þar sem hin fyrri leiðir hina seinni. Þetta lögmál hefur því miður sannast á Íslandi og þegar þetta er skrifað er þegar nokkur fjöldi annarra landa sem þarf að glíma við þær tvíburasystur.

Viðskipti innlent

Fjalla um fallið áður en yfir fennir

„Þetta verður stutt en snörp bók um mestu efnahagsumbrot í sögu lýðveldisins,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, en hann vinnur nú að bók um sögu bankahrunsins. „Það hefur verið gríðarleg umræða um hrun bankanna í fjölmiðlum, og það hefur verið mjög erfitt fyrir fólk að fylgjast með hvað er að gerast og hafa yfirsýn yfir umræðuna og atburðarásina,“ segir Guðni.

Viðskipti innlent

Bakkavör aldrei lægri

„Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent

Vefurinn aðlagast öllu

„Vefiðnaðurinn er síbreytilegur og best í stakk búinn til að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir, formaður Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF).

Viðskipti innlent

SPRON borgar út úr Peningamarkaðssjóði

SPRON hefur lokið við yfirferð og útreikninga á eignum Peningamarkaðssjóðsins. Útgreiðsluhlutfall sjóðsins er 85,52% og miðast við lokagengi þann þriðja október að því er segir í tilkynningu frá sparisjóðnum. Um heildargreiðslu er að ræða og verður greitt úr sjóðnum þann 17. nóvember 2008.

Viðskipti innlent

Iceland Express semur við stúdenta

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Iceland Express og Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, um að Stúdentafélagið fái hér eftir hluta af þeim tekjum, sem verða til vegna sölu á farmiðum til námsmanna við skólann.

Viðskipti innlent