Viðskipti innlent Tap Rarik nam 7,2 milljörðum króna í fyrra Samkvæmt rekstrarreikningi RARIK var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.3.2009 11:58 Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 1,2 milljörðum í fyrra Tekjuafgangur Lánasjóðs sveitarfélaga á síðasta ári nam 1.225 milljónum kr. á móti 1.219 milljónum kr. árið áður. Viðskipti innlent 9.3.2009 11:47 Starfsmenn Straums í Danmörku bíða skipana frá FME Starfsmenn Straums í Danmörku sitja nú með hendur í skauti og bíða eftir fyrirskipunum frá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) á Íslandi. Viðskipti innlent 9.3.2009 11:17 Óbreyttir útlánavextir hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9% en 5,4% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:35 ÍAV ræða við Kaupþing um endurskipulagningu Íslenskir aðalverktakar hf. hafa átt í viðræðum við Kaupþing um endurskipulagningu á efnahag ÍAV. Í þeim viðræðum hafa ýmsar leiðir verið ræddar en niðurstaða liggur ekki fyrir. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:31 Dapurt um að lítast í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:27 Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:21 Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. Viðskipti innlent 9.3.2009 09:20 Tekjuhalli hins opinbera 209 milljarðar í fyrra Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hið opinbera var rekið með 17 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 19,6 milljarða króna tekjuafgangi á sama tíma 2007. Hallinn var svipaður fyrir árið í heild en þá eru ótalin 192 milljarða króna yfirtaka ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans. Að henni meðtalinni er tekjuhalli hins opinbera 209,3 milljarðar króna 2008 eða 14,3% af landsframleiðslu. Viðskipti innlent 9.3.2009 09:08 Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. Viðskipti innlent 9.3.2009 08:42 FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 9.3.2009 08:26 Fengu 300 milljón króna lán fyrir snekkju Bakkabræður fengu ríflega þrjú hundruð milljóna króna lán frá Kaupþingi í tengslum við lúxussnekkju þeirra Mariu. Snekkjan var áður í eigu Giorgio Armani. Viðskipti innlent 8.3.2009 18:52 Jón Ásgeir segir skipulagða rógsherferð standa sem hæst Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður segir að skipulögð rógsherferð standi nú sem hæst gegn ákveðnum fyrirtækjum og einstaklingum í íslensku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 8.3.2009 15:53 Vill að húsleitarheimildum verði beitt í rannsókn á bankahruninu Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki. Viðskipti innlent 8.3.2009 14:25 Segir stjórnendur ekki hafa fengið 478 milljarða að láni Sigurður Einarsson segir að þær fjárhæðir sem slegið er upp í frétt á forsíðu Morgunblaðsins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis vísaði til í gær séu rangar. Í umfjölluninni sé ekki gerð grein fyrir veðtryggingum fyrir umræddum lánum og frádrætti vegna þessa sem kveðið sé á um í reglum um stórar áhættuskuldbindingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Viðskipti innlent 8.3.2009 12:57 Lausafé ekki notað í fasteignaviðskiptum Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um rúm sjötíu prósent á milli ára. Í febrúar kom lausafé við sögu í aðeins þremur kaupsamningum af þeim hundrað fjörtíu og fimm sem gerðir voru. Viðskipti innlent 8.3.2009 12:03 Taldi sig ekki þurfa að segja Geir frá tilboði Breta Fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar taldi það ekki í sínum verkahring að greina forsætisráðherra fá tilboði breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave inn í breska lögsögu. Viðskipti innlent 7.3.2009 18:47 Kaupþing rekið eins og spilavíti Kaupþing var rekið eins og spilavíti að mati lektors við Háskóla Íslands. Þrír af stærstu eigendum bankans og félög tengd þeim fengu hátt í fimm hundruð milljarða króna í lán frá bankanum eða því sem nam rúmlega einum tíunda af útlánum til viðskiptavina. Viðskipti innlent 7.3.2009 18:39 Björgólfur sagður hafa selt fyrir 18 milljarða Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 31% hlut sinn í Netia, sem er annað stærsta símafyrirtækið í Póllandi. Viðskipti innlent 7.3.2009 11:24 Samkomulag um endurskipulagningu Kaupþings í Lúx Samkomulag hefur náðst í endurskipulagningu á Kaupþingi í Lúxemborg með uppgjör á milli bankans og gamla Kaupþings. Þá liggur fyrir vilyrði frá ríkisstjórnum Lúxemborgar og Belgíu ásamt innistæðutryggingarsjóði Lúxemborgar að lána Kaupþingi í Lúxemborg 86 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 7.3.2009 10:06 Kaupþing lánaði stærstu eigendum 478 milljarða Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum 478 milljarða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en blaðið hefur lánabók bankans frá 30. júní á síðasta ári undir höndum. Viðskipti innlent 7.3.2009 10:02 Kaupþing í Lúxemborg fær 86 milljarða lán Mikilvægur áfangi hefur náðst í endurskipulagningu Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélags Kaupþings banka hf. með samkomulagi milli bankanna um uppgjör sín á milli. Samkomulagið er hluti af endurskipulagningu bankans sem var samþykkt af yfirvöldum í Lúxemborg með samningi við fjárfestingarsjóð í eigu Líbýskra yfirvalda frá því í desember 2008. Viðskipti innlent 6.3.2009 22:01 Boeing 767 til liðs við Cargo Express Í næstu viku mun ný þjónusta bætast við hjá Cargo Express. Þá mun félagið hefja viðkomur með Boeing 767 Fraktvél. Viðskipti innlent 6.3.2009 20:30 Stjórnarmenn vissu ekki um Black Sunshine Stjórnarmenn í gamla Kaupþingi heyrðu fyrst um félagið Black Sunshine hjá fréttamanni Stöðvar tvö. Bandarísk undirmálslán sem Kaupþing fjárfesti í enduðu í þessu félagi í Lúxemborg. Viðskipti innlent 6.3.2009 18:28 Starfsmenn allra miðla í skoðun hjá rannsóknarnefnd Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið mun óska eftir starfsmannalistum frá öllum fjölmiðlum landsins og er ætlunin að kanna hvort starfsmenn fjölmiðla hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Viðskipti innlent 6.3.2009 17:00 Gengi bréfa Century Aluminum féll um tæp 30 prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um tæp þrjátíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta fallið á markaðnum í dag. Þá féll gengi bréfa í Alfesca um 8,57 prósent og Bakkavör um 0,54 prósent. Viðskipti innlent 6.3.2009 16:33 Bændasamtökin sektuð um 10 milljónir fyrir samkeppnisbrot Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands (BÍ) hafi brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Viðskipti innlent 6.3.2009 15:58 Sex góðar ástæður fyrir því að flytja til Íslands Vefsíðan businessinsider,com hefur birt huggulega grein fyrir reiða og sára Bandaríkjamenn sem vilja flýja landið í fjármálakreppunni. Vefsíðan segir að sex góðar ástæður séu fyrir því að menn ættu að íhuga að flytja til Íslands. Viðskipti innlent 6.3.2009 14:57 Mál Hansa skýrast í næstu viku Mál Hansa, eignarhaldsfélags West Ham í ensku úrvalsdeildinni, var tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Ákveðið var að málflutningur í málinu verði á þriðjudaginn og er gert ráð fyrir því að niðurstaða í málinu liggi fyrir eigi síðar en næsta föstudag. Á meðan er greiðslustöðvun í gildi. Viðskipti innlent 6.3.2009 14:07 Hagvöxtur á Íslandi meiri en í Svíþjóð og Danmörku Töluverð umfjöllun hefur verið á norrænum viðskiptasíðum í dag um að þrátt fyrir bankahrunið á Íslandi s.l. haust sé hagvöxtur Íslands meiri á síðasta ári en hann var í Svíþjóð og Danmörku. Viðskipti innlent 6.3.2009 14:05 « ‹ ›
Tap Rarik nam 7,2 milljörðum króna í fyrra Samkvæmt rekstrarreikningi RARIK var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.3.2009 11:58
Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 1,2 milljörðum í fyrra Tekjuafgangur Lánasjóðs sveitarfélaga á síðasta ári nam 1.225 milljónum kr. á móti 1.219 milljónum kr. árið áður. Viðskipti innlent 9.3.2009 11:47
Starfsmenn Straums í Danmörku bíða skipana frá FME Starfsmenn Straums í Danmörku sitja nú með hendur í skauti og bíða eftir fyrirskipunum frá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) á Íslandi. Viðskipti innlent 9.3.2009 11:17
Óbreyttir útlánavextir hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9% en 5,4% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:35
ÍAV ræða við Kaupþing um endurskipulagningu Íslenskir aðalverktakar hf. hafa átt í viðræðum við Kaupþing um endurskipulagningu á efnahag ÍAV. Í þeim viðræðum hafa ýmsar leiðir verið ræddar en niðurstaða liggur ekki fyrir. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:31
Dapurt um að lítast í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:27
Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. Viðskipti innlent 9.3.2009 10:21
Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. Viðskipti innlent 9.3.2009 09:20
Tekjuhalli hins opinbera 209 milljarðar í fyrra Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hið opinbera var rekið með 17 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 19,6 milljarða króna tekjuafgangi á sama tíma 2007. Hallinn var svipaður fyrir árið í heild en þá eru ótalin 192 milljarða króna yfirtaka ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans. Að henni meðtalinni er tekjuhalli hins opinbera 209,3 milljarðar króna 2008 eða 14,3% af landsframleiðslu. Viðskipti innlent 9.3.2009 09:08
Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. Viðskipti innlent 9.3.2009 08:42
FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 9.3.2009 08:26
Fengu 300 milljón króna lán fyrir snekkju Bakkabræður fengu ríflega þrjú hundruð milljóna króna lán frá Kaupþingi í tengslum við lúxussnekkju þeirra Mariu. Snekkjan var áður í eigu Giorgio Armani. Viðskipti innlent 8.3.2009 18:52
Jón Ásgeir segir skipulagða rógsherferð standa sem hæst Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður segir að skipulögð rógsherferð standi nú sem hæst gegn ákveðnum fyrirtækjum og einstaklingum í íslensku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 8.3.2009 15:53
Vill að húsleitarheimildum verði beitt í rannsókn á bankahruninu Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki. Viðskipti innlent 8.3.2009 14:25
Segir stjórnendur ekki hafa fengið 478 milljarða að láni Sigurður Einarsson segir að þær fjárhæðir sem slegið er upp í frétt á forsíðu Morgunblaðsins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis vísaði til í gær séu rangar. Í umfjölluninni sé ekki gerð grein fyrir veðtryggingum fyrir umræddum lánum og frádrætti vegna þessa sem kveðið sé á um í reglum um stórar áhættuskuldbindingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Viðskipti innlent 8.3.2009 12:57
Lausafé ekki notað í fasteignaviðskiptum Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um rúm sjötíu prósent á milli ára. Í febrúar kom lausafé við sögu í aðeins þremur kaupsamningum af þeim hundrað fjörtíu og fimm sem gerðir voru. Viðskipti innlent 8.3.2009 12:03
Taldi sig ekki þurfa að segja Geir frá tilboði Breta Fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar taldi það ekki í sínum verkahring að greina forsætisráðherra fá tilboði breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave inn í breska lögsögu. Viðskipti innlent 7.3.2009 18:47
Kaupþing rekið eins og spilavíti Kaupþing var rekið eins og spilavíti að mati lektors við Háskóla Íslands. Þrír af stærstu eigendum bankans og félög tengd þeim fengu hátt í fimm hundruð milljarða króna í lán frá bankanum eða því sem nam rúmlega einum tíunda af útlánum til viðskiptavina. Viðskipti innlent 7.3.2009 18:39
Björgólfur sagður hafa selt fyrir 18 milljarða Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 31% hlut sinn í Netia, sem er annað stærsta símafyrirtækið í Póllandi. Viðskipti innlent 7.3.2009 11:24
Samkomulag um endurskipulagningu Kaupþings í Lúx Samkomulag hefur náðst í endurskipulagningu á Kaupþingi í Lúxemborg með uppgjör á milli bankans og gamla Kaupþings. Þá liggur fyrir vilyrði frá ríkisstjórnum Lúxemborgar og Belgíu ásamt innistæðutryggingarsjóði Lúxemborgar að lána Kaupþingi í Lúxemborg 86 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 7.3.2009 10:06
Kaupþing lánaði stærstu eigendum 478 milljarða Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum 478 milljarða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en blaðið hefur lánabók bankans frá 30. júní á síðasta ári undir höndum. Viðskipti innlent 7.3.2009 10:02
Kaupþing í Lúxemborg fær 86 milljarða lán Mikilvægur áfangi hefur náðst í endurskipulagningu Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélags Kaupþings banka hf. með samkomulagi milli bankanna um uppgjör sín á milli. Samkomulagið er hluti af endurskipulagningu bankans sem var samþykkt af yfirvöldum í Lúxemborg með samningi við fjárfestingarsjóð í eigu Líbýskra yfirvalda frá því í desember 2008. Viðskipti innlent 6.3.2009 22:01
Boeing 767 til liðs við Cargo Express Í næstu viku mun ný þjónusta bætast við hjá Cargo Express. Þá mun félagið hefja viðkomur með Boeing 767 Fraktvél. Viðskipti innlent 6.3.2009 20:30
Stjórnarmenn vissu ekki um Black Sunshine Stjórnarmenn í gamla Kaupþingi heyrðu fyrst um félagið Black Sunshine hjá fréttamanni Stöðvar tvö. Bandarísk undirmálslán sem Kaupþing fjárfesti í enduðu í þessu félagi í Lúxemborg. Viðskipti innlent 6.3.2009 18:28
Starfsmenn allra miðla í skoðun hjá rannsóknarnefnd Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið mun óska eftir starfsmannalistum frá öllum fjölmiðlum landsins og er ætlunin að kanna hvort starfsmenn fjölmiðla hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Viðskipti innlent 6.3.2009 17:00
Gengi bréfa Century Aluminum féll um tæp 30 prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um tæp þrjátíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta fallið á markaðnum í dag. Þá féll gengi bréfa í Alfesca um 8,57 prósent og Bakkavör um 0,54 prósent. Viðskipti innlent 6.3.2009 16:33
Bændasamtökin sektuð um 10 milljónir fyrir samkeppnisbrot Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands (BÍ) hafi brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Viðskipti innlent 6.3.2009 15:58
Sex góðar ástæður fyrir því að flytja til Íslands Vefsíðan businessinsider,com hefur birt huggulega grein fyrir reiða og sára Bandaríkjamenn sem vilja flýja landið í fjármálakreppunni. Vefsíðan segir að sex góðar ástæður séu fyrir því að menn ættu að íhuga að flytja til Íslands. Viðskipti innlent 6.3.2009 14:57
Mál Hansa skýrast í næstu viku Mál Hansa, eignarhaldsfélags West Ham í ensku úrvalsdeildinni, var tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Ákveðið var að málflutningur í málinu verði á þriðjudaginn og er gert ráð fyrir því að niðurstaða í málinu liggi fyrir eigi síðar en næsta föstudag. Á meðan er greiðslustöðvun í gildi. Viðskipti innlent 6.3.2009 14:07
Hagvöxtur á Íslandi meiri en í Svíþjóð og Danmörku Töluverð umfjöllun hefur verið á norrænum viðskiptasíðum í dag um að þrátt fyrir bankahrunið á Íslandi s.l. haust sé hagvöxtur Íslands meiri á síðasta ári en hann var í Svíþjóð og Danmörku. Viðskipti innlent 6.3.2009 14:05