Viðskipti innlent

Tap Rarik nam 7,2 milljörðum króna í fyrra

Samkvæmt rekstrarreikningi RARIK var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Dapurt um að lítast í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig.

Viðskipti innlent

Tekjuhalli hins opinbera 209 milljarðar í fyrra

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hið opinbera var rekið með 17 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 19,6 milljarða króna tekjuafgangi á sama tíma 2007. Hallinn var svipaður fyrir árið í heild en þá eru ótalin 192 milljarða króna yfirtaka ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans. Að henni meðtalinni er tekjuhalli hins opinbera 209,3 milljarðar króna 2008 eða 14,3% af landsframleiðslu.

Viðskipti innlent

Vill að húsleitarheimildum verði beitt í rannsókn á bankahruninu

Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki.

Viðskipti innlent

Segir stjórnendur ekki hafa fengið 478 milljarða að láni

Sigurður Einarsson segir að þær fjárhæðir sem slegið er upp í frétt á forsíðu Morgunblaðsins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis vísaði til í gær séu rangar. Í umfjölluninni sé ekki gerð grein fyrir veðtryggingum fyrir umræddum lánum og frádrætti vegna þessa sem kveðið sé á um í reglum um stórar áhættuskuldbindingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá

Viðskipti innlent

Kaupþing rekið eins og spilavíti

Kaupþing var rekið eins og spilavíti að mati lektors við Háskóla Íslands. Þrír af stærstu eigendum bankans og félög tengd þeim fengu hátt í fimm hundruð milljarða króna í lán frá bankanum eða því sem nam rúmlega einum tíunda af útlánum til viðskiptavina.

Viðskipti innlent

Samkomulag um endurskipulagningu Kaupþings í Lúx

Samkomulag hefur náðst í endurskipulagningu á Kaupþingi í Lúxemborg með uppgjör á milli bankans og gamla Kaupþings. Þá liggur fyrir vilyrði frá ríkisstjórnum Lúxemborgar og Belgíu ásamt innistæðutryggingarsjóði Lúxemborgar að lána Kaupþingi í Lúxemborg 86 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Kaupþing í Lúxemborg fær 86 milljarða lán

Mikilvægur áfangi hefur náðst í endurskipulagningu Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélags Kaupþings banka hf. með samkomulagi milli bankanna um uppgjör sín á milli. Samkomulagið er hluti af endurskipulagningu bankans sem var samþykkt af yfirvöldum í Lúxemborg með samningi við fjárfestingarsjóð í eigu Líbýskra yfirvalda frá því í desember 2008.

Viðskipti innlent

Mál Hansa skýrast í næstu viku

Mál Hansa, eignarhaldsfélags West Ham í ensku úrvalsdeildinni, var tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Ákveðið var að málflutningur í málinu verði á þriðjudaginn og er gert ráð fyrir því að niðurstaða í málinu liggi fyrir eigi síðar en næsta föstudag. Á meðan er greiðslustöðvun í gildi.

Viðskipti innlent