Viðskipti innlent

Mál Hansa skýrast í næstu viku

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Mál Hansa, eignarhaldsfélags West Ham í ensku úrvalsdeildinni, var tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Ákveðið var að málflutningur í málinu verði á þriðjudaginn og er gert ráð fyrir því að niðurstaða í málinu liggi fyrir eigi síðar en næsta föstudag. Á meðan er greiðslustöðvun í gildi.

MP Banki ehf. er meðal stærstu kröfuhafa félagsins og er hann mótfallinn greiðslustöðvuninni. Hansa er eignarhaldsfélag enska fótboltaliðsins West Ham og er Björgólfur Guðmundsson aðaleigandi þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×