Bændasamtökin sektuð um 10 milljónir fyrir samkeppnisbrot 6. mars 2009 15:58 Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands (BÍ) hafi brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Í tilkynningu frá Samkepniseftirlitinu segir að brotið snúi að búvörum sem ekki lúta opinberri verðlagningu skv. búvörulögum, s.s. kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti. Vegna þessa brots er BÍ gert að greiða 10.000.000 kr. stjórnvaldssekt og lagt fyrir þau að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að samskonar brot verði endurtekin. Upphaf málsins má rekja til þess að 7. mars 2008 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Sátt um hækkanir nauðsyn". Í fréttinni var fjallað um Búnaðarþing ársins 2008 sem þá var nýlokið. Á þinginu hafi komið fram að verðhækkun á matvöru hjá búvöruframleiðendum væri óumflýjanleg. Í kjölfar þessa hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn sem lauk með ákvörðun þeirri sem birt er í dag. Í málinu halda BÍ því fram að aðgerðir þeirra falli ekki undir ákvæði samkeppnislaga og segja samtökin að fráleitt sé að gera þá kröfu að samkeppni ríki milli búvöruframleiðenda. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er fjallað um þessi sjónarmið BÍ. Bent er á að búvörur séu annars vegar verðlagðar með aðferðum sem búvörulög mæla fyrir um, þ.e að verð á afurðum þeirra sé ákveðið af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Hinsvegar eru aðrar búvörur verðlagðar utan verðlagningarkerfis búvörulaga, en þá eiga samkeppnislög að öllu leyti við. Verðlagning á mikilvægum búvörum eins og kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti er frjáls og heyrir því alfarið undir ákvæði samkeppnislaga. Í þessum tilvikum er samkeppni ætlað að vernda hagsmuni neytenda og stuðla að sanngjörnu verði. Er gert ráð fyrir þessu bæði í búvörulögum og samkeppnislögum. Framleiðendur á þessum búvörum, sem sumir hverjir eiga í öflugum vinnslu- og dreifingarfyrirtækjum búvara, falla því eins og önnur íslensk fyrirtæki undir bann samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Hið sama gildir um samtök þeirra, BÍ. Framangreind túlkun á samkeppnislögum hefur verið staðfest, t.d. í svonefndu grænmetismáli frá 2001 sem varðaði m.a. ólögmætt samráð grænmetisframleiðenda. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru endurtekin brot samtaka fyrirtækja sem tengjast matvörumarkaði eftirlitinu mikið áhyggjuefni. Í febrúar 2008 lagði Samkeppniseftirlitið sektir á Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu vegna aðgerða sem stuðluðu að verðsamráði á matvöru. Um miðjan síðasta mánuð voru lagðar sektir á Félag íslenskra stórkaupmanna vegna m.a. umræðu um þörf á hækkun á verði matvæla. Samkeppniseftirlitið mun taka af festu á öllum frekari brotum samtaka fyrirtækja af þessu tagi. Ekki hægt að líta framhjá því að íslensk stjórnvöld veita flestum innlendum búvöruframleiðendum umtalsverða vernd gagnvart erlendri samkeppni m.a. í formi tolla. Þetta verndaða umhverfi leiðir til þess að möguleg skaðleg áhrif af ólögmætu verðsamráði innan BÍ eru meiri en ella. Í þessu samhengi er það alvarlegt að BÍ, sem eru samtök fyrirtækja sem veitt er margháttuð vernd, brjóti samkeppnislög í því skyni að hækka verð á frjálsum búvörum. BÍ hafa í máli sínu bent á erfiðleika í landbúnaði og verðhækkanir á aðföngum sem aðildarfyrirtæki standi frammi fyrir. Samkeppniseftirlitið gerir sér grein fyrir þessum aðstæðum. Það er hinsvegar viðurkennt sjónarmið í samkeppnisrétti að erfiðar aðstæður á markaði geta aldrei réttlætt að fyrirtæki taki lögin í eigin hendur. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands (BÍ) hafi brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Í tilkynningu frá Samkepniseftirlitinu segir að brotið snúi að búvörum sem ekki lúta opinberri verðlagningu skv. búvörulögum, s.s. kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti. Vegna þessa brots er BÍ gert að greiða 10.000.000 kr. stjórnvaldssekt og lagt fyrir þau að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að samskonar brot verði endurtekin. Upphaf málsins má rekja til þess að 7. mars 2008 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Sátt um hækkanir nauðsyn". Í fréttinni var fjallað um Búnaðarþing ársins 2008 sem þá var nýlokið. Á þinginu hafi komið fram að verðhækkun á matvöru hjá búvöruframleiðendum væri óumflýjanleg. Í kjölfar þessa hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn sem lauk með ákvörðun þeirri sem birt er í dag. Í málinu halda BÍ því fram að aðgerðir þeirra falli ekki undir ákvæði samkeppnislaga og segja samtökin að fráleitt sé að gera þá kröfu að samkeppni ríki milli búvöruframleiðenda. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er fjallað um þessi sjónarmið BÍ. Bent er á að búvörur séu annars vegar verðlagðar með aðferðum sem búvörulög mæla fyrir um, þ.e að verð á afurðum þeirra sé ákveðið af opinberri nefnd, verðlagsnefnd búvara. Hinsvegar eru aðrar búvörur verðlagðar utan verðlagningarkerfis búvörulaga, en þá eiga samkeppnislög að öllu leyti við. Verðlagning á mikilvægum búvörum eins og kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti er frjáls og heyrir því alfarið undir ákvæði samkeppnislaga. Í þessum tilvikum er samkeppni ætlað að vernda hagsmuni neytenda og stuðla að sanngjörnu verði. Er gert ráð fyrir þessu bæði í búvörulögum og samkeppnislögum. Framleiðendur á þessum búvörum, sem sumir hverjir eiga í öflugum vinnslu- og dreifingarfyrirtækjum búvara, falla því eins og önnur íslensk fyrirtæki undir bann samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Hið sama gildir um samtök þeirra, BÍ. Framangreind túlkun á samkeppnislögum hefur verið staðfest, t.d. í svonefndu grænmetismáli frá 2001 sem varðaði m.a. ólögmætt samráð grænmetisframleiðenda. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru endurtekin brot samtaka fyrirtækja sem tengjast matvörumarkaði eftirlitinu mikið áhyggjuefni. Í febrúar 2008 lagði Samkeppniseftirlitið sektir á Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu vegna aðgerða sem stuðluðu að verðsamráði á matvöru. Um miðjan síðasta mánuð voru lagðar sektir á Félag íslenskra stórkaupmanna vegna m.a. umræðu um þörf á hækkun á verði matvæla. Samkeppniseftirlitið mun taka af festu á öllum frekari brotum samtaka fyrirtækja af þessu tagi. Ekki hægt að líta framhjá því að íslensk stjórnvöld veita flestum innlendum búvöruframleiðendum umtalsverða vernd gagnvart erlendri samkeppni m.a. í formi tolla. Þetta verndaða umhverfi leiðir til þess að möguleg skaðleg áhrif af ólögmætu verðsamráði innan BÍ eru meiri en ella. Í þessu samhengi er það alvarlegt að BÍ, sem eru samtök fyrirtækja sem veitt er margháttuð vernd, brjóti samkeppnislög í því skyni að hækka verð á frjálsum búvörum. BÍ hafa í máli sínu bent á erfiðleika í landbúnaði og verðhækkanir á aðföngum sem aðildarfyrirtæki standi frammi fyrir. Samkeppniseftirlitið gerir sér grein fyrir þessum aðstæðum. Það er hinsvegar viðurkennt sjónarmið í samkeppnisrétti að erfiðar aðstæður á markaði geta aldrei réttlætt að fyrirtæki taki lögin í eigin hendur.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira