Viðskipti innlent

Hagvöxtur á Íslandi meiri en í Svíþjóð og Danmörku

Töluverð umfjöllun hefur verið á norrænum viðskiptasíðum í dag um að þrátt fyrir bankahrunið á Íslandi s.l. haust sé hagvöxtur Íslands meiri á síðasta ári en hann var í Svíþjóð og Danmörku.

Eins og fram kom í fréttum hér í morgun var hagvöxturinn, eða aukning landsframleiðslunnar, 0,3% á síðasta ári. Í Svíþjóð minnkaði landsframleiðslan hinsvegar um 0,2% á sama tímabili og í Danmörku er áætlað að hún hafi minnkað um 1,3%.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að það hljóti að vera erfitt fyrir Svía að kyngja því að hagvöxtur á Íslandi vex meir en hjá þeim. Sérstaklega í ljósi þess að nýlega fór Noregur framúr Svíþjóð sem stærsta hagkerfi Norðurlandanna, mælt í landsframleiðslu.

Í frétt á börsen.dk er greint frá hagvexti landanna þriggja á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en þar kemur Ísland enn betur út en Svíþjóð og Danmörk. Landsframleiðslan á Íslandi minnkaði um 0,9% í fjórðungnum, m.v. sama tímabil árið áður. Í Svíþjóð minnkaði hún um 4,9% og í Danmörku um 2%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×