Viðskipti innlent

Stjórnendur SPRON hafna fullyrðingum seðlabankastjóra

Fyrrverandi forstjóri og stjórn SPRON hafna því algerlega að eigið fé SPRON hafi verið uppurið um páskana á síðasta ári eins og seðlabankastjóri hélt fram í Markaðnum á Stöð 2 í gær. Þá hafna fyrrverandi stjórnendur SPRON jafnframt fullyrðingum fjármálaráðherra um að eigið fé SPRON hafi farið niður fyrir 8% á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Viðskipti innlent

Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða í fyrra

Eyrir Invest hagnaðist um 1,5 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 769,7 milljónir króna í hitteðfyrra. Fjárfestingafélagið, sem er kjölfestufjárfestir Marel Food Systems og næststærsti hluthafi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, hefur gripið til viðamikilla aðgerða gegn erfiðum aðstæðum á mörkuðum og meðal annars samið um framlengingu lána fram til 2011.

Viðskipti innlent

Rússalánið enn inni í myndinni

Yfirvöld í Rússlandi hafa farið fram á frekari upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum varðandi svokallað Rússalán. Í frétt í viðskiptaritinu Forbes er rætt við embættismann í rússneska fjármálaráðuneytinu sem segir að það „megi segja sem svo“ að samningaviðræður séu enn í gangi um lánið, en að í raun séu Rússar að bíða eftir frekari upplýsingum áður en komist verði að niðurstöðu.

Viðskipti innlent

Nýr skiptastjóri við hlið Erlendar í þrotabúi Baugs

Nýr skiptastjóri hefur verið skipaður í þrotabúi Baugs við hlið Erlendar Gíslasonar hjá Logos. Í tilkynningu frá LOGOS segir að vegna undangenginnar umræðu um hæfi LOGOS til að annast skiptastjórn í þrotabúi Baugs hafi LOGOS farið fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að annar skiptastjóri yrði skipaður.

Viðskipti innlent

Makaskipti nema þriðjungi af öllum fasteignaviðskiptum

Undanfarna 3 mánuði hafa makaskiptasamningar verið um þriðjungur fasteignaviðskipta. Hlutfall makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum byrjaði að hækka samhliða því sem framboð lánsfjár til fasteignakaupa byrjaði að þrengjast verulega og umsvif á fasteignamarkaði tóku að dragast saman.

Viðskipti innlent

Flest gjaldþrot eru í byggingargeiranum

Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna yfir 50 prósenta fjölgun gjaldþrota milli ára. Fyrstu tvo mánuði ársins urðu 149 fyrirtæki gjaldþrota, samanborið við 97 fyrirtæki í fyrra. Greining Íslandsbanka segir að gera megi ráð fyrir að gjaldþrotum haldi áfram að fjölga á þessu ári. Þrotahrina sé fram undan.

Viðskipti innlent

Icelandair stefnir enn á að fá fjórar nýjar vélar

Forsvarsmenn Icelandair segjast ekki ætla að hætta við pöntun á fjórum Boeing 787 Dreamliners vélum þrátt fyrir verulegan samdrátt í flugsamgöngum og það mikla högg sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir. Á Reuters fréttavefnum kemur fram að listaverð fyrir hverja vél sé 166 milljónir bandaríkjadala. „Við erum enn spenntir fyrir þessum áformum," segir Sigþór Einarsson, framkv

Viðskipti innlent

Telur laun skilanefndamanna vera eðlileg

Heildarkostnaður við uppskipti bankanna nálgast nú milljarð. Þar af nema laun til skilanefndarmanna 240 milljónum króna en árslaun eins skilanefndarmanns myndu duga til að borga verkamanni laun í 14 og hálft ár. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur þetta eðlileg laun.

Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing tekur upp viðskiptavakt fyrir ICEQ

ICEQ hefur gert samning við Nýja Kaupþing um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning frá og með miðvikudeginum 1. apríl 2009. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í kauphöllinni.

Viðskipti innlent