Viðskipti innlent Hollenskir Icesaveeigendur skora á Jóhönnu Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðehrra bréf og krafist lausna á sínum málum Viðskipti innlent 10.4.2009 14:46 Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda. Viðskipti innlent 10.4.2009 10:00 MP Banki á ekki Arkea eða Exeter Stjórnarformaður MP Banka, Margeir Pétursson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu að bankinn tengist á engan hátt deilumáli vegna lánveitinga stjórnar Byrs vegna eigin stofnfjárbréfa. Viðskipti innlent 9.4.2009 15:47 Vextir jöklabréfa lítið tengdir stýrivöxtum Vextir svonefndra jöklabréfa eru ekki nema að litlu marki tengdir stýrivöxtum Seðlabankans, að mati seðlabankastjóra. Bankinn lækkaði stýrivexti í gær. Viðskipti innlent 9.4.2009 08:00 Sparisjóðirnir lækka vexti inn- og útlána Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 11. apríl. Breytingin er á bilinu 0,5 til 1,5%. Viðskipti innlent 8.4.2009 16:07 Samkomulag um greiðslujöfnun gengistryggðra lána Viðskiptaráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og skilanefnd SPRON hafa í dag gert samkomulag um að tryggja greiðslujöfnun gengistryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Samhliða því gera Samtök fjármálafyrirtækja, Landssamtök lífeyrissjóða, skilanefnd SPRON og Íbúðalánasjóður með sér samkomulag um samþykki síðari veðhafa. Markmið samkomulagsins er að tryggja þau áform ríkisstjórnarinnar, að lækka greiðslubyrði á myntkörfulánum þannig að lántekendur geti staðið í skilum, án þess þó að grípa til afskrifta úr bankakerfinu og/eða verulegs kostnaðar úr ríkissjóði. Viðskipti innlent 8.4.2009 15:25 Stýrivaxtalækkunin meiri en almennt hafði verið spáð Stýrivaxtalækkun Seðlabankans var öllu meiri en almennt hafði verið spáð en markaðir hafa þó tekið tíðindunum með ró. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í hádeginu höfðu tiltölulega litlar breytingar orðið á kröfu verðtryggðra sem óverðtryggðra skuldabréfa. Viðskipti innlent 8.4.2009 13:20 Stýrivaxtalækkunin vonbrigði Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum. Viðskipti innlent 8.4.2009 12:20 Teymi leitar eftir heimild til nauðasamninga Fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur ákveðið að leita eftir heimild hluthafa sinna til þess að hefja formlegar viðræður um nauðasamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin fagni vilja stærstu kröfuhafa til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins þá segir að umræddar aðgerðir muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis. Viðskipti innlent 8.4.2009 11:42 Byr semur við erlenda lánardrottna Byr sparisjóður og erlendir lánveitendur sjóðsins hafa gert með sér samkomulag vegna lánasamninga sem kveða á um lágmarks eiginfjárhlutfall umfram það sem fram kemur í lögum um fjármálafyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu að allir lánveitendur samþykktu samkomulagið samhljóða. Viðskipti innlent 8.4.2009 11:39 Gengi Eimskips fellur um 20 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent. Viðskipti innlent 8.4.2009 10:36 Þrír starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins um meint brot þriggja fyrrverandi starfsmanna á lögum og verklagsreglum bankans. Viðskipti innlent 8.4.2009 09:40 Stýrivextir verða 15,5 prósent Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag. Viðskipti innlent 8.4.2009 08:59 Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Viðskipti innlent 8.4.2009 05:00 MP með mesta veltu Fyrstu þrjá mánuði ársins var MP Banki með mesta markaðshlutdeild í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni, samkvæmt nýju yfirliti Nasdaq OMX Iceland. Markaðshlutdeild MP Banka var 24,4 prósent á tímabilinu. Í öðru sæti var Íslandsbanki með 21,29 prósenta hlutdeild og Straumur í því þriðja með 17,35 prósent. Viðskipti innlent 8.4.2009 05:00 Kreppan ekki látin fara til spillis „Synd væri að láta kreppuna fara til spillis,“ segir Barbara Gordon, aðstoðarforstjóri sölusviðs Microsoft til fyrirtækja og samstarfsaðila (Enterprise & Partner Group, EMEA). Viðskipti innlent 8.4.2009 04:30 Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Viðskipti innlent 8.4.2009 04:00 Mikilvægt að halda höfuðstöðvum heima „Þið verðið að ákveða hvaða leið þið viljið fara. Hagkerfi Finna hefur lengi verið opið fyrir fjárfestingu erlendra aðila,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Viðskipti innlent 8.4.2009 03:00 Mannauður á krepputímum Nú þegar efnisleg verðmæti fyrirtækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins – mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir. Viðskipti innlent 8.4.2009 03:00 Beðið er sprotafregna „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!“ segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér,“ segir hún. Viðskipti innlent 8.4.2009 02:30 Edda Rós til AGS „Mér þótti þetta starf mjög spennandi og sótti um. Hætti hjá bankanum fyrir hádegi á föstudag [í síðustu viku] og byrjaði á skrifstofu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) eftir hádegið,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, áður hagfræðingur hjá Landsbankanum. Viðskipti innlent 8.4.2009 00:01 Á hverju er nú von? Þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lokaði Nasdaq-markaðnum minntist hann á gott gengi íslensks efnahagslífs, sem hann sagðist vilja að héldi áfram á sömu braut. Hann sagðist vona að nú sæi fram á betri tíma þegar ný löggjöf um aðgerðir gegn fjármálakreppunni færi í gegn á Bandaríkjaþingi til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan heim. Viðskipti innlent 8.4.2009 00:01 Hverjum bjallan glymur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, lokuðu fyrir viðskipti á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Viðskipti innlent 8.4.2009 00:01 Viðskiptaráðherra lokar fjármálamarkaði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, dótturfyrirtæki Icelandair Group lokaði NASDAQ markaðnum ásamt Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, við hátíðlega athöfn í kvöld að NASDAQ MarketSite, Times Square í New York. Viðskipti innlent 7.4.2009 22:02 Gylfi í New York: Íslenskt viðskiptalíf vel starfhæft Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, ávarpaði í dag fund Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem fram fór í Scandinavia House í New York. Í ræðu sinni rakti Gylfi aðdraganda bankahrunsins á Íslandi, gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), og fór yfir stöðu og langtímahorfur í íslensku efnahagslífi. Viðskipti innlent 7.4.2009 16:12 Ákvörðun um stýrivexti kynnt á morgun Kynningarfundur verður haldinn í Seðlabanka Íslands á morgun fyrir blaða- og fréttamenn og sérfræðinga ýmissa stofnana í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 7.4.2009 14:41 Fullyrðingar í auglýsingum Vodafone bannaðar Neytendastofu barst erindi frá Símanum í október 2008 þar sem kvartað var yfir auglýsingum Vodafone á áskriftarleiðinni Vodafone Gull. Taldi Síminn auglýsingarnar brjóta gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, þar sem í þær vanti mikilvægar upplýsingar og fram komi fyllyrðingar sem ekki séu réttar. Auglýsingarnar séu því bæði villandi gagnvar neytendum og ósanngjarnar í garð keppinauta. Viðskipti innlent 7.4.2009 14:23 Sævar Karl og frú dæmd til að greiða tæpar 8 milljónir Sævar Karl Ólason fyrrverandi kaupmaður og eiginkona hans voru í dag dæmd til þess að greiða Vigfúsi Guðbrandssyni & Co. ehf tæpar 7.600.000 krónur. Sævar og eiginkona hans seldu þeim síðarnefnda allt hlutafé í félagi sínu í júlí 2007. Kaupverðið er trúnaðarmál en til frádráttar því komu langtímaskuldir fasteignar upp á rúmar 88.000.000 krónar auk skuldar á einkareikningi upp á tæpar 1.900.000 krónur. Fjárhæðin sem Sævar og frú þurfa að greiða eru úttektir þeirra á árinu 2006. Einnig voru þau dæmd til þess að greiða málskostnað upp á 450.000 krónur. Viðskipti innlent 7.4.2009 13:04 Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 4,4 milljörðum Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 4,4 milljörðum sem jafngildir 199 milljóna veltu á dag. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja var 157 milljarðar í lok mars. Úrvalsvísitala Aðalmarkaðar (OMXI6) stóð 673,44 stigum í lok síðasta mánaðar og heildarvísitala Aðalmarkaðar (OMXIPI) stóð í 386,80. Þetta kemur fram í marsyfirliti NASDAQ OMX Iceland. Viðskipti innlent 7.4.2009 12:55 Raungengið ekki verið lægra í þrjá áratugi Raungengi krónunnar er nú talsvert lægra en verið hefur síðustu þrjá áratugi. Lætur nærri að hlutfallslegt verð á neysluvörum og þjónustu hér á landi miðað við önnur lönd hafi verið 30% lægra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en raunin var að meðaltali undanfarin 30 ár og staðan er svipuð þegar launakostnaður á Íslandi er borinn saman við viðskiptalönd okkar, að því er fram kemur í morgunkorni Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7.4.2009 12:54 « ‹ ›
Hollenskir Icesaveeigendur skora á Jóhönnu Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðehrra bréf og krafist lausna á sínum málum Viðskipti innlent 10.4.2009 14:46
Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda. Viðskipti innlent 10.4.2009 10:00
MP Banki á ekki Arkea eða Exeter Stjórnarformaður MP Banka, Margeir Pétursson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu að bankinn tengist á engan hátt deilumáli vegna lánveitinga stjórnar Byrs vegna eigin stofnfjárbréfa. Viðskipti innlent 9.4.2009 15:47
Vextir jöklabréfa lítið tengdir stýrivöxtum Vextir svonefndra jöklabréfa eru ekki nema að litlu marki tengdir stýrivöxtum Seðlabankans, að mati seðlabankastjóra. Bankinn lækkaði stýrivexti í gær. Viðskipti innlent 9.4.2009 08:00
Sparisjóðirnir lækka vexti inn- og útlána Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 11. apríl. Breytingin er á bilinu 0,5 til 1,5%. Viðskipti innlent 8.4.2009 16:07
Samkomulag um greiðslujöfnun gengistryggðra lána Viðskiptaráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og skilanefnd SPRON hafa í dag gert samkomulag um að tryggja greiðslujöfnun gengistryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Samhliða því gera Samtök fjármálafyrirtækja, Landssamtök lífeyrissjóða, skilanefnd SPRON og Íbúðalánasjóður með sér samkomulag um samþykki síðari veðhafa. Markmið samkomulagsins er að tryggja þau áform ríkisstjórnarinnar, að lækka greiðslubyrði á myntkörfulánum þannig að lántekendur geti staðið í skilum, án þess þó að grípa til afskrifta úr bankakerfinu og/eða verulegs kostnaðar úr ríkissjóði. Viðskipti innlent 8.4.2009 15:25
Stýrivaxtalækkunin meiri en almennt hafði verið spáð Stýrivaxtalækkun Seðlabankans var öllu meiri en almennt hafði verið spáð en markaðir hafa þó tekið tíðindunum með ró. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í hádeginu höfðu tiltölulega litlar breytingar orðið á kröfu verðtryggðra sem óverðtryggðra skuldabréfa. Viðskipti innlent 8.4.2009 13:20
Stýrivaxtalækkunin vonbrigði Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum. Viðskipti innlent 8.4.2009 12:20
Teymi leitar eftir heimild til nauðasamninga Fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur ákveðið að leita eftir heimild hluthafa sinna til þess að hefja formlegar viðræður um nauðasamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin fagni vilja stærstu kröfuhafa til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins þá segir að umræddar aðgerðir muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis. Viðskipti innlent 8.4.2009 11:42
Byr semur við erlenda lánardrottna Byr sparisjóður og erlendir lánveitendur sjóðsins hafa gert með sér samkomulag vegna lánasamninga sem kveða á um lágmarks eiginfjárhlutfall umfram það sem fram kemur í lögum um fjármálafyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu að allir lánveitendur samþykktu samkomulagið samhljóða. Viðskipti innlent 8.4.2009 11:39
Gengi Eimskips fellur um 20 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent. Viðskipti innlent 8.4.2009 10:36
Þrír starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins um meint brot þriggja fyrrverandi starfsmanna á lögum og verklagsreglum bankans. Viðskipti innlent 8.4.2009 09:40
Stýrivextir verða 15,5 prósent Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag. Viðskipti innlent 8.4.2009 08:59
Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Viðskipti innlent 8.4.2009 05:00
MP með mesta veltu Fyrstu þrjá mánuði ársins var MP Banki með mesta markaðshlutdeild í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni, samkvæmt nýju yfirliti Nasdaq OMX Iceland. Markaðshlutdeild MP Banka var 24,4 prósent á tímabilinu. Í öðru sæti var Íslandsbanki með 21,29 prósenta hlutdeild og Straumur í því þriðja með 17,35 prósent. Viðskipti innlent 8.4.2009 05:00
Kreppan ekki látin fara til spillis „Synd væri að láta kreppuna fara til spillis,“ segir Barbara Gordon, aðstoðarforstjóri sölusviðs Microsoft til fyrirtækja og samstarfsaðila (Enterprise & Partner Group, EMEA). Viðskipti innlent 8.4.2009 04:30
Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Viðskipti innlent 8.4.2009 04:00
Mikilvægt að halda höfuðstöðvum heima „Þið verðið að ákveða hvaða leið þið viljið fara. Hagkerfi Finna hefur lengi verið opið fyrir fjárfestingu erlendra aðila,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Viðskipti innlent 8.4.2009 03:00
Mannauður á krepputímum Nú þegar efnisleg verðmæti fyrirtækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins – mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir. Viðskipti innlent 8.4.2009 03:00
Beðið er sprotafregna „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!“ segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér,“ segir hún. Viðskipti innlent 8.4.2009 02:30
Edda Rós til AGS „Mér þótti þetta starf mjög spennandi og sótti um. Hætti hjá bankanum fyrir hádegi á föstudag [í síðustu viku] og byrjaði á skrifstofu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) eftir hádegið,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, áður hagfræðingur hjá Landsbankanum. Viðskipti innlent 8.4.2009 00:01
Á hverju er nú von? Þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lokaði Nasdaq-markaðnum minntist hann á gott gengi íslensks efnahagslífs, sem hann sagðist vilja að héldi áfram á sömu braut. Hann sagðist vona að nú sæi fram á betri tíma þegar ný löggjöf um aðgerðir gegn fjármálakreppunni færi í gegn á Bandaríkjaþingi til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan heim. Viðskipti innlent 8.4.2009 00:01
Hverjum bjallan glymur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, lokuðu fyrir viðskipti á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Viðskipti innlent 8.4.2009 00:01
Viðskiptaráðherra lokar fjármálamarkaði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, dótturfyrirtæki Icelandair Group lokaði NASDAQ markaðnum ásamt Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, við hátíðlega athöfn í kvöld að NASDAQ MarketSite, Times Square í New York. Viðskipti innlent 7.4.2009 22:02
Gylfi í New York: Íslenskt viðskiptalíf vel starfhæft Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, ávarpaði í dag fund Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem fram fór í Scandinavia House í New York. Í ræðu sinni rakti Gylfi aðdraganda bankahrunsins á Íslandi, gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), og fór yfir stöðu og langtímahorfur í íslensku efnahagslífi. Viðskipti innlent 7.4.2009 16:12
Ákvörðun um stýrivexti kynnt á morgun Kynningarfundur verður haldinn í Seðlabanka Íslands á morgun fyrir blaða- og fréttamenn og sérfræðinga ýmissa stofnana í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 7.4.2009 14:41
Fullyrðingar í auglýsingum Vodafone bannaðar Neytendastofu barst erindi frá Símanum í október 2008 þar sem kvartað var yfir auglýsingum Vodafone á áskriftarleiðinni Vodafone Gull. Taldi Síminn auglýsingarnar brjóta gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, þar sem í þær vanti mikilvægar upplýsingar og fram komi fyllyrðingar sem ekki séu réttar. Auglýsingarnar séu því bæði villandi gagnvar neytendum og ósanngjarnar í garð keppinauta. Viðskipti innlent 7.4.2009 14:23
Sævar Karl og frú dæmd til að greiða tæpar 8 milljónir Sævar Karl Ólason fyrrverandi kaupmaður og eiginkona hans voru í dag dæmd til þess að greiða Vigfúsi Guðbrandssyni & Co. ehf tæpar 7.600.000 krónur. Sævar og eiginkona hans seldu þeim síðarnefnda allt hlutafé í félagi sínu í júlí 2007. Kaupverðið er trúnaðarmál en til frádráttar því komu langtímaskuldir fasteignar upp á rúmar 88.000.000 krónar auk skuldar á einkareikningi upp á tæpar 1.900.000 krónur. Fjárhæðin sem Sævar og frú þurfa að greiða eru úttektir þeirra á árinu 2006. Einnig voru þau dæmd til þess að greiða málskostnað upp á 450.000 krónur. Viðskipti innlent 7.4.2009 13:04
Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 4,4 milljörðum Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 4,4 milljörðum sem jafngildir 199 milljóna veltu á dag. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja var 157 milljarðar í lok mars. Úrvalsvísitala Aðalmarkaðar (OMXI6) stóð 673,44 stigum í lok síðasta mánaðar og heildarvísitala Aðalmarkaðar (OMXIPI) stóð í 386,80. Þetta kemur fram í marsyfirliti NASDAQ OMX Iceland. Viðskipti innlent 7.4.2009 12:55
Raungengið ekki verið lægra í þrjá áratugi Raungengi krónunnar er nú talsvert lægra en verið hefur síðustu þrjá áratugi. Lætur nærri að hlutfallslegt verð á neysluvörum og þjónustu hér á landi miðað við önnur lönd hafi verið 30% lægra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en raunin var að meðaltali undanfarin 30 ár og staðan er svipuð þegar launakostnaður á Íslandi er borinn saman við viðskiptalönd okkar, að því er fram kemur í morgunkorni Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7.4.2009 12:54