Viðskipti innlent

Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 4,4 milljörðum

Heildarviðskipti með hlutabréf í mars námu 4,4 milljörðum sem jafngildir 199 milljóna veltu á dag. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja var 157 milljarðar í lok mars. Úrvalsvísitala Aðalmarkaðar (OMXI6) stóð 673,44 stigum í lok síðasta mánaðar og heildarvísitala Aðalmarkaðar (OMXIPI) stóð í 386,80. Þetta kemur fram í marsyfirliti NASDAQ OMX Iceland.



Mest viðskipti voru með Marel


Mest viðskipti voru með Marel í síðastliðnum mánuði eða rúmir 1,9 milljarðar í 405 viðskiptum. Næst á eftir var Össur með rúmar 1,8 milljarða í 320 viðskiptum og síðan námu viðskipti með Straum rúmum 405 milljónum í 252 viðskiptum.  

Saga Capital var með mestu hlutdeild kauphallaraðila á hlutabréfamarkaði í mars eða 35%.  Næst komu Nýi Kaupþing banki 13,9%, Íslandsbanki 13,5% og NBI 12,4%.

MP Banki með mesta hlutdeild á skuldabréfamarkaðnum

Heildarviðskipti með skuldabréf námu alls 187 milljörðum, sem jafngildir um 8,5 milljarða veltu á dag. Veltumestu flokkarnir voru RIKB 19 0226 (30 milljarðar) og HFF 150914 (22 milljarðar).  Markaðsvirði skráðra bréfa nam 1.690 milljörðum í lok marsmánaðar.

MP Banki var með mestu hlutdeild kauphallaraðila á skuldabréfamarkaðnum í mars, eða 33,2%.  Næstir komu Íslandsbanki 22,3% og Nýi Kaupþing banki með 13,4%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×