Viðskipti innlent

Skilanefndir sýna starfsmönnum óbilgirni

Kurr er meðal bankastarfsmanna vegna meintrar óbilgirni skilanefnda SPRON, Sparisjóðabankans og Straums við afgreiðslu á launakröfum og öðrum kjarabundnum réttindum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að launakröfur séu forgangsmál.

Viðskipti innlent

Auroru-sjóður úthlutar 11 milljónum til hönnuða

Hönnunarsjóður Auroru mun úthluta styrkjum til íslenskra hönnuða í hádeginu á morgun, miðvikudag, á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða fyrstu úthlutun sjóðsins sem var stofnaður fyrr á árinu af Auroru velgerðarsjóði. Um er að ræða 11 milljónir kr. til 9 aðila.

Viðskipti innlent

Rannsóknir á Drekasvæðinu gætu hafist í sumar

Bandaríska fyrirtækið Ion GX Technology hefur sótt um leitarleyfi á Drekasvæðinu en fyrirtækið vill framkvæma mælingar á svæðinu í sumar til að selja áfram til fyrirtækjanna sem sóttu um sérleyfin. Samþykki Orkustofnun umsóknina verður hægt að byrja rannsóknir á Drekasvæðinu strax í sumar.

Viðskipti innlent

Hannes skuldar 45 milljarða

Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, nema hátt í 45 milljörðum króna. Eignir Hannesar, sem námu 30 milljörðum, fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan eru nánast verðlausar.

Viðskipti innlent

Ríkisvíxlasjóður Kaupþings hlýtur góðar viðtökur

Mikill áhugi hefur verið á Ríkisvíxlasjóði sem er verðbréfasjóður rekinn af Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. Frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir um þremur mánuðum hafa um tvö þúsund einstaklingar, lífeyrissjóðir og fagfjárfestar fjárfest í sjóðnum, samtals fyrir á sjöunda milljarð króna. Þetta er talsvert meira en væntingar stóðu til.

Viðskipti innlent

Bakkavör fellur um 32 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um tæp 32 við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fram kom á föstudag að fyrirtækið hefði ekki greitt af skuldabéfaflokki upp á 20 milljarð króna, sem var á gjalddaga í síðustu viku.

Viðskipti innlent

Skoða afskriftir skulda hjá fyrirtækjum í samkeppni

Efnahagsmál Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar nokkrar ábendingar vegna afskrifta ríkis­bankanna á skuldum fyrirtækja, og annarrar ákvarðanatöku þeirra um framtíð fyrirtækja. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa áhyggjur af því að keppinautar þeirra fái óeðlilegt forskot með afskriftum eða öðrum aðgerðum.

Viðskipti innlent