Viðskipti innlent

Skýrslunni augljóslega lekið eftir fall bankans

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerir því skóna að Fjármálaeftirlitið eða rannsakendur bankahrunsins hafi brotið gegn bankaleynd, með því að stuðla að því að upplýsingar um lán Kaupþings til stórra viðskiptavina, kæmust í hendur almennings.

Viðskipti innlent

Enn umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka en í gær greindi Vísir frá því að Landsbankinn spái einnig áframhaldandi lækkun íbúðaverðs.

Viðskipti innlent

Erlendum ferðamönnum fækkar

Alls komu 54.489 erlendir gestir til landsins í júní í gegnum Leifsstöð samkvæmt tölum Ferðamálastofu og er það fækkun um 4% frá sama mánuði fyrra árs. Svo virðist sem veikt gengi krónunnar hafi enn sem komið er ekki haft þau áhrif að fjölga ferðamönnum sem sækja Ísland heim, en ferðamannatímabilið stendur nú hvað hæðst.

Viðskipti innlent

Eldsneyti hækkar á heimsmarkaði

Olía og bensín hafa hækkað verulega á heimsmarkaði síðustu dagana og gengi krónunnar hefur á sama tíma nánast staðið í stað. Miðað við fyrri forsendur olíufélaganna fyrir bensínhækkunum, þar sem mið er tekið af samspili heimsmarkaðsverðs og gengi krónunnar gagnvart dollar, má allt eins búast við bensínhækkun alveg á næstunni.

Viðskipti innlent

Búist við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var 5,8 milljarðar króna í nýliðnum júlímánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Velta jókst um tæpan fjórðung frá fyrri mánuði en dróst að sama skapi saman um helming frá sama tíma árinu áður. Búist er við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.

Viðskipti innlent

Kostnaður vegna varnarmála tveir milljarðar árið 2008

Gjöld utanríkisráðuneytisins vegna varnarmála námu tveimur milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ríkisreikningi fjársýslu ríkisins. Varnarmálastofnun ber stærstan hluta kostnaðar af varnarmálum hér á landi eða 600 milljónir. Stofnunin heyrir undir utanríkisráðuneytið en Alþingi setti varnarmálalög þann 29. apríl á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Er gengisstöðugleiki sumarsins á enda?

Krónan tók að veikjast nokkuð í síðustu viku eftir stöðugleika í júlímánuði. Gengisvísitalan stóð hæst í 238 stigum og hafði krónan þá veikst um ríflega 2,5% frá upphafi vikunnar. Vístalan endaði vikuna hins vegar í 234 stigum eftir inngrip Seðlabankans á föstudag og hafði þá lækkað um tæplega 1% í vikunni. Greining Íslandsbanka segir frá þessu í dag.

Viðskipti innlent

Iceland Food græðir vel í kreppunni

Gulleggið Iceland Food heldur áfram að græða á tá og fingri. Félagið sérhæfir sig í sölu á frostnum matvælum. Iceland Food var í eigu Baugs en skilanefndir Landsbankans og Glitnis fara nú með stóran hluta í félaginu eftir að Baugur varð gjalþrota. Malcolm Walker, forstjóri félagsins, á auk þess stóran hlut í félaginu.

Viðskipti innlent

Gríðarleg hækkun álverðs

Álverð miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í tæpum 1.950 dollurum tonnið og langtímaverð er komið yfir 2.000 dollara. Slíkt hefur ekki gerst síðan síðastliðið haust. Hækkandi álverð gæti komið til með að bæta vöruskiptin í ágúst um fleiri milljarða.

Viðskipti innlent

Kaupþing fellur frá lögbannskröfu

Skilanefnd Kaupþings og bankastjóri Nýja Kaupþings hafa ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini, segir í tilkynningu , sem bankinn sendi frá sér í nótt.

Viðskipti innlent

Ekki ráðð í stað skilanefndamanna sem fóru

Ekki á að ráða aðra menn inn í stað þeirra sem fjármálaeftirlitið hefur vikið úr skilanefndum bankanna. Þá hefur ekki komið til tals að víkja manni úr skilanefnd Kaupþings, sem starfaði við lögfræðiráðgjöf hjá gamla bankanum. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Viðskipti innlent

Keypti Haga á 30 milljarða

Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, fékk þrjátíu milljarða króna lán til að kaupa 95 prósenta hlut í Högum af Baugi Group í gegnum félagið 1998 ehf.

Viðskipti innlent

Met afgangur af vöruskiptum á fyrri hluta ársins

Vöruskiptajöfnuðurinn í júní mánuði var jákvæður um 8,7 milljarða króna samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það í takt við bráðabirgðatölur sem gefnar voru út í byrjun mánaðarins. Alls voru fluttar út vörur fyrir 40,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 32 milljarða í mánuðinum. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag.

Viðskipti innlent

17,2 milljarðar í örorkubætur á síðasta ári

Heildargjöld félags- og tryggingamálaráðuneytisins námu rúmum 83,1 milljarði króna fyrir árið 2008. Af þeirri upphæð var örorkulífeyrir ríflega 17,2 milljarðar króna en árið áður nam kostnaður ráðuneytisins vegna örorkulífeyris 13,7 milljörðum króna. Aukningin á milli ára er því 25,5 prósent.

Viðskipti innlent