Viðskipti innlent

17,2 milljarðar í örorkubætur á síðasta ári

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Heildargjöld félags- og tryggingamálaráðuneytisins námu rúmum 83,1 milljarði króna fyrir árið 2008. Af þeirri upphæð var örorkulífeyrir ríflega 17,2 milljarðar króna en árið áður nam kostnaður ráðuneytisins vegna örorkulífeyris 13,7 milljörðum króna. Aukningin á milli ára er því 25,5 prósent.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið er þriðja kostnaðarsamasta ráðuneyti landsins en Vísir sagði frá því fyrr í dag að fjármálaráðuneytið bæri mestan kostnað af öllum ráðuneytum landsins eða 274,6 milljörðum króna.

Kostnaður heilbrigðisráðuneytisins nam tæpum 112,2 milljörðum króna.




Tengdar fréttir

Gjöld fjármálaráðuneytisins tæpir 275 milljarðar 2008

Fjármálaráðuneytið bar langhæstan kostnað allra ráðuneyta Íslands fyrir árið 2008. Alls námu gjöld ráðuneytisins rúmum 274,6 milljörðum króna en það ráðuneyti sem næst kom var heilbrigðisráðuneytið með tæpa 112,2 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×