Viðskipti innlent

Eignir tryggingafélaganna hafa dregist saman um fimmtung

Í lok júní námu heildareignir tryggingafélaganna 121,3 milljörðum króna og jukust þær um tæpar 900 milljónir króna frá fyrri mánuði. Á sama tíma fyrir ári námu heildareignir tryggingafélaganna 157,3 milljörðum króna og hafa þær því dregist saman um ríflega fimmtung síðan þá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Viðskipti innlent

Tap Skipta 2,1 milljarður á fyrri hluta árs

Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 2,1 milljarði króna sem skýrist einkum af gengisþróun íslensku krónunnar á tímabilinu. Tap á sama tímabili árið 2008 var 4,0 milljarðar króna. Skipti á meðal annars Símann og er fyrirtækið í eigu Exista.

Viðskipti innlent

Fimm milljarða króna tap hjá Icelandair Group

Icelandair Group skilaði fimm milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins segir rekstrarniðurstöðuna ekki vænlega þegar til lengri tíma er litið. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að félagið sé að gera betur en áætlanir fyrir árshelminginn gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent

Kröfuhafar samþykktu nauðasamninga

Allir kröfuhafar Eimskips greiddu atkvæði með nauðasamningafrumvarpi félagsins en atkvæði voru greidd á kröfuhafafundi félagsins í dag. Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að félagið muni nú leggja fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara í næstu viku.

Viðskipti innlent

Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum

Launakröfur í þrotabú Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, nema um þrjátíu milljónum króna. Heildarkröfur í búið nema hins vegar tæpum fjörutíu milljörðum. Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabúsins staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu í dag.

Viðskipti innlent

Kröfuhafar afar ósáttir við háan rekstrarkostnað Exista

Rekstrarkostnaður Existu hleypur enn á hundruðum milljóna króna og eru til að mynda tveir forstjórar starfandi hjá félaginu. Kröfuhafar, með Landsbankann í broddi fylkingar, munu vera ósáttir við þetta og krefjast þess að stjórnendur félagsins fari að sínum hugmyndum, að öðrum kosti verði félagið sett í þrot.

Viðskipti innlent

Vextir lækka ekki fyrr en stjórnvöld ganga frá lausum endum

„Vaxtaákvörðun Seðlabankans er að sjálfsögðu vonbrigði en hún kemur mér ekkert á óvart. Ég tel að stjórnvöld þurfi fyrst að ganga frá lausum endum í mörgum afar erfiðum málum áður en Seðlabankinn getur hafið vaxtalækkunarferli sitt,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við fréttastofu.

Viðskipti innlent

Gengi krónunnar allt of lágt

Gengi krónunnar er mun lægra en peningastefnunefnd Seðlabankans telur viðunandi. Þeim mun lengur sem gengi krónunnar er svona lágt þeim mun líklegra er að það komi fram í aukinni verðbólgu.

Viðskipti innlent

Aflinn dróst saman í júlí

Afli íslenskra skipa var 8,4% meiri á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verði. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka. Aflinn í júlí var hins vegar 1,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Veruleg verðlækkun sjávarfangs á erlendum mörkuðum hefur hins vegar orðið til þess að töluvert minna hefur fengist fyrir aflann á erlendum mörkuðum í ár, en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysi mælist 8%

Atvinnuleysi í júní mánuði mældist 8,0% sem er 0,1% minna en í maí samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi hefur nú dregist saman undanfarna þrjá mánuði en í apríl mældist atvinnuleysi 9,1% sem er jafnframt mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi.

Viðskipti innlent

Gengið mun lægra en peninganefnd telur viðunandi

Gengi krónu er mun lægra en peningastefnunefndin hefur talið viðunandi þó það hafi talist stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun. Fyrir vikið hefur hægt á hjöðnun verðbólgunnar. Eigi að síður er þess vænst að verðbólga minnki hratt á ný síðar á árinu. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent

Stöðugleikasáttmálinn í hættu

„Ein af forsendum stöðugleikasáttmálans var sú að stýrivextir væru komnir niður í níu prósent í haust en það verður að teljast ólíklegt í ljósi ákvörðunar Seðlabankans,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins í viðtali við fréttastofu.

Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12 prósentum. Bankinn gerir nánari grein fyrir ákvörðuninni klukkan ellefu.

Viðskipti innlent

Vaxtaákvörðun kynnt í dag

Peningastefnunefnd um stýrivexti Seðlabankans kynnir niðurstöðu sína klukkan níu og kynningarfundur um málið verður haldinn klukkan ellefu. Sérfræðingar á peningamarkaði spá þvi að stýrivextir verði áfram 12 prósent. Þeir benda á að krónan hafi lækkað, en ekki hækkað frá síðasta stýrivaxtadegi og við þær aðstæður sé ekki að vænta stýrivaxtalækkunar.

Viðskipti innlent

Búist við frekari hækkunum á neysluvörum

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli júlí og ágúst muni mælast 0,9%. Í mælingunni er búist við nokkurri hækkun á fatnaði og skóm vegna þess að sumarútsölum er víða lokið og nýjar vörur komnar í margar verslanir. Auk þess hafa hækkanir á mjólkurvörum verið boðaðar frá byrjun þessa mánaðar.

Viðskipti innlent