Viðskipti innlent

Straumur finnur meðeiganda að Magasin og Illum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magasin du Nord verður í helmingseigu Íslendinga.
Magasin du Nord verður í helmingseigu Íslendinga.
Pakistanski fjárfestirinn Alshair Fiyaz hefur keypt hlut í Magasin og Illum og á nýtt hlutafé að tryggja framtíð verslananna. Á vefnum EPN.dk kemur fram að Straumur fjárfestingabanki muni áfram eiga hlut í verslunum ásamt Fiyaz. Verslanirnar verða seldar inn í nýtt rekstarfélag sem heitir Solstra Holding A/S sem verður í helmingseigu Straums og í helmingseigu Fiyaz. Fiyaz hefur verið áberandi í viðskiptum í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum á síðustu þremur árum.

EPN.dk segir að Solstra Holding muni kaupa rekstur Magasíns og Illums auk eigna Magasins í Lyngby, Århus, Odense auk húsnæðis Illums á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þá eignast félagið jafnframt vöruhús Magasins í Avedøre Holme og bygginguna á horni Østergade og Købmagergade i Kaupmannahöfn. Að auki mun Solstra einnig hafa tækifæri á að kaupa tæpan helming í félaginu sem á stærstu verslun Magasins í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×