Viðskipti innlent Mikil áhættufælni Íslendinga Mikið lausafé er nú í íslenska fjármálakerfinu. Þetta má meðal annars sjá í nýjum gögnum Seðlabankans um innlán lánastofnana í Seðlabankanum. Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Hagsjá Landsbankans segir að innlánsvextir Seðlabankans skipti meira máli en stýrivextir um þessar mundir. Viðskipti innlent 26.8.2009 09:34 Þjónustujöfnuður jákvæður um 7,2 milljarða Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 70,4 milljarðar en innflutningur á þjónustu 63,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi er því jákvæður um 7,2 milljarða króna. Viðskipti innlent 26.8.2009 09:05 Hlutir í Alfesca verða innleystir Lur Berri Iceland ehf. og stjórn Alfesca hf. hafa ákveðið að þeir hluthafar í Alfesca sem ekki samþykktu yfirtökutilboð Lur Berri Iceland og eru ekki í hópi samstarfsaðila um stjórn og rekstur Alfesca skuli sæta innlausn af hálfu Lur Berri Iceland á hlutum sínum í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Viðskipti innlent 26.8.2009 08:04 Bankar vita ekki hverjir eiga félög sem þeir stofnuðu sjálfir Íslensku bankarnir segjast ekki hafa upplýsingar um hverjir eru eigendur um sjötíu aflandsfélaga sem þeir stofnuðu sjálfir. Bankarnir hér á landi stofnuðu um tvö hundruð og fimmtíu félög í skattaparadísum. Viðskipti innlent 25.8.2009 18:43 Tekjur af ferðamönnum yfir 100 milljarðar Flest bendir til þess að ferðaþjónusta muni skila miklum tekjum í kassann á árinu þar sem erlendir ferðamenn virðast skila sér í svipuðum mæli og í fyrra. Meðaleyðsla erlendra ferðamanna eykst jafnan mikið þegar gengi krónunnar er svo lágt sem raunin er nú og má því telja líklegt að tekjur af erlendum ferðamönnum fari langt yfir 100 milljarða króna á árinu samanborið við 74 milljarða í fyrra. Viðskipti innlent 25.8.2009 16:26 Uppgjör: HB Grandi á góðri siglingu fyrrihluta ársins Hagnaður HB Granda eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rétt rúmum sex milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 10,8 milljörðum kr. Viðskipti innlent 25.8.2009 16:05 Eignir BG Holding duga fyrir um 10% af heildarkröfum í þrotabú Baugs Eignir BG Holding, dótturfélags Baugs á Bretlandi, duga fyrir rétt tæplega 10 prósent af heildarkröfum í þrotabú félagsins, samkvæmt verðmati PricewaterhouseCoopers á eignum BG Holding. Verðmatið var unnið fyrir skilanefnd Landsbankans snemma á þessu ári. Verðmæti helstu eigna BG Holding er samkvæmt skýrslunni 31,5 milljarðar króna en allar helstu eignir Baugs eru skráðar hjá dótturfélaginu. Viðskipti innlent 25.8.2009 16:02 Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka og nam hækkunin í dag 1,33%. Það var Færoya Banki sem leiddi hækkunina en hlutir í honum hækkuðu um 5,7%. Viðskipti innlent 25.8.2009 15:51 Bandaríkjamarkaður að taka slakan í þorsksölunni Samkvæmt fréttum í innlendum og erlendum vefmiðlum hefur sala á þorski til Bandaríkjanna aukist nokkuð að undanförnu. Er sagt að salan á þorski vestur um haf taki slakann sem myndast hefur á sölunni á þorski til Evrópu, og þá einkum Bretlands og Spánar. Viðskipti innlent 25.8.2009 13:43 Þorsteinn semur við Kaupþing um skuld Nýja Kaupþing hefur stefnt Magnúsi Ármann og Kevin Stanford og krefst þess að þeir standi skil á 730 milljóna króna láni til félags í þeirra eigu. Auk þess stefndi Kaupþing Þorsteini Jónssyni, þriðja eiganda félagsins, en hann hefur að eigin sögn samið við bankann. Viðskipti innlent 25.8.2009 12:42 Enn mikil svartsýni meðal neytenda til efnahagsmála Væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins hækkuðu aðeins á milli júní og júlí síðastliðins. Breytingin er óveruleg og svartsýnin enn allsráðandi hjá íslenskum neytendum. Væntingavísitala Capacent Gallup sem birt var í morgun stóð í 24,9 stigum í júlí og hækkaði um 4,0 stig frá fyrri mánuði. Viðskipti innlent 25.8.2009 12:30 Ísland enn á topp tíu listanum yfir dýrasta ölið Þrátt fyrir kreppuna og gengisfall krónunnar sem eiga að hafa gert Ísland að ódýru ferðamannalandi er Ísland áfram á topp tíu listanum yfir þau lönd þar sem hálfur líter af öli er dýrastur í heiminum. Samkvæmt úttekt The Times á málinu er Ísland í 7. sæti yfir dýrasta ölið á veitingastöðum og nefnir Times verðið 864 kr. fyrir glasið. Viðskipti innlent 25.8.2009 12:23 Miklar sveiflur á þróun álverðs á heimsmarkaði Miklar sveiflur hafa verið á álverðinu á markaðinum í London undanfarin mánuð. Hæst fór verðið 2065 dollara tonnið í þriggja mánaða framvirkum samningum þann 14. ágúst s.l. en stendur í dag í 1916 dollurum. Viðskipti innlent 25.8.2009 10:24 Skuldatryggingaálag á ríkissjóð fer stöðugt lækkandi Skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið hefur stöðugt farið lækkandi allan ágústmánuð og Í morgun stóð álagið í 468 punktum. Til samanburðar má nefna að í upphafi júlímánaðar stóð álagið í 660 punktum og hefur því lækkað um tæpa 200 punkta frá þeim tíma. Viðskipti innlent 25.8.2009 10:10 Von á frekari kaupmáttaraukningu Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA um breytingar á kjarasamningum frá 25. júní hækkuðu almennir launataxtar um 6.750-8.750 krónur í byrjun júlí. Sú hækkun, ásamt fremur lítilli verðbólgu í mánuðinum, eru lykilþættir í breytingum kaupmáttar en kaupmáttur launa jókst um 0,2% milli júní og júlí. Viðskipti innlent 25.8.2009 09:22 90 milljarða krafa í Milestone Kröfur á Milestone nema um níutíu milljörðum króna. Kröfuhafar þurfa að afskrifa tæpa áttatíu og fimm milljarða ef nauðasamningar verða samþykktir. Viðskipti innlent 24.8.2009 18:41 Magnús Ármann og Sigurður Bollason rannsakaðir Viðskiptafélagarnir Magnús Ármann og Sigurður Bollason eru meðal þeirra þrjátíu einstaklinga sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Greiðslukort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir á einu ári. Viðskipti innlent 24.8.2009 18:34 Enn hækkar Úrvalsvísitalan Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,40% í tæplega 178 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 796,24 stigum. Viðskipti innlent 24.8.2009 16:00 Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Baugs nemur 317 milljörðum Heildarfjárhæð allra krafna í þrotabú Baugs nemur rúmlega 316,6 milljörðum króna. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Baugs hf. rann út þann 16. ágúst síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.8.2009 15:23 Deloitte annast endurskoðun á Seðlabanka Íslands Ríkisendurskoðun hefur samið við endurskoðunarfélagið Deloitte hf. um að annast ytri endurskoðun Seðlabanka Íslands á tímabilinu 2009-2011. Þá hafa Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn samið um að stofnunin annist innri endurskoðun bankans á sama tímabili. Viðskipti innlent 24.8.2009 15:15 Lítil breyting á gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,15% í dag og stendur gengisvísitalan í 237 stigum. Fremur lítil viðskipti hafa verið á gjaldeyrismarkaðinum það sem af er degi samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings. Viðskipti innlent 24.8.2009 14:57 Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002 Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun jókst kaupmáttur launa um 0,2% á milli júní og júlí. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hækkunin boði engan sérstakan viðsnúning í kaupmáttarþróuninni heldur var meginskýring hennar útsöluáhrif í verðbólgumælingu júlímánaðar. Kaupmáttur launa hefur ekki verið minni síðan í árslok 2002. Viðskipti innlent 24.8.2009 12:07 Launavísitala hefur hækkað um 2,6% undanfarið ár Launavísitala í júlí 2009 er 358 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,6%. Hagstofan greinir frá þessu í dag. Viðskipti innlent 24.8.2009 09:53 Jón Ásgeir segist hafa gert kaupmálann rétt fyrir brúðkaupið 2007 Kaupmáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, var að sögn Jóns Ásgeirs gerður í nóvember árið 2007 rétt fyrir brúðkaup þeirra hjóna. Viðskipti innlent 23.8.2009 12:08 Vill afkomutengingu afborgana frekar en niðurfellingu Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, leggur til að afborganir húsnæðislána verði tengdar afkomu lántaka í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag. Þórólfur segir ógerning að fjármagna skuldaniðurfellingar sem einhverju máli skipta og leggur þessa leið frekar til. Viðskipti innlent 23.8.2009 11:38 Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, skiluðu kaupmála til sýslumannsins í Reykjavík þann þriðja júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í vikunni, en í slíkum auglýsingum kemur ekkert fram um innihald kaupmálans. Viðskipti innlent 23.8.2009 10:55 Ólína Þorvarðardóttir: Orkuverðmæti á brunaútsölu Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir orkuverðmæti á brunaútsölu í grein sem hún ritar í vefdagbók sína í dag. Hún vísar þar til fyrirhugaðra kaupa Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku. Viðskipti innlent 22.8.2009 16:28 Hlutafjárútboð sameinaðs jarðhitafélags skilaði 21 milljarði Hlutafjárútboð kanadíska félagsins GTO Resources Inc. skilaði 21 milljarði króna. Hlutaféð var selt í tengslum við sameiningu GTO við þrjú harðhitafélög; Polaris Geothermal, Ram Power Incorporated og Western Geopower. Tvö síðarnefndu félögin eru að hluta í eigu Geysis Green Energy. Viðskipti innlent 22.8.2009 15:53 Rétt að Hagar leituðu til Kaupþings - svarar ekki um annað „Ég get staðfest að Hagar hafi leitað til Nýja Kaupþings um ákveðna þjónustu en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Viðskipti innlent 22.8.2009 15:08 Finnur Árnason: Hagar ekki í gjörgæslu Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir rangt að félagið sé gjörgæslu eins og slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Hann segir rekstur félagsins þvert á móti ganga vel. Viðskipti innlent 22.8.2009 09:38 « ‹ ›
Mikil áhættufælni Íslendinga Mikið lausafé er nú í íslenska fjármálakerfinu. Þetta má meðal annars sjá í nýjum gögnum Seðlabankans um innlán lánastofnana í Seðlabankanum. Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Hagsjá Landsbankans segir að innlánsvextir Seðlabankans skipti meira máli en stýrivextir um þessar mundir. Viðskipti innlent 26.8.2009 09:34
Þjónustujöfnuður jákvæður um 7,2 milljarða Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 70,4 milljarðar en innflutningur á þjónustu 63,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi er því jákvæður um 7,2 milljarða króna. Viðskipti innlent 26.8.2009 09:05
Hlutir í Alfesca verða innleystir Lur Berri Iceland ehf. og stjórn Alfesca hf. hafa ákveðið að þeir hluthafar í Alfesca sem ekki samþykktu yfirtökutilboð Lur Berri Iceland og eru ekki í hópi samstarfsaðila um stjórn og rekstur Alfesca skuli sæta innlausn af hálfu Lur Berri Iceland á hlutum sínum í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Viðskipti innlent 26.8.2009 08:04
Bankar vita ekki hverjir eiga félög sem þeir stofnuðu sjálfir Íslensku bankarnir segjast ekki hafa upplýsingar um hverjir eru eigendur um sjötíu aflandsfélaga sem þeir stofnuðu sjálfir. Bankarnir hér á landi stofnuðu um tvö hundruð og fimmtíu félög í skattaparadísum. Viðskipti innlent 25.8.2009 18:43
Tekjur af ferðamönnum yfir 100 milljarðar Flest bendir til þess að ferðaþjónusta muni skila miklum tekjum í kassann á árinu þar sem erlendir ferðamenn virðast skila sér í svipuðum mæli og í fyrra. Meðaleyðsla erlendra ferðamanna eykst jafnan mikið þegar gengi krónunnar er svo lágt sem raunin er nú og má því telja líklegt að tekjur af erlendum ferðamönnum fari langt yfir 100 milljarða króna á árinu samanborið við 74 milljarða í fyrra. Viðskipti innlent 25.8.2009 16:26
Uppgjör: HB Grandi á góðri siglingu fyrrihluta ársins Hagnaður HB Granda eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rétt rúmum sex milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn hinsvegar 10,8 milljörðum kr. Viðskipti innlent 25.8.2009 16:05
Eignir BG Holding duga fyrir um 10% af heildarkröfum í þrotabú Baugs Eignir BG Holding, dótturfélags Baugs á Bretlandi, duga fyrir rétt tæplega 10 prósent af heildarkröfum í þrotabú félagsins, samkvæmt verðmati PricewaterhouseCoopers á eignum BG Holding. Verðmatið var unnið fyrir skilanefnd Landsbankans snemma á þessu ári. Verðmæti helstu eigna BG Holding er samkvæmt skýrslunni 31,5 milljarðar króna en allar helstu eignir Baugs eru skráðar hjá dótturfélaginu. Viðskipti innlent 25.8.2009 16:02
Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka og nam hækkunin í dag 1,33%. Það var Færoya Banki sem leiddi hækkunina en hlutir í honum hækkuðu um 5,7%. Viðskipti innlent 25.8.2009 15:51
Bandaríkjamarkaður að taka slakan í þorsksölunni Samkvæmt fréttum í innlendum og erlendum vefmiðlum hefur sala á þorski til Bandaríkjanna aukist nokkuð að undanförnu. Er sagt að salan á þorski vestur um haf taki slakann sem myndast hefur á sölunni á þorski til Evrópu, og þá einkum Bretlands og Spánar. Viðskipti innlent 25.8.2009 13:43
Þorsteinn semur við Kaupþing um skuld Nýja Kaupþing hefur stefnt Magnúsi Ármann og Kevin Stanford og krefst þess að þeir standi skil á 730 milljóna króna láni til félags í þeirra eigu. Auk þess stefndi Kaupþing Þorsteini Jónssyni, þriðja eiganda félagsins, en hann hefur að eigin sögn samið við bankann. Viðskipti innlent 25.8.2009 12:42
Enn mikil svartsýni meðal neytenda til efnahagsmála Væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins hækkuðu aðeins á milli júní og júlí síðastliðins. Breytingin er óveruleg og svartsýnin enn allsráðandi hjá íslenskum neytendum. Væntingavísitala Capacent Gallup sem birt var í morgun stóð í 24,9 stigum í júlí og hækkaði um 4,0 stig frá fyrri mánuði. Viðskipti innlent 25.8.2009 12:30
Ísland enn á topp tíu listanum yfir dýrasta ölið Þrátt fyrir kreppuna og gengisfall krónunnar sem eiga að hafa gert Ísland að ódýru ferðamannalandi er Ísland áfram á topp tíu listanum yfir þau lönd þar sem hálfur líter af öli er dýrastur í heiminum. Samkvæmt úttekt The Times á málinu er Ísland í 7. sæti yfir dýrasta ölið á veitingastöðum og nefnir Times verðið 864 kr. fyrir glasið. Viðskipti innlent 25.8.2009 12:23
Miklar sveiflur á þróun álverðs á heimsmarkaði Miklar sveiflur hafa verið á álverðinu á markaðinum í London undanfarin mánuð. Hæst fór verðið 2065 dollara tonnið í þriggja mánaða framvirkum samningum þann 14. ágúst s.l. en stendur í dag í 1916 dollurum. Viðskipti innlent 25.8.2009 10:24
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð fer stöðugt lækkandi Skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið hefur stöðugt farið lækkandi allan ágústmánuð og Í morgun stóð álagið í 468 punktum. Til samanburðar má nefna að í upphafi júlímánaðar stóð álagið í 660 punktum og hefur því lækkað um tæpa 200 punkta frá þeim tíma. Viðskipti innlent 25.8.2009 10:10
Von á frekari kaupmáttaraukningu Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA um breytingar á kjarasamningum frá 25. júní hækkuðu almennir launataxtar um 6.750-8.750 krónur í byrjun júlí. Sú hækkun, ásamt fremur lítilli verðbólgu í mánuðinum, eru lykilþættir í breytingum kaupmáttar en kaupmáttur launa jókst um 0,2% milli júní og júlí. Viðskipti innlent 25.8.2009 09:22
90 milljarða krafa í Milestone Kröfur á Milestone nema um níutíu milljörðum króna. Kröfuhafar þurfa að afskrifa tæpa áttatíu og fimm milljarða ef nauðasamningar verða samþykktir. Viðskipti innlent 24.8.2009 18:41
Magnús Ármann og Sigurður Bollason rannsakaðir Viðskiptafélagarnir Magnús Ármann og Sigurður Bollason eru meðal þeirra þrjátíu einstaklinga sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Greiðslukort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir á einu ári. Viðskipti innlent 24.8.2009 18:34
Enn hækkar Úrvalsvísitalan Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,40% í tæplega 178 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 796,24 stigum. Viðskipti innlent 24.8.2009 16:00
Heildarfjárhæð krafna í þrotabú Baugs nemur 317 milljörðum Heildarfjárhæð allra krafna í þrotabú Baugs nemur rúmlega 316,6 milljörðum króna. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Baugs hf. rann út þann 16. ágúst síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.8.2009 15:23
Deloitte annast endurskoðun á Seðlabanka Íslands Ríkisendurskoðun hefur samið við endurskoðunarfélagið Deloitte hf. um að annast ytri endurskoðun Seðlabanka Íslands á tímabilinu 2009-2011. Þá hafa Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn samið um að stofnunin annist innri endurskoðun bankans á sama tímabili. Viðskipti innlent 24.8.2009 15:15
Lítil breyting á gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,15% í dag og stendur gengisvísitalan í 237 stigum. Fremur lítil viðskipti hafa verið á gjaldeyrismarkaðinum það sem af er degi samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings. Viðskipti innlent 24.8.2009 14:57
Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002 Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun jókst kaupmáttur launa um 0,2% á milli júní og júlí. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hækkunin boði engan sérstakan viðsnúning í kaupmáttarþróuninni heldur var meginskýring hennar útsöluáhrif í verðbólgumælingu júlímánaðar. Kaupmáttur launa hefur ekki verið minni síðan í árslok 2002. Viðskipti innlent 24.8.2009 12:07
Launavísitala hefur hækkað um 2,6% undanfarið ár Launavísitala í júlí 2009 er 358 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,6%. Hagstofan greinir frá þessu í dag. Viðskipti innlent 24.8.2009 09:53
Jón Ásgeir segist hafa gert kaupmálann rétt fyrir brúðkaupið 2007 Kaupmáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, var að sögn Jóns Ásgeirs gerður í nóvember árið 2007 rétt fyrir brúðkaup þeirra hjóna. Viðskipti innlent 23.8.2009 12:08
Vill afkomutengingu afborgana frekar en niðurfellingu Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, leggur til að afborganir húsnæðislána verði tengdar afkomu lántaka í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag. Þórólfur segir ógerning að fjármagna skuldaniðurfellingar sem einhverju máli skipta og leggur þessa leið frekar til. Viðskipti innlent 23.8.2009 11:38
Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, skiluðu kaupmála til sýslumannsins í Reykjavík þann þriðja júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í vikunni, en í slíkum auglýsingum kemur ekkert fram um innihald kaupmálans. Viðskipti innlent 23.8.2009 10:55
Ólína Þorvarðardóttir: Orkuverðmæti á brunaútsölu Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir orkuverðmæti á brunaútsölu í grein sem hún ritar í vefdagbók sína í dag. Hún vísar þar til fyrirhugaðra kaupa Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku. Viðskipti innlent 22.8.2009 16:28
Hlutafjárútboð sameinaðs jarðhitafélags skilaði 21 milljarði Hlutafjárútboð kanadíska félagsins GTO Resources Inc. skilaði 21 milljarði króna. Hlutaféð var selt í tengslum við sameiningu GTO við þrjú harðhitafélög; Polaris Geothermal, Ram Power Incorporated og Western Geopower. Tvö síðarnefndu félögin eru að hluta í eigu Geysis Green Energy. Viðskipti innlent 22.8.2009 15:53
Rétt að Hagar leituðu til Kaupþings - svarar ekki um annað „Ég get staðfest að Hagar hafi leitað til Nýja Kaupþings um ákveðna þjónustu en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Viðskipti innlent 22.8.2009 15:08
Finnur Árnason: Hagar ekki í gjörgæslu Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir rangt að félagið sé gjörgæslu eins og slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Hann segir rekstur félagsins þvert á móti ganga vel. Viðskipti innlent 22.8.2009 09:38
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent