Viðskipti innlent

Mikil áhættufælni Íslendinga

Mikið lausafé er nú í íslenska fjármálakerfinu. Þetta má meðal annars sjá í nýjum gögnum Seðlabankans um innlán lánastofnana í Seðlabankanum. Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Hagsjá Landsbankans segir að innlánsvextir Seðlabankans skipti meira máli en stýrivextir um þessar mundir.

Viðskipti innlent

Hlutir í Alfesca verða innleystir

Lur Berri Iceland ehf. og stjórn Alfesca hf. hafa ákveðið að þeir hluthafar í Alfesca sem ekki samþykktu yfirtökutilboð Lur Berri Iceland og eru ekki í hópi samstarfsaðila um stjórn og rekstur Alfesca skuli sæta innlausn af hálfu Lur Berri Iceland á hlutum sínum í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti.

Viðskipti innlent

Tekjur af ferðamönnum yfir 100 milljarðar

Flest bendir til þess að ferðaþjónusta muni skila miklum tekjum í kassann á árinu þar sem erlendir ferðamenn virðast skila sér í svipuðum mæli og í fyrra. Meðaleyðsla erlendra ferðamanna eykst jafnan mikið þegar gengi krónunnar er svo lágt sem raunin er nú og má því telja líklegt að tekjur af erlendum ferðamönnum fari langt yfir 100 milljarða króna á árinu samanborið við 74 milljarða í fyrra.

Viðskipti innlent

Eignir BG Holding duga fyrir um 10% af heildarkröfum í þrotabú Baugs

Eignir BG Holding, dótturfélags Baugs á Bretlandi, duga fyrir rétt tæplega 10 prósent af heildarkröfum í þrotabú félagsins, samkvæmt verðmati PricewaterhouseCoopers á eignum BG Holding. Verðmatið var unnið fyrir skilanefnd Landsbankans snemma á þessu ári. Verðmæti helstu eigna BG Holding er samkvæmt skýrslunni 31,5 milljarðar króna en allar helstu eignir Baugs eru skráðar hjá dótturfélaginu.

Viðskipti innlent

Þorsteinn semur við Kaupþing um skuld

Nýja Kaupþing hefur stefnt Magnúsi Ármann og Kevin Stanford og krefst þess að þeir standi skil á 730 milljóna króna láni til félags í þeirra eigu. Auk þess stefndi Kaupþing Þorsteini Jónssyni, þriðja eiganda félagsins, en hann hefur að eigin sögn samið við bankann.

Viðskipti innlent

Enn mikil svartsýni meðal neytenda til efnahagsmála

Væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins hækkuðu aðeins á milli júní og júlí síðastliðins. Breytingin er óveruleg og svartsýnin enn allsráðandi hjá íslenskum neytendum. Væntingavísitala Capacent Gallup sem birt var í morgun stóð í 24,9 stigum í júlí og hækkaði um 4,0 stig frá fyrri mánuði.

Viðskipti innlent

Ísland enn á topp tíu listanum yfir dýrasta ölið

Þrátt fyrir kreppuna og gengisfall krónunnar sem eiga að hafa gert Ísland að ódýru ferðamannalandi er Ísland áfram á topp tíu listanum yfir þau lönd þar sem hálfur líter af öli er dýrastur í heiminum. Samkvæmt úttekt The Times á málinu er Ísland í 7. sæti yfir dýrasta ölið á veitingastöðum og nefnir Times verðið 864 kr. fyrir glasið.

Viðskipti innlent

Von á frekari kaupmáttaraukningu

Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA um breytingar á kjarasamningum frá 25. júní hækkuðu almennir launataxtar um 6.750-8.750 krónur í byrjun júlí. Sú hækkun, ásamt fremur lítilli verðbólgu í mánuðinum, eru lykilþættir í breytingum kaupmáttar en kaupmáttur launa jókst um 0,2% milli júní og júlí.

Viðskipti innlent

Magnús Ármann og Sigurður Bollason rannsakaðir

Viðskiptafélagarnir Magnús Ármann og Sigurður Bollason eru meðal þeirra þrjátíu einstaklinga sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Greiðslukort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir á einu ári.

Viðskipti innlent

Lítil breyting á gengi krónunnar

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,15% í dag og stendur gengisvísitalan í 237 stigum. Fremur lítil viðskipti hafa verið á gjaldeyrismarkaðinum það sem af er degi samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings.

Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002

Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun jókst kaupmáttur launa um 0,2% á milli júní og júlí. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hækkunin boði engan sérstakan viðsnúning í kaupmáttarþróuninni heldur var meginskýring hennar útsöluáhrif í verðbólgumælingu júlímánaðar. Kaupmáttur launa hefur ekki verið minni síðan í árslok 2002.

Viðskipti innlent

Vill afkomutengingu afborgana frekar en niðurfellingu

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, leggur til að afborganir húsnæðislána verði tengdar afkomu lántaka í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag. Þórólfur segir ógerning að fjármagna skuldaniðurfellingar sem einhverju máli skipta og leggur þessa leið frekar til.

Viðskipti innlent

Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála

Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, skiluðu kaupmála til sýslumannsins í Reykjavík þann þriðja júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í vikunni, en í slíkum auglýsingum kemur ekkert fram um innihald kaupmálans.

Viðskipti innlent