Viðskipti innlent

Enn hækkar Úrvalsvísitalan

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,40% í tæplega 178 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 796,24 stigum.

Bakkavör leiddi hækkanir dagsins og hækkuðu bréf félagsins um 3,88%. Century Aluminium hækkaði um 3,19%, Marel hækkaði um 2,03% og Össur hækkaði um 1,64%.

Ekkert félag lækkaði í viðskiptum dagsins.

Mjög mikil skuldabréfavelta var í dag og nam hún rétt tæplega 33 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×