Viðskipti innlent

Tekjur af ferðamönnum yfir 100 milljarðar

Flest bendir til þess að ferðaþjónusta muni skila miklum tekjum í kassann á árinu þar sem erlendir ferðamenn virðast skila sér í svipuðum mæli og í fyrra. Meðaleyðsla erlendra ferðamanna eykst jafnan mikið þegar gengi krónunnar er svo lágt sem raunin er nú og má því telja líklegt að tekjur af erlendum ferðamönnum fari langt yfir 100 milljarða króna á árinu samanborið við 74 milljarða í fyrra.

Aukning gjaldeyristekna vegna ferðamanna til landsins mun því væntanlega nema um 50 prósentum. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Kaupþings.



Ferðamenn skila sér áfram til Íslands en samdráttur í Evrópu


Hvorki heimskreppa né heimsfaraldur bíta á íslenskum ferðaiðnaði. Á sama tíma og heimskreppan stendur sem hæst og svínaflensa ríður yfir hefði ef til vill mátt búast töluverðri fækkun ferðamanna hingað til lands, í það minnsta til skamms tíma.

Ef marka má tölur Ferðamálastofu var hinsvegar einungis 1% samdráttur í komum erlendra ferðamanna til landsins á öðrum ársfjórðungi 2009. Einnig hefur fjöldi erlendra ferðamanna í júlí aldrei verið meiri frá upphafi mælinga.

Í samanburði við önnur lönd í Evrópu verður þetta að teljast nokkuð jákvæð þróun en í Evrópu drógust komur ferðamanna saman um 10% á fyrstu mánuðum ársins. Samdrátturinn var víða töluvert meiri, veikt gengi pundsins hefur haldið ferðamannaiðnaðinum á Bretlandi nokkurn veginn í horfinu og meðaltalið í heild því lagast.

Veikt gengi krónunnar um þessar mundir gerir það að verkum að erlendir ferðamenn halda áfram að skila sér í svipuðum mæli og áður þrátt fyrir heimskreppuna.



Níski túristinn skiptir um þjóðerni

Innan ferðamannaiðnaðarins á Íslandi merkja menn mikla breytingu á kauphegðun erlendra ferðamanna. Til að mynda láta ferðalangar sér ekki lengur nægja forrétti og vatnsglas, heldur fá aðalréttir og dýrar veigar að fylgja með.

Hins vegar er þveröfuga sögu að segja af Íslendingum í útlöndum. Allt þetta er jákvætt fyrir þjónustujöfnuðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×