Viðskipti innlent

Ísland enn á topp tíu listanum yfir dýrasta ölið

Þrátt fyrir kreppuna og gengisfall krónunnar sem eiga að hafa gert Ísland að ódýru ferðamannalandi er Ísland áfram á topp tíu listanum yfir þau lönd þar sem hálfur líter af öli er dýrastur í heiminum. Samkvæmt úttekt The Times á málinu er Ísland í 7. sæti yfir dýrasta ölið á veitingastöðum og nefnir Times verðið 864 kr. fyrir glasið.

Það er hinsvegar langdýrast að kaup öl á veitingastað í heiminum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hálfur lítri kostar rétt tæpar 1.500 kr. Næst á eftir koma frændur vorir Norðmenn sem verða að borga tæpar 1.300 kr. fyrir sopann. Í næstu sætum niður að Íslandi eru svo löndin Djibouti, Grænland, Guadalupe og Frakkland.

Þegar litið er á þau lönd þar sem ölið er ódýrast er Panama þar efsta á blaði. Hægt er að kaupa hálfan lítra þar í landi á rúmlega 60 kr. Næst kemur Rúanda með verð upp á tæpar 70 kr. og í löndum á borð við Burma, Bútan og Eþíópía kostar þessi sopi um eða rétt yfir 80 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×