Viðskipti innlent

Von á frekari kaupmáttaraukningu

Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA um breytingar á kjarasamningum frá 25. júní hækkuðu almennir launataxtar um 6.750-8.750 krónur í byrjun júlí. Sú hækkun, ásamt fremur lítilli verðbólgu í mánuðinum, eru lykilþættir í breytingum kaupmáttar en kaupmáttur launa jókst um 0,2% milli júní og júlí.

Greiningardeild Landsbankans spáir töluvert meiri verðbólgu í ágúst en í júlí og á því von á að kaupmáttur muni áfram eiga undir högg að sækja. Hins vegar mun síðari hluti taxtahækkunar samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA koma til framkvæmda í nóvember og má þá búast við öðru stökki í launavísitölunni.



2,5% verðbólgumarkmiði náð í byrjun næsta árs


Þá bendir flest til þess að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að dragast saman þegar líða tekur á haustið og samkvæmt spá Greiningardeildarinnar ætti verðbólga að mælast í námunda við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Slík þróun myndi viðhalda að minnsta kosti hluta kaupmáttar launahækkana sem samið var um í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×