Viðskipti innlent

Exista undrast ákvörðun kauphallarinnar

Exista undrast ákvörðun Kauphallarinnar, um opinbera áminningu og töku skuldabréfa félagsins úr viðskiptum. Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur Exista átt í samningaviðræðum við lánveitendur sína um endurskipulagningu félagsins.

Viðskipti innlent

Erlendir bankar eignast 95 prósent í Íslandsbanka

Náðst hefur samkomulag um að Íslandsbanki verði í 95 prósenta eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að niðurstaðan verði kynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Ríkið mun halda eftir fimm prósenta hlut í bankanum og fá einn mann í stjórn samkvæmt blaðinu.

Viðskipti innlent

Össur á markaði í áratug

„Þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en á sunnudag voru liðin tíu ár frá því að fyrirtækið var skráð á markað, þá Verðbréfaþing.

Viðskipti innlent

Skuldabréf gamla Landsbankans lækka eftir samkomulag

Virði skuldabréfa gamla Landsbankans hefur lækkað eftir að íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbankans og Nýi Landsbankinn skrifuðu undir samkomulag á mánudag um að tryggja að um níutíu prósent fáist upp í forgangskröfur gamla bankans. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í röðinni og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum.

Viðskipti innlent

Íhuga að stefna Logos

AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005.

Viðskipti innlent

Kauphöllin tekur fjármálagerninga Existu úr viðskiptum

Kauphöllin hefur ákveðið að taka fjármálagerninga Exista hf. úr viðskiptum þar sem Exista hf. hefur ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu.

Viðskipti innlent

Naskar ehf. verða lánveitendur á Uppsprettu.is

Töluvert af einstaklingum hefur skráð sig sem lánveitendur á vefsíðuna Uppspretta.is og nú hefur fjárfestingafélagið Naskar ehf. bæst í hópinn. Á bak við Naskar eru ellefu íslenskar athafnakonur sem ætla sér að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis á næstu árum.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 6% á þriðja ársfjórðungi

Á þriðja ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 10.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,3%.

Viðskipti innlent

Verulegur verðmunur á dekkjaskiptum

Allt að 5.000 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á jeppa með sautján tommu álfelgum (t.d. Mitsubishi Pajero), sem er 67% verðmunur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 49 þjónustuaðilum víðsvegar á landinu í gær.

Viðskipti innlent

Íslandsbanki tjáir sig ekki um orð Jón Geralds

Íslandsbanki kveðst bundinn trúnaði um samskipti við Jón Gerald Sullenberger og geti því ekki tjáð sig um þá fullyrðingu Jóns að bankinn hafi hafnað viðskiptum við lágvöruverðsverlsun hans á þeim forsendum að fyrirhuguð álagning væri of lág.

Viðskipti innlent

Skráðum íbúðum fækkaði um 85% milli ára

Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2009 var 129.824 Um áramótin 2008-2009 var fjöldi skráðra íbúða á Íslandi 129.366. Hefur því skráningum fjölgað um 458 áramótunum 2008-2009 til byrjun október 2009. Til samanburðar fjölgaði skráningum frá áramótum 2007-2008 til október 2008 um 2.896. Hlutfallslega hefur skráningum því fækkað um 85% á milli þessara tímabila.

Viðskipti innlent