Viðskipti innlent Exista undrast ákvörðun kauphallarinnar Exista undrast ákvörðun Kauphallarinnar, um opinbera áminningu og töku skuldabréfa félagsins úr viðskiptum. Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur Exista átt í samningaviðræðum við lánveitendur sína um endurskipulagningu félagsins. Viðskipti innlent 15.10.2009 08:07 Erlendir bankar eignast 95 prósent í Íslandsbanka Náðst hefur samkomulag um að Íslandsbanki verði í 95 prósenta eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að niðurstaðan verði kynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Ríkið mun halda eftir fimm prósenta hlut í bankanum og fá einn mann í stjórn samkvæmt blaðinu. Viðskipti innlent 15.10.2009 07:21 Össur á markaði í áratug „Þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en á sunnudag voru liðin tíu ár frá því að fyrirtækið var skráð á markað, þá Verðbréfaþing. Viðskipti innlent 15.10.2009 06:00 Skuldabréf gamla Landsbankans lækka eftir samkomulag Virði skuldabréfa gamla Landsbankans hefur lækkað eftir að íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbankans og Nýi Landsbankinn skrifuðu undir samkomulag á mánudag um að tryggja að um níutíu prósent fáist upp í forgangskröfur gamla bankans. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í röðinni og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum. Viðskipti innlent 15.10.2009 00:01 Íhuga að stefna Logos AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005. Viðskipti innlent 14.10.2009 18:39 Kauphöllin tekur fjármálagerninga Existu úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka fjármálagerninga Exista hf. úr viðskiptum þar sem Exista hf. hefur ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu. Viðskipti innlent 14.10.2009 17:44 Töluverð velta í skuldabréfum Töluverð velta var með skuldabréf í kauphöllinni í dag eða rúmlega 17 milljarðar kr. Hinsvegar var rólegt í hlutabréfaviðskiptunum. Viðskipti innlent 14.10.2009 16:00 Naskar ehf. verða lánveitendur á Uppsprettu.is Töluvert af einstaklingum hefur skráð sig sem lánveitendur á vefsíðuna Uppspretta.is og nú hefur fjárfestingafélagið Naskar ehf. bæst í hópinn. Á bak við Naskar eru ellefu íslenskar athafnakonur sem ætla sér að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis á næstu árum. Viðskipti innlent 14.10.2009 15:36 Hluthafafundur Atorku fjallar um nauðasamninga Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Þar verður m.a. fjallað um nauðasamninga sem framundan eru hjá félaginu. Viðskipti innlent 14.10.2009 13:42 Hagstæðari skattar fyrir nýsköpunarfyrirtæki Stjórnvöld hyggjast styðja við þróunar- og nýsköpunarfyrirtæki í landinu með hagstæðara skattaumhverfi. Í því augnamiði kynnti fjármálaráðherra frumvarp á ríkisstjórnarfundi í gær. Viðskipti innlent 14.10.2009 12:16 Vill heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum Formaður Neytendasamtakanna hvetur viðskiptaráðherra til að rýmka heimildir Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um uppskiptingu fyrirtækja sem þykja misnota markaðsráðandi stöðu. Viðskipti innlent 14.10.2009 12:13 Leigusamningum fjölgaði um 55% milli ára Í heild hefur leigusamningum fjölgað um 55% í ár m.v. árið í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði. Viðskipti innlent 14.10.2009 11:55 Afli íslenskra skipa jókst um 18,5% milli mánaða Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Viðskipti innlent 14.10.2009 09:13 Atvinnuleysi 6% á þriðja ársfjórðungi Á þriðja ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 10.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,3%. Viðskipti innlent 14.10.2009 09:09 Icesave reikningurinn verður líklega hátt í 300 milljarðar Enda þótt eignir Landsbankans, dugi fyrir öllum innistæðum af Icesave reikningunum, þurfa Íslendingar samt sem áður líklega að borga hátt í þrjú hundruð milljarða króna í vexti. Viðskipti innlent 13.10.2009 18:43 Bakkavör lækkaði um 21,2% Bakkavör lækkaði um 21,5% í kauphöllinni í dag og Icelandair lækkaði um 18,2%. Í báðum tilvikum var um viðskipti upp á ca. 1,5 milljón kr. að ræða. Viðskipti innlent 13.10.2009 16:01 FME sektar RUV og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað RUV, RARIK, Byggðastofnun og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Öllum málunum hefur lokið með sátt þar sem viðkomandi aðilar féllust á að greiða sektir sem nema á bilinu 400.000 til 800.000 kr. Viðskipti innlent 13.10.2009 15:54 Verulegur verðmunur á dekkjaskiptum Allt að 5.000 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á jeppa með sautján tommu álfelgum (t.d. Mitsubishi Pajero), sem er 67% verðmunur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 49 þjónustuaðilum víðsvegar á landinu í gær. Viðskipti innlent 13.10.2009 15:21 Össur hf. fagnar 10 ára afmæli sínu sem kauphallarfyrirtæki Össur hf. fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu sem skráð fyrirtæki í kauphöllinni á Íslandi, en fyrirtækið var tekið til viðskipta þann 11. október 1999. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 13.10.2009 15:01 Stjórn Landsvaka áfrýjar dómi vegna Peningabréfa Stjórn Landsvaka hf. ákvað á fundi sínum í dag að áfrýja dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málum er varða málefni fjárfestingarsjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK til Hæstaréttar. Viðskipti innlent 13.10.2009 13:50 Norðurál: Yfirdrifin orka til fyrir Helguvík Fyrirhugaðar orkuframkvæmdir á suðvesturlandi geta gefið allt að 1.500 MW af orku sem er nærri þrefalt meira en þarf fyrir álver í Helguvík. Viðskipti innlent 13.10.2009 13:32 Ferðaþjónusta fær 170 milljónir í markaðsátak Starfshópur sem í sátu fulltrúar Ferðamálastofu, Útflutningsráðs og Höfuðborgarstofu hefur farið yfir umsóknir um samstarfsverkefni til markaðssetningar Íslands á tímabilinu október 2009 til mars 2010. Viðskipti innlent 13.10.2009 13:18 Tilboðum tekið í ríkisvíxla fyrir tæpa 33 milljarða Alls bárust 86 gild tilboð í ríkisvíxla í flokknum RIKV 10 0215 að fjárhæð tæplega 46 milljarða kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 32.8 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 97,178 (flatir vextir 8,50%). Viðskipti innlent 13.10.2009 12:35 Alvogen Group byggir upp starfsemi á Íslandi Samheitalyfjafyrirtækið Alvogen Group ætlar að byggja upp hluta starfsemi sinnar á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Félag í eigu Róberts Wessman, fyrrum forstjóra Actavis, á ráðandi hlut í Alvogen. Viðskipti innlent 13.10.2009 12:25 Íslandsbanki tjáir sig ekki um orð Jón Geralds Íslandsbanki kveðst bundinn trúnaði um samskipti við Jón Gerald Sullenberger og geti því ekki tjáð sig um þá fullyrðingu Jóns að bankinn hafi hafnað viðskiptum við lágvöruverðsverlsun hans á þeim forsendum að fyrirhuguð álagning væri of lág. Viðskipti innlent 13.10.2009 12:11 Greining: Spáir 9% ársverðbólgu í þessum mánuði Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,5% í október. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 10,8% í 9%, enda dettur þá út úr 12 mánaða taktinum október á síðasta ári. Viðskipti innlent 13.10.2009 12:01 Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum fjölgar á ný Eftir að hafa fækkað samfellt fimm mánuði í röð fjölgaði erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu í september. Í lok september voru alls 1.717 erlendir ríkisborgarar án atvinnu sem jafngildir um 12,5% allra á atvinnuleysisskrá. Viðskipti innlent 13.10.2009 11:24 Føroya Banki hættir viðskiptum í kauphöllinni Føroya Banki hefur sagt upp aðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum kauphallarinnar. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember nk. Viðskipti innlent 13.10.2009 11:17 Skráðum íbúðum fækkaði um 85% milli ára Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2009 var 129.824 Um áramótin 2008-2009 var fjöldi skráðra íbúða á Íslandi 129.366. Hefur því skráningum fjölgað um 458 áramótunum 2008-2009 til byrjun október 2009. Til samanburðar fjölgaði skráningum frá áramótum 2007-2008 til október 2008 um 2.896. Hlutfallslega hefur skráningum því fækkað um 85% á milli þessara tímabila. Viðskipti innlent 13.10.2009 11:00 Halvorsen: Okkur er mikið í mun að hjálpa Íslandi Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs ræddi málefni Íslands m.a. í fjárlagaræðu sinni á norska Stórþinginu. Halvorsen segir að Norðmönnum sé mikið í mun að hjálpa Íslandi í þeim þrengingum sem íslenska þjóðin gengur í gegnum. Viðskipti innlent 13.10.2009 10:06 « ‹ ›
Exista undrast ákvörðun kauphallarinnar Exista undrast ákvörðun Kauphallarinnar, um opinbera áminningu og töku skuldabréfa félagsins úr viðskiptum. Frá hruni íslenska fjármálakerfisins hefur Exista átt í samningaviðræðum við lánveitendur sína um endurskipulagningu félagsins. Viðskipti innlent 15.10.2009 08:07
Erlendir bankar eignast 95 prósent í Íslandsbanka Náðst hefur samkomulag um að Íslandsbanki verði í 95 prósenta eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að niðurstaðan verði kynnt á blaðamannafundi síðar í dag. Ríkið mun halda eftir fimm prósenta hlut í bankanum og fá einn mann í stjórn samkvæmt blaðinu. Viðskipti innlent 15.10.2009 07:21
Össur á markaði í áratug „Þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en á sunnudag voru liðin tíu ár frá því að fyrirtækið var skráð á markað, þá Verðbréfaþing. Viðskipti innlent 15.10.2009 06:00
Skuldabréf gamla Landsbankans lækka eftir samkomulag Virði skuldabréfa gamla Landsbankans hefur lækkað eftir að íslensk stjórnvöld, skilanefnd Landsbankans og Nýi Landsbankinn skrifuðu undir samkomulag á mánudag um að tryggja að um níutíu prósent fáist upp í forgangskröfur gamla bankans. Kröfur vegna Icesave eru fremstar í röðinni og bera aðrir kröfuhafar minna úr býtum. Viðskipti innlent 15.10.2009 00:01
Íhuga að stefna Logos AB Capital, fyrirtæki Róberts Wessmanns og Björgólfs Thors Björgólfssonar, íhugar að setja fram hundruð milljóna króna skaðabótakröfu á hendur lögmannsstofunni LOGOS, sem meðal annars sér um þrotabú Baugs. Þetta er vegna meints klúðurs við landakaup á Spáni 2005. Viðskipti innlent 14.10.2009 18:39
Kauphöllin tekur fjármálagerninga Existu úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka fjármálagerninga Exista hf. úr viðskiptum þar sem Exista hf. hefur ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu. Viðskipti innlent 14.10.2009 17:44
Töluverð velta í skuldabréfum Töluverð velta var með skuldabréf í kauphöllinni í dag eða rúmlega 17 milljarðar kr. Hinsvegar var rólegt í hlutabréfaviðskiptunum. Viðskipti innlent 14.10.2009 16:00
Naskar ehf. verða lánveitendur á Uppsprettu.is Töluvert af einstaklingum hefur skráð sig sem lánveitendur á vefsíðuna Uppspretta.is og nú hefur fjárfestingafélagið Naskar ehf. bæst í hópinn. Á bak við Naskar eru ellefu íslenskar athafnakonur sem ætla sér að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hérlendis á næstu árum. Viðskipti innlent 14.10.2009 15:36
Hluthafafundur Atorku fjallar um nauðasamninga Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Þar verður m.a. fjallað um nauðasamninga sem framundan eru hjá félaginu. Viðskipti innlent 14.10.2009 13:42
Hagstæðari skattar fyrir nýsköpunarfyrirtæki Stjórnvöld hyggjast styðja við þróunar- og nýsköpunarfyrirtæki í landinu með hagstæðara skattaumhverfi. Í því augnamiði kynnti fjármálaráðherra frumvarp á ríkisstjórnarfundi í gær. Viðskipti innlent 14.10.2009 12:16
Vill heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum Formaður Neytendasamtakanna hvetur viðskiptaráðherra til að rýmka heimildir Samkeppniseftirlitsins til að mæla fyrir um uppskiptingu fyrirtækja sem þykja misnota markaðsráðandi stöðu. Viðskipti innlent 14.10.2009 12:13
Leigusamningum fjölgaði um 55% milli ára Í heild hefur leigusamningum fjölgað um 55% í ár m.v. árið í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði. Viðskipti innlent 14.10.2009 11:55
Afli íslenskra skipa jókst um 18,5% milli mánaða Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Viðskipti innlent 14.10.2009 09:13
Atvinnuleysi 6% á þriðja ársfjórðungi Á þriðja ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 10.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,3%. Viðskipti innlent 14.10.2009 09:09
Icesave reikningurinn verður líklega hátt í 300 milljarðar Enda þótt eignir Landsbankans, dugi fyrir öllum innistæðum af Icesave reikningunum, þurfa Íslendingar samt sem áður líklega að borga hátt í þrjú hundruð milljarða króna í vexti. Viðskipti innlent 13.10.2009 18:43
Bakkavör lækkaði um 21,2% Bakkavör lækkaði um 21,5% í kauphöllinni í dag og Icelandair lækkaði um 18,2%. Í báðum tilvikum var um viðskipti upp á ca. 1,5 milljón kr. að ræða. Viðskipti innlent 13.10.2009 16:01
FME sektar RUV og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað RUV, RARIK, Byggðastofnun og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Öllum málunum hefur lokið með sátt þar sem viðkomandi aðilar féllust á að greiða sektir sem nema á bilinu 400.000 til 800.000 kr. Viðskipti innlent 13.10.2009 15:54
Verulegur verðmunur á dekkjaskiptum Allt að 5.000 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á jeppa með sautján tommu álfelgum (t.d. Mitsubishi Pajero), sem er 67% verðmunur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 49 þjónustuaðilum víðsvegar á landinu í gær. Viðskipti innlent 13.10.2009 15:21
Össur hf. fagnar 10 ára afmæli sínu sem kauphallarfyrirtæki Össur hf. fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu sem skráð fyrirtæki í kauphöllinni á Íslandi, en fyrirtækið var tekið til viðskipta þann 11. október 1999. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 13.10.2009 15:01
Stjórn Landsvaka áfrýjar dómi vegna Peningabréfa Stjórn Landsvaka hf. ákvað á fundi sínum í dag að áfrýja dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málum er varða málefni fjárfestingarsjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK til Hæstaréttar. Viðskipti innlent 13.10.2009 13:50
Norðurál: Yfirdrifin orka til fyrir Helguvík Fyrirhugaðar orkuframkvæmdir á suðvesturlandi geta gefið allt að 1.500 MW af orku sem er nærri þrefalt meira en þarf fyrir álver í Helguvík. Viðskipti innlent 13.10.2009 13:32
Ferðaþjónusta fær 170 milljónir í markaðsátak Starfshópur sem í sátu fulltrúar Ferðamálastofu, Útflutningsráðs og Höfuðborgarstofu hefur farið yfir umsóknir um samstarfsverkefni til markaðssetningar Íslands á tímabilinu október 2009 til mars 2010. Viðskipti innlent 13.10.2009 13:18
Tilboðum tekið í ríkisvíxla fyrir tæpa 33 milljarða Alls bárust 86 gild tilboð í ríkisvíxla í flokknum RIKV 10 0215 að fjárhæð tæplega 46 milljarða kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 32.8 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 97,178 (flatir vextir 8,50%). Viðskipti innlent 13.10.2009 12:35
Alvogen Group byggir upp starfsemi á Íslandi Samheitalyfjafyrirtækið Alvogen Group ætlar að byggja upp hluta starfsemi sinnar á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Félag í eigu Róberts Wessman, fyrrum forstjóra Actavis, á ráðandi hlut í Alvogen. Viðskipti innlent 13.10.2009 12:25
Íslandsbanki tjáir sig ekki um orð Jón Geralds Íslandsbanki kveðst bundinn trúnaði um samskipti við Jón Gerald Sullenberger og geti því ekki tjáð sig um þá fullyrðingu Jóns að bankinn hafi hafnað viðskiptum við lágvöruverðsverlsun hans á þeim forsendum að fyrirhuguð álagning væri of lág. Viðskipti innlent 13.10.2009 12:11
Greining: Spáir 9% ársverðbólgu í þessum mánuði Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,5% í október. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 10,8% í 9%, enda dettur þá út úr 12 mánaða taktinum október á síðasta ári. Viðskipti innlent 13.10.2009 12:01
Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum fjölgar á ný Eftir að hafa fækkað samfellt fimm mánuði í röð fjölgaði erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu í september. Í lok september voru alls 1.717 erlendir ríkisborgarar án atvinnu sem jafngildir um 12,5% allra á atvinnuleysisskrá. Viðskipti innlent 13.10.2009 11:24
Føroya Banki hættir viðskiptum í kauphöllinni Føroya Banki hefur sagt upp aðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum kauphallarinnar. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember nk. Viðskipti innlent 13.10.2009 11:17
Skráðum íbúðum fækkaði um 85% milli ára Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2009 var 129.824 Um áramótin 2008-2009 var fjöldi skráðra íbúða á Íslandi 129.366. Hefur því skráningum fjölgað um 458 áramótunum 2008-2009 til byrjun október 2009. Til samanburðar fjölgaði skráningum frá áramótum 2007-2008 til október 2008 um 2.896. Hlutfallslega hefur skráningum því fækkað um 85% á milli þessara tímabila. Viðskipti innlent 13.10.2009 11:00
Halvorsen: Okkur er mikið í mun að hjálpa Íslandi Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs ræddi málefni Íslands m.a. í fjárlagaræðu sinni á norska Stórþinginu. Halvorsen segir að Norðmönnum sé mikið í mun að hjálpa Íslandi í þeim þrengingum sem íslenska þjóðin gengur í gegnum. Viðskipti innlent 13.10.2009 10:06