Skoðun

Ertu nú al­veg viss um að hafa læst hurðinni?

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við.

Skoðun

Sann­girni að brenna 230 milljarða króna?

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Í nýlegri grein skrifar bæjarstjórin í sveitarfélaginu Ölfus að „ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur [hafi] valdið verðmætarýrnun upp á 230 milljarða“. Máli sínu til stuðnings skoðar bæjarstjórinn breytingar á verðmæti hlutabréfa þriggja félaga á markaði frá 24. mars síðastliðinn til 15. júlí.

Skoðun

Strand­veiðar eru ekki sóun

Örn Pálsson skrifar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni.

Skoðun

SFS skuldar

Sigurjón Þórðarson skrifar

Framkvæmdastjóri SFS setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn í grein þar sem hún mælir gegn því að rýmka til fyrir takmörkuðum strandveiðum.

Skoðun

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?

Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar.

Skoðun

Á­form um fleiri strandveiðidaga: Á­hættu­söm á­kvörðun

Svanur Guðmundsson skrifar

Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast.

Skoðun

Í nafni „sann­girni“ brenndi ríkis­stjórn 230 milljörðum – líf­eyrir lands­manna fór á bálið

Elliði Vignisson skrifar

Á forsendum sanngirni hefur ríkisstjórn okkar Íslendinga nú valdið skaða fyrir skráð sjávarútvegsfyrirtæki upp á 74 milljarða með samþykkt nýrra laga um skatta á sjávarútveg. Heimfært á sjávarútveginn allan hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur valdið verðmætarýrnun upp á 230 milljarða. Allt í nafni sanngirni.

Skoðun

Flug­nám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykja­víkur­flug­vallar í flugnámi

Matthías Arngrímsson skrifar

Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum.

Skoðun

Slítum stjórn­mála­sam­bandi við Ísrael!

Ólafur Ingólfsson skrifar

Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði.

Skoðun

Aukið við sóun með ein­hverjum ráðum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.

Skoðun

Kæru val­kyrjur, hatrið sigraði lík­lega í þetta skiptið

Arnar Laxdal skrifar

Ég skil ekki hækkun á veiðigjöldum, sem eru óréttmæt og skaðleg. Þessi sérstaki skattur á sjávarútveginn, sem er grunnstoð í okkar samfélagi, er ekki aðeins rangur heldur einnig hættulegur fyrir framtíð okkar. Það er ótrúlegt að sjá hvernig veruleikafirring hefur leitt til þess að sjávarútvegurinn, sem er fjölbreytt og mikilvæg atvinnugrein, er settur í stórhættu.

Skoðun

Vönduð vinnu­brögð - alltaf!

Jóna Bjarnadóttir skrifar

Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag.

Skoðun

Ríkis­stjórnin stóð af sér á­hlaup sérhagsmuna

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur.

Skoðun

Stjórn­mál sem virka og lýð­ræði sem kemst ekki fyrir í um­slagi

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrsta þinginu eftir hrein stjórnarskipti undir lok síðasta árs lauk á mánudag. Það byrjaði mun seinna en vani er fyrir en stóð á endanum líka um mánuði lengur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði fram afar metnaðarfulla stefnuyfirlýsingu og þingmálaskrá sem endurspeglaði að þrír flokkar breytinga og verka voru teknir við af kyrrstöðustjórn gömlu valdaflokkanna.

Skoðun

Tvö­föld bið eftir geisla­með­ferð er of löng

Katrín Sigurðardóttir skrifar

Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir.

Skoðun

Fröken þjóðar­morð: Þér er ekki boðið!

Linda Ósk Árnadóttir og Yousef Ingi Tamimi skrifa

Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo?

Skoðun

Linsa Lífsins

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Eitt af sérstöku atriðum við að verða eldri sem ég er að upplifa, er að maður fer að sjá líf sitt og áskoranir sem urðu og þær sem koma frá fleiri en einu sjónarhorni.

Skoðun

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?

Viðar Halldórsson skrifar

Vonbrigði með árangur kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem tapaði öllum leikjum sínum á nýloknum Evrópmóti, eru mikil. Sérstaklega fyrir leikmenn og þjálfarateymi liðsins sem ætluðu sér að sýna mun betri frammistöðu og ná betri úrslitum en raun bar vitni.

Skoðun

Netöryggi til fram­tíðar

Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Netöryggi er ekki lengur valkostur heldur lykilþáttur í öryggi íslensks samfélags. Hér á landi eru margar grundvallarþjónustur háðar virkni upplýsinga- og fjarskiptakerfa, og öflugt netöryggi er því nauðsynlegt fyrir stöðugleika og virkni samfélagsins.

Skoðun

Aftur á byrjunar­reit

Hörður Arnarson skrifar

Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit.

Skoðun

Norður­landa­met í fúski!

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda

Skoðun

Ursula von der Leyen styður þjóðar­morð!

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins er boðið til Íslands meðan þjóðarmorð stendur á Gaza. Hún hefur lýst því yfir að Ísrael fylgi sömu gildum og Evrópa, hún segir frelsi Ísraels vera frelsi Evrópu og hún segir að Ísrael sé að verja sig. Ursula styður þjóðarmorðið.

Skoðun

Hvert er mark­mið fulltrúalýðræðis?

Hlynur Orri Stefánsson og Vilhjálmur Árnason skrifa

Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða.

Skoðun

Ég vona að þú gleymir mér ekki

Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

"Ég vona að þú gleymir mér ekki" eru skilaboð sem ég fæ á hverjum degi frá tugum fjölskyldna á Gaza sem ég er í sambandi við. Neyð fólks á Gaza eykst með degi hverjum og vestrænar þjóðir hafa staðið að fullu aðgerðalausar hjá á meðan murkað er lífið úr börnum Gaza með sprengjum, byssum og herkví.

Skoðun