Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar 16. desember 2025 10:32 Við þurfum göng ( fyrir nokkur hundruð manns) , við þurfum samgöngubætur ( fyrir mjög marga, eiginlega alla á Íslandi, loka þarf samgönguglufum), við þurfum betra loftslag (fyrir alla í heiminum), við þurfum að vera góð við flóttamenn (alla í heiminum) og við þurfum betra heilbrigðiskerfi ( á Íslandi, fyrir þá sem búa á Íslandi og hætta að brjóta mannréttindi á sjúklingum á bráðamóttöku, loka þarf mannréttindaglufum). Það eru forréttindi að vera Íslendingur og trúa því að við getum gert þetta allt. En er það raunhæft? Eða þurfum við kannski að forgangsraða? Og þá hvernig? Hvernig viljum við Íslendingar forgangsraða? Viljum við gott heilbrigðiskerfi fyrir okkur sjálf þar sem mannréttindi eru virt? Viljum við tryggja landsmönnum tryggar samgöngur um landið allan ársins hring? Eða er mögulega mikilvægara að huga að loftlagsmálum sem eru ekki vel skilgreind og torskilin? Eða eigum við að beina kröftum okkar að því að bjarga sem flestum flóttamönnum frá ánauð þeirra eigin yfirvalda? Við vorum í fortíðinni oft smá og fá. En áttum stórhuga einstaklinga sem vildu veg Íslands sem mestan. Nægir að nefna Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson af seinni tíma mönnum sem börðust fyrir sjálfstæði og framförum Íslendingum til handa. En hvað höfum við nú? Umræðu um afsal okkar fullveldis? Inngöngu í ríkjasamband ríkja sem virðast ekki vita hvert þau stefna? Við eyðum tugum ef ekki hundruðum milljóna í að elta þennan flokk í loftlags og flóttamannamálum. Er ekki bara komið að því að gæta hófsemi og varúðar í þessum málaflokkum og taka þess í stað vel til í heilbrigðismálum þjóðarinnar? Eins og þjóðin hefur áður sýnt að hún hefur ríkan vilja til. Og næst einhendum við okkur í samgöngumálin. Eða eins og þeir Cato gamli og Þórður Snær Júlíusson þreytast ekki á að segja okkur: „Carthago delenda est“ og „glufum verður að loka“. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum göng ( fyrir nokkur hundruð manns) , við þurfum samgöngubætur ( fyrir mjög marga, eiginlega alla á Íslandi, loka þarf samgönguglufum), við þurfum betra loftslag (fyrir alla í heiminum), við þurfum að vera góð við flóttamenn (alla í heiminum) og við þurfum betra heilbrigðiskerfi ( á Íslandi, fyrir þá sem búa á Íslandi og hætta að brjóta mannréttindi á sjúklingum á bráðamóttöku, loka þarf mannréttindaglufum). Það eru forréttindi að vera Íslendingur og trúa því að við getum gert þetta allt. En er það raunhæft? Eða þurfum við kannski að forgangsraða? Og þá hvernig? Hvernig viljum við Íslendingar forgangsraða? Viljum við gott heilbrigðiskerfi fyrir okkur sjálf þar sem mannréttindi eru virt? Viljum við tryggja landsmönnum tryggar samgöngur um landið allan ársins hring? Eða er mögulega mikilvægara að huga að loftlagsmálum sem eru ekki vel skilgreind og torskilin? Eða eigum við að beina kröftum okkar að því að bjarga sem flestum flóttamönnum frá ánauð þeirra eigin yfirvalda? Við vorum í fortíðinni oft smá og fá. En áttum stórhuga einstaklinga sem vildu veg Íslands sem mestan. Nægir að nefna Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson af seinni tíma mönnum sem börðust fyrir sjálfstæði og framförum Íslendingum til handa. En hvað höfum við nú? Umræðu um afsal okkar fullveldis? Inngöngu í ríkjasamband ríkja sem virðast ekki vita hvert þau stefna? Við eyðum tugum ef ekki hundruðum milljóna í að elta þennan flokk í loftlags og flóttamannamálum. Er ekki bara komið að því að gæta hófsemi og varúðar í þessum málaflokkum og taka þess í stað vel til í heilbrigðismálum þjóðarinnar? Eins og þjóðin hefur áður sýnt að hún hefur ríkan vilja til. Og næst einhendum við okkur í samgöngumálin. Eða eins og þeir Cato gamli og Þórður Snær Júlíusson þreytast ekki á að segja okkur: „Carthago delenda est“ og „glufum verður að loka“. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar