Skoðun

Sögulærdómur

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Auðvelt er að gleyma því í gleði jóla­hátíðarinnar og aðdraganda áramóta að í heiminum eru í dag uppi aðstæður sem ekki er að finna hliðstæðu við nema að leita áratugi aftur í tímann.

Fastir pennar

Af íþróttaafrekum kvenna og karla

Dóra Magnúsdóttir skrifar

Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin.

Skoðun

Afskorin jól?

Þórir Stephensen skrifar

Það er yndislegt að fá blómvönd að gjöf. Fegurð hans auðgar heimili okkar, ilmur blómanna breytir andrúmsloftinu. Hvort tveggja skapar gleði og þakklæti. Gefendurnir eignast hlýjan reit við hjartarætur okkar. Við erum rík að eiga slíka vini.

Skoðun

Starfsmaður ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Ákvörðunin að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi þessi jólin var skemmtileg. Þangað fór ég einu sinni með krökkunum og gekk svo margoft framhjá og sá aðra eiga góða stund. Starfsfólkið við svellið var afar almennilegt og tók vinnu sína alvarlega, hvort sem var á opnunartíma eða eftir lokun.

Bakþankar

Dýravelferð um áramót

Þóra Jóhanna Jónsdóttir skrifar

Áramótin nálgast óðfluga með öllum sínum hefðum og gleðskap og þá er nauðsynlegt að minna sérstaklega á dýrin sem eru víða stór hluti af okkar samfélagi. Það er gamall siður að skjóta upp flugeldum um áramótin og er það gott og blessað.

Skoðun

Þetta verður allt í lagi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Á meðan sumir stóðu í biðröð til þess að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina nenntu aðrir ekkert að pæla í henni. Svo er það þriðji hópurinn. „Ég hef ekki séð eina einustu Star Wars–mynd,“ segja þau stolt eins og um mikið afrek sé að ræða.

Bakþankar

Fokið á ís á tóman maga

Magnús Guðmundsson skrifar

Gleðilega hátíð kæru landsmenn nær og fjær. Þess er að sönnu óskandi að sem allra flestir hafî notið síðustu daga sem allra best.

Fastir pennar

Grýla

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Af einhverjum ástæðum er Grýla mér hugstæð nú um þessar mundir. Kannski er það árstíminn. Ég rek út nefið seint um kvöld – út í myrkrið og kuldann – og ég skynja nærveru hennar þarna úti einhvers staðar

Fastir pennar

100 ár

Árni Páll Árnason skrifar

Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt

Skoðun

Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar

Bridget Ýr McEvoy og Böðvar Jónsson skrifar

Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa.

Skoðun

Einmanaleiki og einangrun er versti óvinur ellinnar

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum.

Skoðun

Að skreyta sig með þýfi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Talið er að yfir 100.000 listaverk sem nasistar stálu af gyðingum og öðrum séu enn í röngum höndum þótt 70 ár séu liðin frá stríðslokum 1945. Fimm þessara verka náðu heimsathygli fyrir fáeinum árum

Fastir pennar

Verið óhrædd

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Í kvöld höldum við flest öll jól, af ólíkum ástæðum. Hvort heldur sem er vegna fæðingar frelsarans eða þeirra tímamóta að daginn tekur að lengja aftur, myrkrið hverfur og við sjáum fram á bjartari tíð með blóm í haga. Nú eða hvaða öðrum ástæðum sem er.

Fastir pennar

Afmæli Frelsarans

Hugleikur Dagsson skrifar

Segjum sem svo að Jesús myndi loksins mæta í afmælið sitt, þessi jól. Hvað myndi hann segja? Eða hvað myndum við segja við hann? - Hey, Jesús. Hérna, ekki vera reiður. En skólabörn eru hætt að syngja lög um þig í desember.

Bakþankar

Hugvekja um markaðsmál á jólum

Þóranna K. Jónsdóttir skrifar

Síðastliðnar vikur og mánuði hef ég velt fyrir mér hvort maður geti verið bæði andstæður neysluhyggju en jafnframt verið í markaðsmálum.

Skoðun

Um þungunarrof og mannréttindi - Svar við pistli Jakobs Inga Jakobssonar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Þann 17. desember síðastliðinn ritaði Jakob Ingi Jakobsson pistil þess efnis að lagabreytinga væri þörf til þess að veita körlum rétt á því að neita konum sem þeir hafa barnað "[...] við það sem við köllum "eðlilegar“ aðstæður!“ um að fara í þungunarrof (fóstureyðingu).

Skoðun

Klikkhaus á kaffihúsi

Ingólfur Sigurðsson skrifar

Á árinu hefur samfélagið breyst. Við erum orðin meira afslöppuð, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum.

Skoðun

Andi jólanna?

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Látnir voru lausir í gær fjórir menn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl hingað til lands. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni og væntan­lega til marks um að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin.

Fastir pennar

Njóta

María Elísabet Bragadóttir skrifar

Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð.

Bakþankar

Á að sameina RÚV og Stöð 2?

Ögmundur Jónasson skrifar

Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina?

Skoðun

Náttúruminjasafn Íslands – hvert stefnir?

Hilmar J. Malmquist skrifar

Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“.

Skoðun

Veröld a la Arnarnes

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eitt hádegishléið ætlaði ég að fara að rífa í mig samloku á torgi í Malaga þegar geitungur mikill kemur aðvífandi og ætlaði að deila henni með mér. Varð ég reiður mjög og lamdi til þess röndótta en án árangurs.

Bakþankar