Jólahugvekja: Er yður í dag frelsari fæddur? Guðbjörn Jónsson skrifar 26. desember 2015 14:37 Ég tel mig vera kristinnar trúar en er samt ekki fyllilega sáttur við hvernig kennimeistarar kristninnar halda á þeim kennisetningum sem fæðing og lífsganga Jesú Krists var í raun, samkvæmt hinum þekktu heimildum. Fæðing Jesú var ákveðið upphafstákn eflingar Guðs á kærleiksorku meðal manna. Í sjálfu sér getur talist eðlilegt fyrstu árin að hafa áherslu á fæðingu eða upphaf tiltekinna viðhorfa en að mínu mati er fullkomlega óeðlilegt, miðað við eðli og tilgang fæðingar Jesú, að á fæðingarhátíð hans sé í aldaraðir einungis endurtekin sagan af fæðingu hans en í engu minnst á þau mikilvægu málefni sem voru grundvöllur jarðvistarsögu Jesú Krists. Það athyglisverða við frásögn Biblíunnar af þessum merka manni, Jesú Kristi, er að lítið er getið um uppvöxt hans, hvernig hann sem barn og unglingur tókst á við vaxandi vitsmuni og þroska. Óljósar heimildir eru í trúarbókinni um samspilið milli barnsins og hinna háþroskuðu vitsmuna og hugarorku sem hann hafði aðgang að. Um þessi atriði er ekkert fjallað í kenningum kristindómsins. En opinberun á þeirri baráttu sem Jesú mun hafa átt í á æskuárum sínum væri líkleg til að opna meira hugi barna og ungmenna fyrir þeim lífsgildum og lífsviðhorfum sem mótuðu þann einstakling sem síðar varð mikill kennimaður. Af Biblíunni gæti maður haldið að Jesú hefði ekkert þurft að mennta sig til að öðlast þann jarðneska þroska sem hann sýndi í boðskap sínum og kenningum. Hið raunverulega er hins vegar að til þess að geta túlkað orku alheimsins inn í lífsumhverfi manna, þarf að öðlast djúpstæða reynslu og þekkingu á mannlífinu með öllum sínum kostum og göllum sem því fylgja. Þessa reynslu hlaut Jesú undir leiðsögn mikilvirkra fræðimanna þess tíma. Heimildir munu vera til um þá lærdómsvist þó þeirrar kennslu sé ekki getið í Biblíunni. Hann hvarf því úr sjónmáli ættingja og vina um nokkurra ára skeið meðan hann sótti sér fræðslu og reynslu er nýtast mundi honum þegar hans tími væri kominn að stíga fram og tala við fólkið um þau lífsgildi sem hann var kominn til að kenna. En þá, líkt og nú, er ekki að öllu leyti hægt að kenna öll viðbrögð fólksins við þeim fræðum eða viðhorfum sem sett eru fram. Síðasti hluti þroskans fer því fram í beinum átökum við náttúrlegar aðstæður, þar sem reynt er á þolgæði staðfestu og tilsvör gagnvart afvegaleiðingu samtímafólks. Sjaldnast er það svo að fólk afvegaleiði af ásetningi. Algengast mun vera að fólk tengi ekki við djúpvitund þekkingar sinnar, þær upplýsingar sem það fær. Það grípi sérhverja framsetningu með yfirborðsvitund og geri hana að sínu, vegna þess að einhver sem viðkomandi hefur ásett sér að trúa á, hafi sett skoðunina fram. Með slíku verður ekki til nein varanleg þekking á viðfangsefninu hjá viðkomandi einstakling. Hann fær því ekki aðgang að orkubrunni alheimsvitundar til að miðla slíkri þekkingu til annarra, því skoðanir sem teknar eru frá öðrum, án ígrundunar í eigin undirvitund, fá engan þekkingarhljóm í frásögn. Í Biblíunni segir frá einni stærstu reynsluþolraun sem Jesú gekkst undir, er hann fór matarlaus og allslaus út í auðnina til að dvelja þar í 40 sólarhringa. Tilgangurinn var að læra að lifa af því sem aðstæðurnar leggðu honum til og beita hyggjuviti sínu til að afla sér lífsviðurværis fyrir líkamann og kanna þolmörk staðfestunnar við þá lífsskoðun sem hann ætlaði að fara að boða. Líkt og ástatt er um okkur flest, í hinu daglega lífi okkar, mæta okkur allskonar freistingar á hverjum degi, sem flestum okkar gengur misjafnlega að fást við eða standast. Vegna þess mikla fjölda freistinga sem okkur mæta á degi hverjum, verðum við ekki beinlínis vör við, að við hverja freistingu sem við stöndumst, fáum við örlítið aukna lífsorku. En hver freisting sem við stöndumst, kallar einnig á það að næsta freisting verður örlítið erfiðari (prófið þyngra) uns ætluðu þroskastigi er ná. En verðlaunin eru líka meiri ef prófinu er náð. Þannig gekk þetta líka fyrir sig í 40 sólarhringa dvöl Jesú í auðninni. Freistarinn (á þeim tíma kallaður Satan) en er í raun hver og einn sem reynir að tæla fólk til að víkja frá kærleiksríkum lífsgildum sínum. Þegar Jesú var að ná lokatakmarkinu, gerði Satan (Freistarinn) lokatilraun til að lokka Jesú frá áformum sínum, með því að bjóða honum Öll heimsins gæði ef hann félli fram og tilbæði sig. Athyglisvert gæti verið fyrir hvern og einn að staldra við þessa freistingu og hugleiða hve margir ganga á svig við grundvallargildi kærleikans til að öðlast einhver lífsgæði, sem jafnvel einungis spilla sálarró í stað þess að efla hana? Hægt væri að fjalla á margvíslegan máta um allt það sem Jesú sagði við fólkið á þeim stutta tíma sem hann flutti kenningar sínar um kærleika og frið meðal manna. Eitt vil ég þó að komi fram hér í lokin. Það er ein mikilvægasta framsetning Biblíunnar á frásögnum af Jesú, sem er sú að allar hans kenningar og öll hans fræðsla fór fram í dæmisögum úr daglegu lífi fólksins á þeim tíma sem hann var að fjalla um. Hvað táknar þetta? Það táknar það að hann kenndi fólkinu að skilja mikilvægi lífsviðhorfa um kærleika og frið, með því að taka dæmisögur úr aðstæðum sem gátu verið í daglegu lífi áheyrenda hans. Hann sagði þeim ekki frá fæðingu sinni og viðbrögðum við henni, heldur tók líkingamál úr lífi fólksins, til að efla skilning þess. Eitt þeirra tilsvara sem Jesú gaf til lýðsins er svar hans til fjöldans sem vildi grýta konu til dauða vegna þess að hún hafi verið sökuð um hórdóm. Fólkið vildi að Jesú staðfesti þessa trúarlegu hegningu fyrir slíku broti. Viðhorf hans var byggt á kenningunni - Dæmið eigi svo þér verðið eigi dæmdir - Hann gerði úr stöðunni einskonar sjálfsskoðunar athöfn fyrir fólkið. Búið var að fella dóminn yfir konunni og spenna varð því hjá fólkinu hvort Jesú mundi ganga gegn trúarlegum dómi klerkanna. Af mikilli visku sneiddi Jesú hjá því að efna til ófriðar gegn klerkaveldinu með einstöku svari sínu, sem var: - Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. - Engum steini var kastað og fólkið tíndist í burtu. Af viðbrögðum fólksins við framangreindu svari Jesú við spursmáli þess má ætla að enginn viðstaddra hafi talið sig vera syndlausan. Allir virðast því hafa verið í góðu sambandi við réttlætisviðhorf undirvitundar sinnar, því þó þeir hefðu, smitaðir af múgæsing ætlað að grýta konuna, fann enginn sig svo syndlausan að hann gæti kastað fyrsta steininum. Hér hefur verið drepið á fáeina þætti úr lífshlaupi og boðskap Jesú, sem vegna ástands í þjóðfélagi okkar hefði verið mikilvægara að tala um á meintum fæðingardegi hans en stöðugum endurtekningum á sömu sögunni, ár eftir ár, sem öllum er kunn sem aðhyllast kristna trú. Í þjóðfélagi okkar í dag er svo yfirgengilegur óheiðarleiki í orðum, ritum og verkum að engin leið er fyrir fólk, sem ekki er í traustu sambandi við kærleiks- og heiðarleikaskynjun undirvitundar sinnar, að gera sér grein fyrir öllum þeim sora sem yfir það flæðir. Hverfandi fáir virðast eiga til, þó ekki væri nema brot af þeirri staðfestu sem Jesú sýndi í 40 sólarhringa útlegð sinni í óbyggðunum. Á þessa staðreynd væri mikilvægara að benda en endurtekningu fæðingarsögunnar. Og í sambandi við dæmisöguna um - Sá yðar sem syndlaus er - má vísa til þess virðingarleysis sem stjórnendur- fyrirtækja og stjórnkerfis landsins, bera fyrir lögum og réttum eða eðlilegum leikreglum. Slíkt gerir alla löggjöf óáreiðanlega og þegar við það bætist að dómstólar dæma iðulega á allt annan veg en lög segja fyrir um, er öryggisleysi borgaranna næsta algjört. Ekki verður betur séð en í okkar þjóðfélagi í dag, hefðu nánast ALLIR strax kastað fyrsta steininum í konuna og án iðrunar snúið sér að næsta upphlaupsmáli með stein í hendi. Já, er ekki áríðandi verk að vinna fyrir þá þegna landsins sem tekið hafa að sér að kynna landsmönnum þau gildi sem felast í kristindómnum? Hvað mundi Jesú gera ef hann væri hér á meðal okkar í dag með þá viðleitni að breiða út boðskap um kærleika, heiðarleika og frið? Veltum því aðeins fyrir okkur. Guðbjörn Jónsson, fyrrv. ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera kristinnar trúar en er samt ekki fyllilega sáttur við hvernig kennimeistarar kristninnar halda á þeim kennisetningum sem fæðing og lífsganga Jesú Krists var í raun, samkvæmt hinum þekktu heimildum. Fæðing Jesú var ákveðið upphafstákn eflingar Guðs á kærleiksorku meðal manna. Í sjálfu sér getur talist eðlilegt fyrstu árin að hafa áherslu á fæðingu eða upphaf tiltekinna viðhorfa en að mínu mati er fullkomlega óeðlilegt, miðað við eðli og tilgang fæðingar Jesú, að á fæðingarhátíð hans sé í aldaraðir einungis endurtekin sagan af fæðingu hans en í engu minnst á þau mikilvægu málefni sem voru grundvöllur jarðvistarsögu Jesú Krists. Það athyglisverða við frásögn Biblíunnar af þessum merka manni, Jesú Kristi, er að lítið er getið um uppvöxt hans, hvernig hann sem barn og unglingur tókst á við vaxandi vitsmuni og þroska. Óljósar heimildir eru í trúarbókinni um samspilið milli barnsins og hinna háþroskuðu vitsmuna og hugarorku sem hann hafði aðgang að. Um þessi atriði er ekkert fjallað í kenningum kristindómsins. En opinberun á þeirri baráttu sem Jesú mun hafa átt í á æskuárum sínum væri líkleg til að opna meira hugi barna og ungmenna fyrir þeim lífsgildum og lífsviðhorfum sem mótuðu þann einstakling sem síðar varð mikill kennimaður. Af Biblíunni gæti maður haldið að Jesú hefði ekkert þurft að mennta sig til að öðlast þann jarðneska þroska sem hann sýndi í boðskap sínum og kenningum. Hið raunverulega er hins vegar að til þess að geta túlkað orku alheimsins inn í lífsumhverfi manna, þarf að öðlast djúpstæða reynslu og þekkingu á mannlífinu með öllum sínum kostum og göllum sem því fylgja. Þessa reynslu hlaut Jesú undir leiðsögn mikilvirkra fræðimanna þess tíma. Heimildir munu vera til um þá lærdómsvist þó þeirrar kennslu sé ekki getið í Biblíunni. Hann hvarf því úr sjónmáli ættingja og vina um nokkurra ára skeið meðan hann sótti sér fræðslu og reynslu er nýtast mundi honum þegar hans tími væri kominn að stíga fram og tala við fólkið um þau lífsgildi sem hann var kominn til að kenna. En þá, líkt og nú, er ekki að öllu leyti hægt að kenna öll viðbrögð fólksins við þeim fræðum eða viðhorfum sem sett eru fram. Síðasti hluti þroskans fer því fram í beinum átökum við náttúrlegar aðstæður, þar sem reynt er á þolgæði staðfestu og tilsvör gagnvart afvegaleiðingu samtímafólks. Sjaldnast er það svo að fólk afvegaleiði af ásetningi. Algengast mun vera að fólk tengi ekki við djúpvitund þekkingar sinnar, þær upplýsingar sem það fær. Það grípi sérhverja framsetningu með yfirborðsvitund og geri hana að sínu, vegna þess að einhver sem viðkomandi hefur ásett sér að trúa á, hafi sett skoðunina fram. Með slíku verður ekki til nein varanleg þekking á viðfangsefninu hjá viðkomandi einstakling. Hann fær því ekki aðgang að orkubrunni alheimsvitundar til að miðla slíkri þekkingu til annarra, því skoðanir sem teknar eru frá öðrum, án ígrundunar í eigin undirvitund, fá engan þekkingarhljóm í frásögn. Í Biblíunni segir frá einni stærstu reynsluþolraun sem Jesú gekkst undir, er hann fór matarlaus og allslaus út í auðnina til að dvelja þar í 40 sólarhringa. Tilgangurinn var að læra að lifa af því sem aðstæðurnar leggðu honum til og beita hyggjuviti sínu til að afla sér lífsviðurværis fyrir líkamann og kanna þolmörk staðfestunnar við þá lífsskoðun sem hann ætlaði að fara að boða. Líkt og ástatt er um okkur flest, í hinu daglega lífi okkar, mæta okkur allskonar freistingar á hverjum degi, sem flestum okkar gengur misjafnlega að fást við eða standast. Vegna þess mikla fjölda freistinga sem okkur mæta á degi hverjum, verðum við ekki beinlínis vör við, að við hverja freistingu sem við stöndumst, fáum við örlítið aukna lífsorku. En hver freisting sem við stöndumst, kallar einnig á það að næsta freisting verður örlítið erfiðari (prófið þyngra) uns ætluðu þroskastigi er ná. En verðlaunin eru líka meiri ef prófinu er náð. Þannig gekk þetta líka fyrir sig í 40 sólarhringa dvöl Jesú í auðninni. Freistarinn (á þeim tíma kallaður Satan) en er í raun hver og einn sem reynir að tæla fólk til að víkja frá kærleiksríkum lífsgildum sínum. Þegar Jesú var að ná lokatakmarkinu, gerði Satan (Freistarinn) lokatilraun til að lokka Jesú frá áformum sínum, með því að bjóða honum Öll heimsins gæði ef hann félli fram og tilbæði sig. Athyglisvert gæti verið fyrir hvern og einn að staldra við þessa freistingu og hugleiða hve margir ganga á svig við grundvallargildi kærleikans til að öðlast einhver lífsgæði, sem jafnvel einungis spilla sálarró í stað þess að efla hana? Hægt væri að fjalla á margvíslegan máta um allt það sem Jesú sagði við fólkið á þeim stutta tíma sem hann flutti kenningar sínar um kærleika og frið meðal manna. Eitt vil ég þó að komi fram hér í lokin. Það er ein mikilvægasta framsetning Biblíunnar á frásögnum af Jesú, sem er sú að allar hans kenningar og öll hans fræðsla fór fram í dæmisögum úr daglegu lífi fólksins á þeim tíma sem hann var að fjalla um. Hvað táknar þetta? Það táknar það að hann kenndi fólkinu að skilja mikilvægi lífsviðhorfa um kærleika og frið, með því að taka dæmisögur úr aðstæðum sem gátu verið í daglegu lífi áheyrenda hans. Hann sagði þeim ekki frá fæðingu sinni og viðbrögðum við henni, heldur tók líkingamál úr lífi fólksins, til að efla skilning þess. Eitt þeirra tilsvara sem Jesú gaf til lýðsins er svar hans til fjöldans sem vildi grýta konu til dauða vegna þess að hún hafi verið sökuð um hórdóm. Fólkið vildi að Jesú staðfesti þessa trúarlegu hegningu fyrir slíku broti. Viðhorf hans var byggt á kenningunni - Dæmið eigi svo þér verðið eigi dæmdir - Hann gerði úr stöðunni einskonar sjálfsskoðunar athöfn fyrir fólkið. Búið var að fella dóminn yfir konunni og spenna varð því hjá fólkinu hvort Jesú mundi ganga gegn trúarlegum dómi klerkanna. Af mikilli visku sneiddi Jesú hjá því að efna til ófriðar gegn klerkaveldinu með einstöku svari sínu, sem var: - Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. - Engum steini var kastað og fólkið tíndist í burtu. Af viðbrögðum fólksins við framangreindu svari Jesú við spursmáli þess má ætla að enginn viðstaddra hafi talið sig vera syndlausan. Allir virðast því hafa verið í góðu sambandi við réttlætisviðhorf undirvitundar sinnar, því þó þeir hefðu, smitaðir af múgæsing ætlað að grýta konuna, fann enginn sig svo syndlausan að hann gæti kastað fyrsta steininum. Hér hefur verið drepið á fáeina þætti úr lífshlaupi og boðskap Jesú, sem vegna ástands í þjóðfélagi okkar hefði verið mikilvægara að tala um á meintum fæðingardegi hans en stöðugum endurtekningum á sömu sögunni, ár eftir ár, sem öllum er kunn sem aðhyllast kristna trú. Í þjóðfélagi okkar í dag er svo yfirgengilegur óheiðarleiki í orðum, ritum og verkum að engin leið er fyrir fólk, sem ekki er í traustu sambandi við kærleiks- og heiðarleikaskynjun undirvitundar sinnar, að gera sér grein fyrir öllum þeim sora sem yfir það flæðir. Hverfandi fáir virðast eiga til, þó ekki væri nema brot af þeirri staðfestu sem Jesú sýndi í 40 sólarhringa útlegð sinni í óbyggðunum. Á þessa staðreynd væri mikilvægara að benda en endurtekningu fæðingarsögunnar. Og í sambandi við dæmisöguna um - Sá yðar sem syndlaus er - má vísa til þess virðingarleysis sem stjórnendur- fyrirtækja og stjórnkerfis landsins, bera fyrir lögum og réttum eða eðlilegum leikreglum. Slíkt gerir alla löggjöf óáreiðanlega og þegar við það bætist að dómstólar dæma iðulega á allt annan veg en lög segja fyrir um, er öryggisleysi borgaranna næsta algjört. Ekki verður betur séð en í okkar þjóðfélagi í dag, hefðu nánast ALLIR strax kastað fyrsta steininum í konuna og án iðrunar snúið sér að næsta upphlaupsmáli með stein í hendi. Já, er ekki áríðandi verk að vinna fyrir þá þegna landsins sem tekið hafa að sér að kynna landsmönnum þau gildi sem felast í kristindómnum? Hvað mundi Jesú gera ef hann væri hér á meðal okkar í dag með þá viðleitni að breiða út boðskap um kærleika, heiðarleika og frið? Veltum því aðeins fyrir okkur. Guðbjörn Jónsson, fyrrv. ráðgjafi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar