Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar Bridget Ýr McEvoy og Böðvar Jónsson skrifar 24. desember 2015 15:37 Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“. Á þessum árum var séra Matthías heillaður af algengum heimspekiviðhorfum þeirra tíma. Hann hafði mikinn áhuga á kenningum únítara, spíritista sem og fleiri kenningum en samhliða því var hann einlægur í sinni kristnu trú. Í bók Þórunnar Valdimarsdóttur „Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumssonar“ segir hún um Matthías: „Hann fékk þjóðina til að íhuga trúarbrögð, skáldskap annarra þjóða og bókmenntir og sögu Íslands; lagði áherslu á frelsi, framfarir, gleði, víðsýni, samúð, samstöðu, þolgæði gagnvart dauðanum - og trú“. (bls 520). Það var þessi víðsýni sem varð til þess að Matthías deildi með öðrum leit sinni að uppsprettu friðar og trúar. Í áðurnefndri aðfangadagsgrein áræðir hann að koma með nýja sýn og óvenjulegt efni, þegar hann vísar til messíasar Persa, „síðasta friðarboðans“ úr austri: Jeg vil ... minna með fáeinum dráttum á tvo hina síðustu friðarboða, sem báðir hafa á vorum dögum hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap englanna, en fáir viljað heyra. Annar þessara spámanna var Leo Tolstoj, og við hans erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er hinn mikli spámaður, Persinn Husein Ali, stofnari hins merkilega trúflokks, er kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann frá guði. Matthías heldur áfram að lýsa Bahá’u’lláh höfundi bahá’í trúarinnar og kenningum hans og vísar síðan í orð austurlandafræðingsins Edwards G. Brown sem var eini vesturlandamaðurinn sem hitti Bahá’u’lláh: Aldrei hefi jeg sjeð tignari mann, mjer lá við að falla fram fyrir honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn um sálina, augun leiftruðu af afli og andagift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi niður að beltisstað. Heilög blíða og friður skein af ásjónu hans. Hvers vegna Matthías valdi að deila þessari heimsspeki og kenningum á þessum tímapunkti er áhugavert en líklega spurning sem við fáum ekki svarað. Þetta var tími breytinga, Evrópa var í stríði, konur á Íslandi fengu kosningarétt – sem hann var mjög stoltur af. Breytingar voru að eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar – sem hann nefndi siðbót. Hann gæti hafa séð í þessum nýju kenningum lausn á þjáningum svo margra á þeim tíma, bæði í Evrópu og heima fyrir. Honum var greinilega ljós þörfin fyrir eitthvað sem gæti komið til leiðar siðbótinni sem hann talaði um bæði innan og utan kirkjunnar. Hann lét síðan fylgja nokkrar málsgreinar eftir Husein Ali (Bahá’u’lláh) ýmist beinar tilvísanir eða umorðaðar af honum sjálfum. Í þeim fólst áskorun til ráðamanna og leiðtoga heimsins: Hvorki Kristindómur eða Muhamedstrú hefir megnað að færa jörðinni frið. Hann sendi umboðserindi öllum helstu konungum og bannaði þeim að fara með ófrið hver gegn öðrum, bauð þeim að láta gerðardóma skera úr öllum ágreiningsmálum. Sjerstaklega fyrirbauð Ali ófrið og ofsóknir í trúarmálum. „Friður fæst ekki“ sagði hann, „nema fyrir ljós einingar, samúðar og kærleika.“ Hann skoraði á alla trúarflokka að hætta ofstæki, hatri og ofsóknum. „Það er eldur, sem ætlar að eyða mannkyninu.“ „Forðist fyrst af öllu fáviskuna.“ Við alla þjóðhöfðingja var hans viðkvæði: „Látið rjettvísina vera yðar her til varnar og sóknar og vitið yðar vopnaburð.“ „Þegar sá tími kemur,“ segir einn lærisveina hans, „að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðum og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem fyrst megna að græða hinn sjúka líkama veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og boðorð mun friðurinn loksins fást og grundvallast á þessari jörð, auðlegð og erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið saman búa, allir kynflokkar renna saman, mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál, og þjóðirnar hætta að elska einungis ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn sem allra fósturland.“ Matthías endaði greinina á eftirfarandi orðum: Ali gerði engin kraftaverk, en svo forspár var hann, að hann þótti fyrir sjá örlög hvers manns, er hann vildi, og eru spádómar hans um afdrif konunga og stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka, og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kennimenn eða austurlenskir þyrðu að fylgja honum, er mælt að ótalmargir hinir vitrustu skoði hann sem guðmann og skoði kenningar hans sem ljós komandi tíma. „Sá dagur kemur,“ segir Brown prófessor, „að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyrir hans, og jólasöngurinn frá fæðingu Jesú verður sunginn með nýjum fögnuði og eilífum trúarkrafti.“ M.J. Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært. Grein séra Matthíasar Jochumssonar er hægt að lesa hér: http://www.bahai.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Fyrir hundrað árum skrifaði séra Matthías Jochumsson djarfa grein í blaðið Íslending, fréttablað sem gefið var út á Akureyri. Hann valdi að birta greinina á aðfangadag og nefndi hana Husein Ali, Messías Persa. Í upphafi greinarinnar dregur hann athygli að þjáningunum í Evrópu sem var í greipum fyrri heimsstyrjaldarinnar: Margur maður, margir foreldrar, sem geyma börn sín í hellum og holum, munu á þessum jólum stara tárvotum augum frá hinum blóðugu fjallbygðum á Balkan yfir til stranda Austurheimsins ... „því frá austurátt kemur frelsi þjóðanna“. Á þessum árum var séra Matthías heillaður af algengum heimspekiviðhorfum þeirra tíma. Hann hafði mikinn áhuga á kenningum únítara, spíritista sem og fleiri kenningum en samhliða því var hann einlægur í sinni kristnu trú. Í bók Þórunnar Valdimarsdóttur „Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumssonar“ segir hún um Matthías: „Hann fékk þjóðina til að íhuga trúarbrögð, skáldskap annarra þjóða og bókmenntir og sögu Íslands; lagði áherslu á frelsi, framfarir, gleði, víðsýni, samúð, samstöðu, þolgæði gagnvart dauðanum - og trú“. (bls 520). Það var þessi víðsýni sem varð til þess að Matthías deildi með öðrum leit sinni að uppsprettu friðar og trúar. Í áðurnefndri aðfangadagsgrein áræðir hann að koma með nýja sýn og óvenjulegt efni, þegar hann vísar til messíasar Persa, „síðasta friðarboðans“ úr austri: Jeg vil ... minna með fáeinum dráttum á tvo hina síðustu friðarboða, sem báðir hafa á vorum dögum hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap englanna, en fáir viljað heyra. Annar þessara spámanna var Leo Tolstoj, og við hans erindi könnumst vjer allir. Enn hinn er hinn mikli spámaður, Persinn Husein Ali, stofnari hins merkilega trúflokks, er kallast Behaismi, en sjálfan hann kalla lærisveinar hans Beha Allah eða Ljómann frá guði. Matthías heldur áfram að lýsa Bahá’u’lláh höfundi bahá’í trúarinnar og kenningum hans og vísar síðan í orð austurlandafræðingsins Edwards G. Brown sem var eini vesturlandamaðurinn sem hitti Bahá’u’lláh: Aldrei hefi jeg sjeð tignari mann, mjer lá við að falla fram fyrir honum; hann virtist óðara sjá mig í gegn um sálina, augun leiftruðu af afli og andagift, en hrafnsvart hárið og skeggið hrundi niður að beltisstað. Heilög blíða og friður skein af ásjónu hans. Hvers vegna Matthías valdi að deila þessari heimsspeki og kenningum á þessum tímapunkti er áhugavert en líklega spurning sem við fáum ekki svarað. Þetta var tími breytinga, Evrópa var í stríði, konur á Íslandi fengu kosningarétt – sem hann var mjög stoltur af. Breytingar voru að eiga sér stað innan Þjóðkirkjunnar – sem hann nefndi siðbót. Hann gæti hafa séð í þessum nýju kenningum lausn á þjáningum svo margra á þeim tíma, bæði í Evrópu og heima fyrir. Honum var greinilega ljós þörfin fyrir eitthvað sem gæti komið til leiðar siðbótinni sem hann talaði um bæði innan og utan kirkjunnar. Hann lét síðan fylgja nokkrar málsgreinar eftir Husein Ali (Bahá’u’lláh) ýmist beinar tilvísanir eða umorðaðar af honum sjálfum. Í þeim fólst áskorun til ráðamanna og leiðtoga heimsins: Hvorki Kristindómur eða Muhamedstrú hefir megnað að færa jörðinni frið. Hann sendi umboðserindi öllum helstu konungum og bannaði þeim að fara með ófrið hver gegn öðrum, bauð þeim að láta gerðardóma skera úr öllum ágreiningsmálum. Sjerstaklega fyrirbauð Ali ófrið og ofsóknir í trúarmálum. „Friður fæst ekki“ sagði hann, „nema fyrir ljós einingar, samúðar og kærleika.“ Hann skoraði á alla trúarflokka að hætta ofstæki, hatri og ofsóknum. „Það er eldur, sem ætlar að eyða mannkyninu.“ „Forðist fyrst af öllu fáviskuna.“ Við alla þjóðhöfðingja var hans viðkvæði: „Látið rjettvísina vera yðar her til varnar og sóknar og vitið yðar vopnaburð.“ „Þegar sá tími kemur,“ segir einn lærisveina hans, „að mentaðar þjóðir kynnast þeim ljóðum og lífsreglum, þá munu allir vitrir menn sjá og finna, að þar eru heilsulyfin, sem fyrst megna að græða hinn sjúka líkama veraldarinnar. Fyrir kenningar hans og boðorð mun friðurinn loksins fást og grundvallast á þessari jörð, auðlegð og erfiði ná sáttum, úlfurinn og lambið saman búa, allir kynflokkar renna saman, mannkynið tala og rita eitt allsherjarmál, og þjóðirnar hætta að elska einungis ættjörð sína, heldur skoða allan heiminn sem allra fósturland.“ Matthías endaði greinina á eftirfarandi orðum: Ali gerði engin kraftaverk, en svo forspár var hann, að hann þótti fyrir sjá örlög hvers manns, er hann vildi, og eru spádómar hans um afdrif konunga og stjórnarstórræða alkunnir; þannig sá hann fyrir örlög Napoleons þriðja, ófarir Frakka, og örlög Tyrkja, sem nú eru fram komin o. m. fl. En þótt hvorki kristnír kennimenn eða austurlenskir þyrðu að fylgja honum, er mælt að ótalmargir hinir vitrustu skoði hann sem guðmann og skoði kenningar hans sem ljós komandi tíma. „Sá dagur kemur,“ segir Brown prófessor, „að fánar allra trúarbragða hnegja sig fyrir hans, og jólasöngurinn frá fæðingu Jesú verður sunginn með nýjum fögnuði og eilífum trúarkrafti.“ M.J. Það er áhugavert og reyndar umhugsunarvert að þær kenningar sem séra Matthías valdi að kynna fyrir hundrað árum eiga ekki síður við í dag. Heimurinn þjáist og er í meiri þörf en nokkru sinni fyrir nýja nálgun. Kannski var Matthías að koma fram með eitthvað sem við eigum enn ólært. Grein séra Matthíasar Jochumssonar er hægt að lesa hér: http://www.bahai.is/
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun