Gríma karlmennskunnar Atli Jasonarson skrifar 22. desember 2015 19:26 Það er kaldhæðnislegt að þeir, sem gagnrýndu mig mest fyrir pistilinn ‘Forréttindi mín sem karlmaður’, hafi gert það á þeim forsendum að í honum viðurkenndi ég óöryggi mitt. Ástæða þess að það er kaldhæðnislegt er sú að stór hluti þessa hóps hefur tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna hérlendis en hæðist að mér þegar ég passa ekki fullkomlega við staðalímynd samfélagsins af karlmönnum – því eins og allir vita mega karlmenn ekki vera óöruggir eða sýna veikleikamerki; þeir skulu bera höfuðið hátt og bíta á jaxlinn. En það getur verið hægara sagt en gert. Ég hafði glímt við þunglyndi í mörg ár áður en ég ákvað, fyrir um það bil ári síðan, að leita mér læknis- og sálfræðiaðstoðar. Mínir allra nánustu höfðu áður hvatt mig til að leita mér hjálpar en ég vísaði slíku tali ávallt á bug. Flotti gaurinn ég gæti nefnilega ekki verið þunglyndur. Ég var virkur í félagslífinu í mennta- og háskóla og átti endalaust marga vini sem ég var alltaf að gera einhverja vitleysu með. Ef mér liði illa væri það ekkert nema aumingjaskapur í mér. Og ég mátti sko ekki vera aumingi, enda sannur íslenskur karlmaður, sem bar höfuðið hátt og harm sinn í hljóði. Í staðinn setti ég upp grímu. Grímu karlmennskunnar. Ég þóttist vera harður og nettur gaur, sem ekkert gat sett úr jafnvægi. Mín öryggishegðun, sú hegðun sem ég greip til þegar ég fann fyrir vanlíðan og óöryggi, var að grínast með allt og hlæja að öllu - því þeim, sem er alltaf að grínast, getur ekkert liðið illa, er það nokkuð? Enginn mátti sjá hvernig mér leið í raun og veru; enginn mátti sjá hve óöruggur ég var og hve illa mér leið. Ég hló á daginn og grét þegar ég kom heim. Rúmið var minn griðastaður því þar gat ég verið þunglyndi og óöryggi Atli í friði; þar gat ég grátið án þess að óttast að samfélagið dæmdi mig sem aumingja. Það er ömurlegt að líða svona og enn verra að finnast maður ekki geta sagt neinum frá því. Það er ömurlegt að vera svo blindaður af staðalímynd samfélagsins um karlmennsku að finnast eðlilegra að bæla niður grátinn en að leyfa honum að brjótast fram og viðurkenna að maður þurfi á hjálp að halda. Og það er ömurlegt að við, sem samfélag, séum ekki enn komin á þann stað að öllum finnist þeir geta komið til dyranna eins og þeir eru klæddir og talað um líðan sína. Í dag er sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. Í mínu bataferli var það stórt skref þegar ég talaði við fyrsta lækninn um hvernig mér leið. Það var annað stórt skref þegar ég talaði við sálfræðinginn og enn annað þegar ég opnaði mig fyrir mínum nánustu. Það eitt og sér, að tala um vandann, leysir hann kannski ekki en það getur hjálpað heilmikið. Ég legg til að við tökum niður grímu karlmennskunnar og tölum um hvernig okkur líður. Það getur gert gæfumuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er kaldhæðnislegt að þeir, sem gagnrýndu mig mest fyrir pistilinn ‘Forréttindi mín sem karlmaður’, hafi gert það á þeim forsendum að í honum viðurkenndi ég óöryggi mitt. Ástæða þess að það er kaldhæðnislegt er sú að stór hluti þessa hóps hefur tekið virkan þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna hérlendis en hæðist að mér þegar ég passa ekki fullkomlega við staðalímynd samfélagsins af karlmönnum – því eins og allir vita mega karlmenn ekki vera óöruggir eða sýna veikleikamerki; þeir skulu bera höfuðið hátt og bíta á jaxlinn. En það getur verið hægara sagt en gert. Ég hafði glímt við þunglyndi í mörg ár áður en ég ákvað, fyrir um það bil ári síðan, að leita mér læknis- og sálfræðiaðstoðar. Mínir allra nánustu höfðu áður hvatt mig til að leita mér hjálpar en ég vísaði slíku tali ávallt á bug. Flotti gaurinn ég gæti nefnilega ekki verið þunglyndur. Ég var virkur í félagslífinu í mennta- og háskóla og átti endalaust marga vini sem ég var alltaf að gera einhverja vitleysu með. Ef mér liði illa væri það ekkert nema aumingjaskapur í mér. Og ég mátti sko ekki vera aumingi, enda sannur íslenskur karlmaður, sem bar höfuðið hátt og harm sinn í hljóði. Í staðinn setti ég upp grímu. Grímu karlmennskunnar. Ég þóttist vera harður og nettur gaur, sem ekkert gat sett úr jafnvægi. Mín öryggishegðun, sú hegðun sem ég greip til þegar ég fann fyrir vanlíðan og óöryggi, var að grínast með allt og hlæja að öllu - því þeim, sem er alltaf að grínast, getur ekkert liðið illa, er það nokkuð? Enginn mátti sjá hvernig mér leið í raun og veru; enginn mátti sjá hve óöruggur ég var og hve illa mér leið. Ég hló á daginn og grét þegar ég kom heim. Rúmið var minn griðastaður því þar gat ég verið þunglyndi og óöryggi Atli í friði; þar gat ég grátið án þess að óttast að samfélagið dæmdi mig sem aumingja. Það er ömurlegt að líða svona og enn verra að finnast maður ekki geta sagt neinum frá því. Það er ömurlegt að vera svo blindaður af staðalímynd samfélagsins um karlmennsku að finnast eðlilegra að bæla niður grátinn en að leyfa honum að brjótast fram og viðurkenna að maður þurfi á hjálp að halda. Og það er ömurlegt að við, sem samfélag, séum ekki enn komin á þann stað að öllum finnist þeir geta komið til dyranna eins og þeir eru klæddir og talað um líðan sína. Í dag er sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. Í mínu bataferli var það stórt skref þegar ég talaði við fyrsta lækninn um hvernig mér leið. Það var annað stórt skref þegar ég talaði við sálfræðinginn og enn annað þegar ég opnaði mig fyrir mínum nánustu. Það eitt og sér, að tala um vandann, leysir hann kannski ekki en það getur hjálpað heilmikið. Ég legg til að við tökum niður grímu karlmennskunnar og tölum um hvernig okkur líður. Það getur gert gæfumuninn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar