Klikkhaus á kaffihúsi Ingólfur Sigurðsson skrifar 23. desember 2015 12:00 Á árinu hefur samfélagið breyst. Við erum orðin meira afslöppuð, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum. Opnari. Við frelsuðum geirvörtuna, sögðum reynslusögur af kynferðislegu ofbeldi og glímu okkar við geðsjúkdóma, fyrirlitum einelti og börðumst fyrir auknu jafnrétti milli kynjanna. En við gerðum það fyrst og fremst á netinu. Þegar við göngum Laugaveginn og ókunnugur einstaklingur biður góðan dag hrökkvum við í kút. Við hrósum ekki fólki sem okkur finnst klæða sig vel og aldrei myndi maður fylgja eldri borgurum eða barni yfir umferðagötu óumbeðinn. Ef einhver myndi vinda sér upp að mér á kaffihúsi, kynna sig og byrja að spjalla eða jafnvel bjóða manni á stefnumót eru meiri líkur á að maður væri búinn að gera status um þennan klikkhaus fimm mínútum síðar en að ég myndi þiggja boðið. Þjóðin flýr á lyklaborðin þegar hún lendir í óþægilegum aðstæðum, eins og þegar náunginn á undan þér í röðinni hraunar yfir kornungan afgreiðsludrenginn, í stað þess að grípa inn í og koma drengnum til varnar. Í staðinn horfum við niður á skjáinn, í verndaðri veröld okkar sjálfra, og uppfærum eigin fjölmiðil, með sérvöldu myndunum af okkur, og pössum upp á að vera ægilega kurteis og fín þar. Kannski væri kjörið áramótaheit að vera meira næs og opnari í persónu, en ekki bara á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á árinu hefur samfélagið breyst. Við erum orðin meira afslöppuð, bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum. Opnari. Við frelsuðum geirvörtuna, sögðum reynslusögur af kynferðislegu ofbeldi og glímu okkar við geðsjúkdóma, fyrirlitum einelti og börðumst fyrir auknu jafnrétti milli kynjanna. En við gerðum það fyrst og fremst á netinu. Þegar við göngum Laugaveginn og ókunnugur einstaklingur biður góðan dag hrökkvum við í kút. Við hrósum ekki fólki sem okkur finnst klæða sig vel og aldrei myndi maður fylgja eldri borgurum eða barni yfir umferðagötu óumbeðinn. Ef einhver myndi vinda sér upp að mér á kaffihúsi, kynna sig og byrja að spjalla eða jafnvel bjóða manni á stefnumót eru meiri líkur á að maður væri búinn að gera status um þennan klikkhaus fimm mínútum síðar en að ég myndi þiggja boðið. Þjóðin flýr á lyklaborðin þegar hún lendir í óþægilegum aðstæðum, eins og þegar náunginn á undan þér í röðinni hraunar yfir kornungan afgreiðsludrenginn, í stað þess að grípa inn í og koma drengnum til varnar. Í staðinn horfum við niður á skjáinn, í verndaðri veröld okkar sjálfra, og uppfærum eigin fjölmiðil, með sérvöldu myndunum af okkur, og pössum upp á að vera ægilega kurteis og fín þar. Kannski væri kjörið áramótaheit að vera meira næs og opnari í persónu, en ekki bara á internetinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar