Afskorin jól? Þórir Stephensen skrifar 29. desember 2015 07:00 Það er yndislegt að fá blómvönd að gjöf. Fegurð hans auðgar heimili okkar, ilmur blómanna breytir andrúmsloftinu. Hvort tveggja skapar gleði og þakklæti. Gefendurnir eignast hlýjan reit við hjartarætur okkar. Við erum rík að eiga slíka vini. En af því að blómin voru skorin af rótum sínum, geta þau ekki lifað lengi. Þau fölna og deyja. Á Jólavöku Ríkisútvarpsins var það sagt, að Jesúbarnið ætti mjög lítinn sess í jólahaldi nútímans. Jólin væru nú fyrst og fremst menningarhátíð. Í samræmi við það voru ýmiskonar menningu gerð nokkur skil, matarmenningu, bjórmenningu og ýmsu fleiru. Loks kom að ungri og elskulegri stúlku úr hópi ágætra Hagaskólakvenna, sem slógu nýverið í gegn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna. Hún lýsti því hvernig þær vildu breyta heiminum eða ákveðnum atriðum í lífi hans. Þetta fangaði hug minn, enda er þetta er einmitt hlutverk jólabarnsins. Litli drengurinn, sem fæddist umkomulausastur allra, kom til að breyta heiminum. Erlendur höfundur lýsti árangrinum eitt sinn með þessum orðum: „Ég fer mjög nærri sanni með því að halda því fram, að allar herdeildir, sem marsérað hafa, allir flotar, sem byggðir hafa verið, öll þing sem setið hafa á rökstólum, allir kóngar og þjóðhöfðingjar sem ríkt hafa, hafi ekki samanlagt haft slík áhrif á mannlífið sem þessi einfari.“Breytti þjóðfélagi okkar Skoðum fáein atriði úr lífi þjóðar okkar um það hvernig boðskapur jólabarnsins hefur breytt þjóðfélagi okkar: Barnaútburður og þrælahald heyrðu brátt sögunni til. Vopnaburður var lagður af og hin pólitíska barátta var háð með orðum. Kirkjan varð móðir menntunar í landinu. Vegna fermingarinnar urðum við meðal fyrstu Evrópuþjóða, þar sem lestrarkunnátta varð allra eign. Guðbrandsbiblía bjargaði íslenskri tungu.Tónlistin kom í kjölfar messunnar. Klaustrin og svo kölluð Kristsbú hlynntu að blindum og öðrum öryrkjum. Í allri kjara- og jafnréttisbaráttu hafa kærleiks- og bróðerniskenningar Krists sótt sífellt á. Við getum ekki hugsað það til enda, hvernig heimurinn liti út í dag og hvernig að okkur væri búið, ef áhrif Krists og hugarfars hans hyrfu sem dögg fyrir sólu. Við myndum hörfa mörg hundruð ár aftur í tímann, hvað snertir þjóðfélagslegar framfarir, almenna menntun, bróðurlega samhjálp, já, í raun flest sem við köllum mannréttindi. Það hefur tekið okkur þúsund ár að ná þessari stöðu og oft kostað miklar fórnir, en menn hafa ekki gefist upp. Og af hverju? Af því að við eigum fyrirheit um fullkomnun og það skapar svo mikla gleði og andlega fullnægingu að ná þó ekki sé nema hænufet í átt að markmiðum kristindómsins. Svo koma tímar, þar sem menn spilla fyrir ýmist með hræsni eða hreinum illvirkjum. Ætíð hefur þó tekist að rétta stefnuna á ný. Þó að stúlkurnar í Hagaskóla hafi sjálfsagt ekkert verið að hugsa um kristinn boðskap með gjörningi sínum er hann samt ágætt dæmi um ungt og framsækið fólk, sem vill láta gott af sér leiða og veit, að hver millimetri í átt til meira jafnréttis er áfangasigur á leiðinni til að bæta heiminn. Samkvæmt boðskap Krists er hver einstaklingur fæddur til að bæta heiminn.Aldrei í meiri hættu Ég tel, að kirkja okkar hafi aldrei verið í meiri hættu en nú. Auðræði og veraldarhyggja eru, fari svo sem horfir, á hraðri leið að eyðileggja auðnu þjóðarinnar, kraftinn til að breyta mannlífinu, auðga það æ meir að samúð og tillitssemi, þeirri hugarhlýju, er umvefur hvern mann sem væri hann bróðir eða systir og gefa honum það trúartraust, sem er sterkast alls þegar mest á reynir í lífinu. Síðustu misserin hefur verið unnið að þessu leynt sem ljóst með því að reyna að gera kirkjunni eins erfitt fyrir og mögulegt er. Þar er bæði reynt að lama hendur hennar með fjársvelti og varna henni máls í skólunum. Sem betur fer eru þó til andstæð dæmi, sem koma nánast sjálfsprottin úr okkar kristna arfi, eins og hið dýrmæta sjálfboðna starf fyrir flóttafólkið og framtak stúlknanna í Hagaskóla. Afskornu blómin fölna ekki strax. Þau standa nokkurn tíma. En þegar þau eru farin í sorpið og ekkert kemur í staðinn, þá daprast brátt flest af því sem þau gáfu. Þessu er svipað farið með jólaboðskapinn. Ef Jesúbarnið og boðskapur þess hverfa úr jólunum, þá glatast líka smám saman hvatinn til að breyta heiminum. Það er þess vegna hin stóra spurning á jólum 2015: Þurfum við að rétta stefnuna eða nægja okkur kannski afskorin jól? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er yndislegt að fá blómvönd að gjöf. Fegurð hans auðgar heimili okkar, ilmur blómanna breytir andrúmsloftinu. Hvort tveggja skapar gleði og þakklæti. Gefendurnir eignast hlýjan reit við hjartarætur okkar. Við erum rík að eiga slíka vini. En af því að blómin voru skorin af rótum sínum, geta þau ekki lifað lengi. Þau fölna og deyja. Á Jólavöku Ríkisútvarpsins var það sagt, að Jesúbarnið ætti mjög lítinn sess í jólahaldi nútímans. Jólin væru nú fyrst og fremst menningarhátíð. Í samræmi við það voru ýmiskonar menningu gerð nokkur skil, matarmenningu, bjórmenningu og ýmsu fleiru. Loks kom að ungri og elskulegri stúlku úr hópi ágætra Hagaskólakvenna, sem slógu nýverið í gegn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna. Hún lýsti því hvernig þær vildu breyta heiminum eða ákveðnum atriðum í lífi hans. Þetta fangaði hug minn, enda er þetta er einmitt hlutverk jólabarnsins. Litli drengurinn, sem fæddist umkomulausastur allra, kom til að breyta heiminum. Erlendur höfundur lýsti árangrinum eitt sinn með þessum orðum: „Ég fer mjög nærri sanni með því að halda því fram, að allar herdeildir, sem marsérað hafa, allir flotar, sem byggðir hafa verið, öll þing sem setið hafa á rökstólum, allir kóngar og þjóðhöfðingjar sem ríkt hafa, hafi ekki samanlagt haft slík áhrif á mannlífið sem þessi einfari.“Breytti þjóðfélagi okkar Skoðum fáein atriði úr lífi þjóðar okkar um það hvernig boðskapur jólabarnsins hefur breytt þjóðfélagi okkar: Barnaútburður og þrælahald heyrðu brátt sögunni til. Vopnaburður var lagður af og hin pólitíska barátta var háð með orðum. Kirkjan varð móðir menntunar í landinu. Vegna fermingarinnar urðum við meðal fyrstu Evrópuþjóða, þar sem lestrarkunnátta varð allra eign. Guðbrandsbiblía bjargaði íslenskri tungu.Tónlistin kom í kjölfar messunnar. Klaustrin og svo kölluð Kristsbú hlynntu að blindum og öðrum öryrkjum. Í allri kjara- og jafnréttisbaráttu hafa kærleiks- og bróðerniskenningar Krists sótt sífellt á. Við getum ekki hugsað það til enda, hvernig heimurinn liti út í dag og hvernig að okkur væri búið, ef áhrif Krists og hugarfars hans hyrfu sem dögg fyrir sólu. Við myndum hörfa mörg hundruð ár aftur í tímann, hvað snertir þjóðfélagslegar framfarir, almenna menntun, bróðurlega samhjálp, já, í raun flest sem við köllum mannréttindi. Það hefur tekið okkur þúsund ár að ná þessari stöðu og oft kostað miklar fórnir, en menn hafa ekki gefist upp. Og af hverju? Af því að við eigum fyrirheit um fullkomnun og það skapar svo mikla gleði og andlega fullnægingu að ná þó ekki sé nema hænufet í átt að markmiðum kristindómsins. Svo koma tímar, þar sem menn spilla fyrir ýmist með hræsni eða hreinum illvirkjum. Ætíð hefur þó tekist að rétta stefnuna á ný. Þó að stúlkurnar í Hagaskóla hafi sjálfsagt ekkert verið að hugsa um kristinn boðskap með gjörningi sínum er hann samt ágætt dæmi um ungt og framsækið fólk, sem vill láta gott af sér leiða og veit, að hver millimetri í átt til meira jafnréttis er áfangasigur á leiðinni til að bæta heiminn. Samkvæmt boðskap Krists er hver einstaklingur fæddur til að bæta heiminn.Aldrei í meiri hættu Ég tel, að kirkja okkar hafi aldrei verið í meiri hættu en nú. Auðræði og veraldarhyggja eru, fari svo sem horfir, á hraðri leið að eyðileggja auðnu þjóðarinnar, kraftinn til að breyta mannlífinu, auðga það æ meir að samúð og tillitssemi, þeirri hugarhlýju, er umvefur hvern mann sem væri hann bróðir eða systir og gefa honum það trúartraust, sem er sterkast alls þegar mest á reynir í lífinu. Síðustu misserin hefur verið unnið að þessu leynt sem ljóst með því að reyna að gera kirkjunni eins erfitt fyrir og mögulegt er. Þar er bæði reynt að lama hendur hennar með fjársvelti og varna henni máls í skólunum. Sem betur fer eru þó til andstæð dæmi, sem koma nánast sjálfsprottin úr okkar kristna arfi, eins og hið dýrmæta sjálfboðna starf fyrir flóttafólkið og framtak stúlknanna í Hagaskóla. Afskornu blómin fölna ekki strax. Þau standa nokkurn tíma. En þegar þau eru farin í sorpið og ekkert kemur í staðinn, þá daprast brátt flest af því sem þau gáfu. Þessu er svipað farið með jólaboðskapinn. Ef Jesúbarnið og boðskapur þess hverfa úr jólunum, þá glatast líka smám saman hvatinn til að breyta heiminum. Það er þess vegna hin stóra spurning á jólum 2015: Þurfum við að rétta stefnuna eða nægja okkur kannski afskorin jól?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar