Hugvekja um markaðsmál á jólum Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2015 15:30 Síðastliðnar vikur og mánuði hef ég velt fyrir mér hvort maður geti verið bæði andstæður neysluhyggju en jafnframt verið í markaðsmálum. Þessar hugsanir sækja enn meira á mig nú í aðdraganda jólanna þar sem við missum okkur í ruglinu og verslum eins og enginn sé morgundagurinn. Ég varð því glöð þegar góður félagi minn benti mér á grein um positive marketing. Já, þarna kom nú akkúrat eitthvað sem á við mig!Jákvæð markaðsfræði! Í jákvæðri markaðsfræði er hlutverk fyrirtækisins að veita fólki það sem bætir líf þess. Fyrir það fær fyrirtækið greitt og allir vinna. Spurningin er svo: Hvað bætir líf okkar? Bætir það líf barnanna okkar að gefa þeim úlpu sem kostar tugi þúsunda? Bætir það líf okkar að eiga alveg eins blómavasa og allir hinir? Bætir það líf okkar þegar jólasveinninn kaupir rándýrar gjafir í skóinn fyrir suma en aðrir fá mandarínu? Við berum öll ábyrgð. Við berum ábyrgð á okkur sjálfum. Við berum ábyrgð á börnunum okkar. Og sem fyrirtæki erum við einfaldlega samansafn af fólki, hluti af samfélaginu, og við berum ábyrgð á því að gera okkar til að gera samfélagið betra fyrir okkur öll.Tilgangur Mér finnst mikilvægt að fyrirtæki hafi tilgang umfram bara að græða peninga. Það þarf jú að græða peninga því annars fer það á hausinn og getur ekki látið neitt gott af sér leiða, en að græða peninga bara til að græða peninga – til hvers er það? Hvað þá að græða peninga með því að nýta sér veikleika mannskepnunnar og búa til úr þeim gerviþarfir. Er það ekki dálítið 2007? Og ég sé ekki af hverju það þarf. Það veit sá sem allt veit að margt má bæta í þessari veröld og við getum ábyggilega gert góðan „bissness“ úr því að mæta þörfum fólks og bæta líf þess þannig að allir njóti góðs af. Markaðsfræði er bara safn af aðferðum og tólum og eins og ýmislegt annað í veröldinni er hægt að nota þekkingu og kunnáttu í markaðsmálum bæði til góðs og ills. Ég vil nota hana til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðnar vikur og mánuði hef ég velt fyrir mér hvort maður geti verið bæði andstæður neysluhyggju en jafnframt verið í markaðsmálum. Þessar hugsanir sækja enn meira á mig nú í aðdraganda jólanna þar sem við missum okkur í ruglinu og verslum eins og enginn sé morgundagurinn. Ég varð því glöð þegar góður félagi minn benti mér á grein um positive marketing. Já, þarna kom nú akkúrat eitthvað sem á við mig!Jákvæð markaðsfræði! Í jákvæðri markaðsfræði er hlutverk fyrirtækisins að veita fólki það sem bætir líf þess. Fyrir það fær fyrirtækið greitt og allir vinna. Spurningin er svo: Hvað bætir líf okkar? Bætir það líf barnanna okkar að gefa þeim úlpu sem kostar tugi þúsunda? Bætir það líf okkar að eiga alveg eins blómavasa og allir hinir? Bætir það líf okkar þegar jólasveinninn kaupir rándýrar gjafir í skóinn fyrir suma en aðrir fá mandarínu? Við berum öll ábyrgð. Við berum ábyrgð á okkur sjálfum. Við berum ábyrgð á börnunum okkar. Og sem fyrirtæki erum við einfaldlega samansafn af fólki, hluti af samfélaginu, og við berum ábyrgð á því að gera okkar til að gera samfélagið betra fyrir okkur öll.Tilgangur Mér finnst mikilvægt að fyrirtæki hafi tilgang umfram bara að græða peninga. Það þarf jú að græða peninga því annars fer það á hausinn og getur ekki látið neitt gott af sér leiða, en að græða peninga bara til að græða peninga – til hvers er það? Hvað þá að græða peninga með því að nýta sér veikleika mannskepnunnar og búa til úr þeim gerviþarfir. Er það ekki dálítið 2007? Og ég sé ekki af hverju það þarf. Það veit sá sem allt veit að margt má bæta í þessari veröld og við getum ábyggilega gert góðan „bissness“ úr því að mæta þörfum fólks og bæta líf þess þannig að allir njóti góðs af. Markaðsfræði er bara safn af aðferðum og tólum og eins og ýmislegt annað í veröldinni er hægt að nota þekkingu og kunnáttu í markaðsmálum bæði til góðs og ills. Ég vil nota hana til góðs.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar