Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2025 07:00 „Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar