Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:32 Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Atvinnurekendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám. Slíkt orðafar hljómar í mínum eyrum eins og öfuguggi er hann þröngvar sér upp á grandalaust fórnarlambið, „andaðu rólega" elskan þá verður þetta ekki eins vont. Á meðan liggjum við hér á maganum ofan á skítugri umhverfishamfarasæng og reynum að harka af okkur. Við bændur og veiðirétthafar hrópum og köllum á hjálp en ráðamenn þjóðarinnar kjósa að leiða það hjá sér. Þykjast ekki heyra eða sjá ofbeldisverkið sem framið er í viðurvist allra. Ef þeir neyðast til að viðurkenna það þá tala þeir það niður. Við erum bara eins og hver önnur drusla og báðum bara líklegast um þetta með að mæta í of stuttu pilsi á skólaballið. En þessi málflutningur Heiðrúnar stenst enga skoðun þegar reynsla annarra þjóða er tekin til greina – og þegar við sjáum hvað þegar er að gerast hér á landi. Það er einfaldlega rangt að gera lítið úr hættunni með því að tala um „takmarkaða æxlunarhæfni“ eldislaxa. Ef hættan væri hverfandi, hvernig stendur á því að yfir 70% norskra laxastofna bera merki erfðablöndunar og margir þeirra hreinlega á barmi hruns? Eldislaxinn gengur í árnar í einum tilgangi – að hrygna – og það mun hann gera, óháð því hvort framkvæmdastjóri SFS kýs að tala hættuna niður. Heiðrún vísar í áhættumat Hafrannsóknastofnunar eins og það sé óyggjandi vísindi. En Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þetta mat standist ekki varúðarnálgun og sé haldið verulegum ágöllum. Þeirri niðurstöðu er ekki hægt að sópa undir teppið. Áhættumatið hefur ítrekað brugðist: það sem átti ekki að geta gerst samkvæmt því – hefur þegar gerst, og það oftar en einu sinni. Þegar SFS talar um ábyrgð, hefði maður haldið að hún fælist fyrst og fremst í því að halda lög og reglur. En eftirlit síðustu ára sýnir hið gagnstæða: fiskeldisfyrirtæki hafa ítrekað farið fram úr heimildum sínum, hunsað skýrslugjöf og jafnvel sett seiði í kvíar án tilskilinna gagna. Þetta eru ekki „mistök“ – þetta er markviss vanræksla dulbúin sem mistök. Þetta eru áþreifanleg dæmi um síendurtekin brot. Þetta er skipulagt og viðvarandi hirðuleysi. Að tala um „að læra af reynslunni“ hljómar vel á blaði, en á meðan stöðug brot eiga sér stað, þá er ljóst að hagsmunaðilum er sléttsama um þennan skólabekk eða að læra nokkuð. Þar er enginn raunverulegur vilji til að gera betur. Það er rétt að við þurfum opna umræðu og gagnsæi. En sú umræða getur ekki byggst á því að tala yfir bændur, landeigendur og almenning eins og áhyggjur okkar séu byggðar á misskilningi. Við sem búum á árbökkunum sjáum öll hvað er að gerast í ánum, við finnum afleiðingarnar á eigin lífsviðurværi. Að segja okkur að „anda rólega“ er því ekkert annað en lítilsvirðing. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi okkar. Við munum því augljóslega ekki anda rólega á meðan villti íslenski laxastofninn stendur frammi fyrir sömu örlögum og sá norski. Við viljum ekki verða seinni tíma dæmisaga um hvernig hagsmunir fáeinna gengu framar vernd náttúrunnar. Það er kominn tími til að snúa þessari umræðu við. Ekki með því að tala áhyggjurnar niður – heldur með því að viðurkenna vandann, endurmeta og afturkalla starfsleyfi, setja raunverulegar varnir og tryggja að framtíð villta laxins og náttúrunnar verði ekki fórnað fyrir skammtímahagnað. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun