Lífið

Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð

Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur.

Leikjavísir

Gestagangur í Queens

Það verður gestagangur hjá stelpunum í Queens í streymi kvöldsins. Þær fá til sín þá Dóa og Ingólf Grétarson til að spila og spjalla.

Leikjavísir

Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frum­legri“

Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas.

Lífið

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Tónlist

Kanye West orðaður við tuttugu og tveggja ára gamla fyrir­sætu

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar alla þriðjudagsmorgna á FM 957. Í morgun fór Birta yfir harmleikinn sem átti sér stað á Astroworld-tónlistarhátíðinni um helgina. Þá var einnig rætt um ný ástarsambönd þeirra Kim Kardashian og Kanye West sem virðast bæði vera að horfa fram á veginn.

Lífið

Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum

„Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði.

Lífið

Kaffi og grobb­sögur það besta við Himna­ríki

Það er allur gangur á því hve­nær og auð­vitað hvort menn komast til himna­ríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrir­bæri. En á Siglu­firði er að finna Himna­ríki, sem er ó­neitan­lega raun­veru­legt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hrein­lega spjalla um þjóð­málin.

Lífið

Árbæjarskóli vann Skrekk

Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf.

Menning

Uggandi yfir tak­mörkunum en stefna á notkun hrað­prófa

Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Menning

Mánudagsstreymið: Fjölmenna í Vanguard

Það verður bæði fjölmennt og góðmennt hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir fá til liðs við sig þau Evu úr Babe Patrol og bardagakappann Gunnar Nelson til að spila nýjasta Call of Duty leikinn.

Leikjavísir

CBS elti OMAM til Íslands

Útsendari bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS heimsótti íslensku sveitina Of Monsters and Men hér á landi á dögunum og ræddi við meðlimi bandsins.

Lífið