Tíska og hönnun

Arnaldur Karl gekk í tískusýningu Armani í Dubai

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Arnaldur ásamt fleiri fyrirsætum í Dubai.
Arnaldur ásamt fleiri fyrirsætum í Dubai. Instagram

Íslenska fyrirsætan Arnaldur Karl Einarsson gekk tískupallinn í tískusýningu Armani á dögunum. Sýningin fór fram í Dubai og segir Arnaldur að hann hafi notað mikið af sólarvörn í ferðinni.

Tískusýning Giorgio Armani var haldin samhliða opnun Expo 2020 sýningarinnar. Tískusýningin kallast One Night Only og hefur áður verið haldið í borgum eins og London, Róm, París og New York. 

Giorgio Armani í lok One Night Only í Dubai á dögunum.Getty/Cedric Ribeir

Hér fyrir neðan má sjá Arnald á sýningunni, klæddan í hvít föt frá Armani. 

Arnaldur er á skrá hjá Eskimo models en vinnur einnig með Storm models í Bretlandi og Boom models á Ítalíu. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.