Lífið

Leikari Tarzans látinn

Gordon Scott, sem þekktastur er fyrir túlkun sína apamanninum Tarzan, er látinn 80 ára að aldri. Að sögn lækna var dánarorsökin hjartakvilli.

Lífið

Einstakt myndband með Mugison

Notendur Vísis geta nú séð hér einstakt myndband með Mugison þar sem hann tekur lag sitt Murr, Murr niður í fjöru. Mugison er næsti viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki n.k sunnudag.

Lífið

Láttu Gere í friði

Indverskur dómari sem gaf út handtökuskipun á hendur Richard Gere fyrir að kyssa indverska leikkonu, hefur verið fluttur til í starfi. Dinesh Gupta vildi líka láta handtaka leikkonuna Shilpu Shetty. Kossarnir smullu á samkomu í Indlandi, þar sem var vakin athygli á alnæmis-vandanum. Gere hefur verið duglegur við að leggja þeim málstað lið.

Lífið

Jóhanna Guðrún springur út í haust

Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana.

Tónlist

Hefur séð söngleikinn Abbababb tólf sinnum

„Ég var veik síðast og komst ekki. Þannig að ég er bara búin að sjá tólf sýningar," segir söngkonan og pólitíkusinn Heiða sem gjarnan er kennd við Unun. Þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd með félögum sínum í Vinstri grænum á Hornafirði en fyrir dyrum stóð kosningafundur þar þá um kvöldið.

Lífið

Handtekinn í New York

Bandaríski rapparinn Busta Rhymes hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í New York. Rhymes, sem heitir réttu nafni Trevor Smith, var handtekinn á bíl sínum skömmu eftir miðnætti.

Lífið

Tyson-kjóllinn falur fyrir rétt verð

Vinkonurnar Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland, og Karen Lind Tómasdóttir, Ungfrú Suðurnes 2007, standa fyrir uppboði til styrktar Forma, samtökum átröskunarsjúklinga, á bloggsíðu sinni.

Lífið

Hafnaði góðu boði

Söngkonan Madonna hefur hafnað boði um að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley í júlí. Ástæðan er sú að hún verður önnum kafin við æfingar fyrir Live Earth-tónleika sex dögum síðar.

Tónlist

Björk: Volta - fjórar störnur

Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greinilega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpískar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upphafi til enda.

Gagnrýni

Justin vill semja kántrílög

Popparinn Justin Timberlake vill draga sig í hlé frá sviðsljósinu og semja kántrílög í ró og næði. Justin er frá Tennessee þar sem kántríið er í hávegum haft og vill hann kanna þessar kántrírætur sínar betur.

Tónlist

Þorir ekki að breyta Eiríki neitt

Svavar Örn Svavarsson, hárgreiðslumeistarinn knái, er genginn til liðs við Eurovision-hópinn. Hann er hokinn af reynslu í þessum fræðum enda í sjötta skipti sem hann heldur út í Eurovision. „Þetta er alltaf jafnmikið stuð og þessi hópur, að öðrum ólöstuðum, er einn sá skemmtilegasti sem ég hef farið með,“ segir Svavar.

Lífið

Viskíið bjargaði Páli Ásgeiri

Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður lagði Katrínu Jakobsdóttur, frambjóðanda og varaformann Vinstri grænna, í æsispennandi viðureign í Meistaranum í gærkvöldi. Er Páll þar með kominn í undanúrslit ásamt Jóni Pálma Óskarssyni, Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og Helga Árnasyni.

Lífið

DiCaprio og Cohen áhrifamiklir

Leikararnir Leonardo DiCaprio, Rosie O"Donnell og Sacha Baron Cohen eru á meðal þeirra sem eru á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims.

Lífið

Gamall draumur rætist

Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti.

Tónlist

Oasis númer eitt

Live Forever með Oasis hefur verið kjörið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðvarinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana.

Tónlist

Lífið er flóknara núna

Margir bíða spenntir eftir komu stórsveitar Gorans Bregovic til Íslands en sá annálaði tónsmiður og sprelligosi mun leika á Listahátíð í samvinnu við heimstónlistarhátíðina Vorblót.

Tónlist

Styrkur í austurátt

Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi.

Tónlist

Seldi Danger Mouse tvö lög

Bandaríski tónlistarmaðurinn Danger Mouse, annar helmingur Gnarls Barkley sem sló í gegn síðasta sumar með laginu Crazy, hefur keypt tvö lög af íslenska rapparanum Steve Sampling.

Tónlist

Selur eigur Kurts Cobain á uppboði

Courtney Love, fyrrum eiginkona Kurt Cobain heitins, áformar að halda uppboð á eigum hans. Hún kveðst enn sofa í náttfötum af honum, en segist óttast að hún finni ástina aldrei aftur nema með því að skilja við það gamla. Umrædd náttföt verða á meðal þess sem verður boðið upp, en Love segir heimili sitt líkjast grafhýsi.

Lífið

Sóló í haust

Fyrsta sólóplata Serj Tankian, söngvara System of a Down, kemur út í haust og nefnist hún Elect the Dead. Aðrir meðlimir System eru einnig að starfa sitt í hverju horni.

Tónlist

Steingarðar byggðir í Eyjafirði

Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn.

Menning

Veðrið er viðmót umhverfisins

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, er sérlegur verndari Baráttuhóps um betra veður. „Ég er nú voðalega lélegur skjólveggur, en ef menn vilja standa í mínu skjóli er það guðvelkomið,“ sagði Páll. Formlegur stofnfundur hópsins fer fram í Hæðargarði í Reykjavík í dag.

Lífið

Hlýtt á tal tveggja

Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson ræðir við kollega sinn frá Frakklandi, Edouard Glissant, í sérstakri dagskrá í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? á morgun.

Menning

Leðrið sérhannað og saumað á Eika

„Hann verður í nýju sniði og sérsaumuðum buxum,“ segir Grétar Baldursson, hinn landskunni leðurhönnuður í Kós-leðurvörum, en hann hefur skilað af sér leðurfatnaðinum sem Eiríkur Hauksson á að klæðast á sviðinu í Helsinki. Væntanlega hefur Grétar gert ráð fyrir tveimur af hvorri sort enda ólíklegt að Eiríkur klæðist sama fatnaði bæði kvöldin.

Lífið

Lay Low fer til Bandaríkjanna

Tónlistarkonan Lay Low er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York. Áður en Lay Low fer til Bandaríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem verður haldin í Brighton á Englandi.

Tónlist

Britney snýr aftur

Poppprinsessan fyrrverandi Britney Spears steig á svið í fyrsta sinn í tæp þrjú ár á klúbbnum House of Blues í Los Angeles á dögunum. Söng hún fimm lög, þar á meðal Baby One More Time.

Lífið

Tónlist og tíska í blóðinu

Hvort börn fræga og fallega fólksins fæðast með tískuvitund í blóðinu skal látið ósagt. Hitt er víst að merkilega margar stúlkur sem skiptast á að prýða síður tísku- og slúðurblaðanna eru dætur heimsfrægra tónlistarmanna. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir tískuvitund og sérstakan stíl.

Lífið

Auddi níundi á Íslandsmóti í skvassi

Skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal keppti á Íslandsmótinu í skvassi í Veggsporti um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í mótinu og endaði hann í níunda sæti í A-flokki, sem er næstefsti flokkurinn.

Lífið