Lífið

Pamela Anderson bauluð niður í Cannes

Brjóstagóða Baywatch stjarnan Pamela Anderson var bauluð niður af ljósmyndurum þegar hún mætti of seint í myndatöku á Cannes hátíðinni á föstudag og stillti sér aðeins upp í örfáar mínútur.

Lífið

Íslensk tíska komin á kortið hjá New York Times

New York Times hefur birt tískukort yfir Reykjavík. Blaðið segir að þó Reykjavík hafi lengi verið í fremstu röð í listum og tónlist hafi borgið verið lítið þekkt í tískuheiminum. Þetta sé þó óðum að breytast fyrir tilstilli líflegrar unglingamenningar og fatahönnunardeild listaháskólans.

Lífið

Kynlífshjálpartæki Jacksons til sölu

Fleiri en tuttugu þúsund munir sem eitt sinn tilheyrðu Michael Jackson verða seldir á uppboði á Hard Rock Hótelinu í Las Vegas í lok mánaðarins. Á meðal munanna eru kynlífshjálpartæki og málverk af nöktum drengjum.

Lífið

Hvaladráp kemur út

Nýjasta breiðskífa Mínus, The Great Northern Whalekill, kemur út á mánudag á vegum Smekkleysu. Þetta er fjórða hljóðversskífa Mínus, sem síðast sendi frá sér Halldór Laxness árið 2003, sem var valin besta plata ársins af tónlistarspekúlöntum.

Tónlist

Tina Turner söng á Baugsdegi

Hún var alveg geggjuð kellingin, segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner.

Tónlist

Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak

Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki.

Lífið

Olsen-systur í næstu Bond-mynd

Olsen-systurnar munu mögulega verða fyrstu tvíburarnir til að leika Bond-stúlkur. Barnastjörnurnar fyrrverandi eru í viðræðum við framleiðendur Bond myndanna um að taka að sér hlutverk Bond-stúlkna á móti Daniel Craig í næstu mynd um spæjarann sjarmerandi.

Lífið

Ungabarn með byssuleyfi

Bubba Ludwig er 11 mánaða gamall. Hann getur hvorki talað né gengið, en það kemur ekki í veg fyrir að hann fái byssuleyfi í Illinois fylki í Bandaríkjunum.

Lífið

Maður drekkir sorgum, kona drekkir bíl.

Einn bjór enn kostaði breskan karlmann á þrítugsaldri aleiguna. Jason Wilson, 24 ára gamall maður frá norður Englandi vildi vera aðeins lengur á kránni. Kærastan hans vildi fara heim.

Lífið

Blóðugur slagur fyrir betri tíð

Söngur, dans, fyllerí og slagsmál. Nei, við erum ekki að tala um íslenskt sveitaball - heldur uppskeruhátíðina Tinka. Í byrjun Maí ár hvert hittast þúsundir Bólivískra frumbyggja í afskekktum þorpum í fjallahéruðum landsins. Þar drekka þeir sig fulla og slást, jarðargyðjunni Bajamama til dýrðar.

Lífið

Plötusamningur við 8MM

Blúsarinn Elliði Tumason, eða ET Tumason eins og hann kallar sig, hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfufyrirtækið 8MM Musik, sem hefur einnig Singapore Sling á sínum snærum.

Tónlist

Eiturlyfjaglaðningur í barnaboxi

Átta ára stúlka fékk sérstakan glaðning í barnaboxinu sínu þegar hún heimsótti Macdonalds veitingastað í Illinois í Bandaríkjunum - stóran köggul af maríjúana. Í boxinu voru líka pípa og kveikjari til að njóta glaðningsins.

Lífið

Mögnuð tónlistarblanda

Goran Bregovic leikur ásamt Wedding & Funeral Band í Laugardalshöllinni annað kvöld. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Vorblóts og Listahátíðar í Reykjavík. Trausti Júlíusson leit yfir fjölbreyttan feril Gorans sem spannar yfir 30 ár.

Tónlist

Lög níunda áratugarins

Safnplatan „100 íslensk 80’s lög á 5 geislaplötum“ kemur út mánudaginn 4. júní. Plöturnar eru fimm saman í einum pakka með hundrað lögum frá níunda áratugnum og eru öll með íslenskum flytjendum.

Tónlist