Lífið

Með leirdúfur í garðinum og silung í tjörninni

Breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford er íslendingum að góðu kunnur en hann stofnaði Karen Millen með konu sinni, sem Baugur síðar keypti. Í umtalaðri bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra Singer & Friedlander, Ævintýraeyjan - Uppgangur og endalok fjármálaveldis, lýsir hann kynnum sínum af þessum magnaða kaupsýslumanni.

Lífið

Umfjöllun: Sannfærandi MR-sigur í Bláa sal

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann á hinum árlega kappdegi skólanna í gær. Verzlingar voru einu stigi yfir MR-ingum eftir keppni í ýmsum greinum í Hljómskálagarðinum yfir daginn. MR-ingum tókst hins vegar að snúa gæfunni sér í hag og unnu sannfærandi sigur í ræðukeppni um kvöldið. Þar með unnu MR-ingar MR-VÍ daginn 2009.

Lífið

MR vann Versló enn og aftur!

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR-inga um kvöldið.

Lífið

Geir Jón rakaði sig fyrir eiginkonuna

„Ég var að sýna konunni hvernig ég lít út. Við áttum trúlofunarafmæli og hana langaði að sjá hvernig ég leit út þegar við trúlofuðum okkur. Ég rakaði allt af og sagði „svona var ég“. Henni leist vel á og vill að ég verði svona,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík.

Lífið

Obama kom ekki til Frikka

„Hann mætti ekki en ég bind vonir við að hann komi í desember. Hann var líka svo stuttan tíma hérna,“ segir Friðrik Weisshappel, eigandi Laundromat í Kaupmannahöfn. Hann tók sig til, keypti heilsíðuauglýsingu í danska stórblaðinu Politiken og bauð Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í hamborgara.

Lífið

Russell Brand bætir Katy Perry á listann

Samkvæmt nýjustu fréttum vestanhafs fór ofurdólgurinn Russell Brand með hina fagursköpuðu Katy Perry í ferðalag til Taílands á dögunum. Engum sögum fer af því hvað gekk á í ferðinni, en Brand er þekktur kvennabósi með gríðarlega langan lista af ástkonum.

Lífið

Fagnar með Dwight Yorke

„Ég ákvað að skella mér út. Það var skyndiákvörðun, það er alltaf skemmtilegast,“ segir fyrirsætan og neminn Kristrún Ösp Barkardóttir. Kristrún flaug út til London í morgun í boði fótboltakappans Dwight Yorke.

Lífið

Þjóðin losnar ekki við mig

Gamansketsar Steinda Jr. sem sýndir voru á Skjáeinum í sumar gerðu piltinn að einum vinsælasta grínista landsins á mjög skömmum tíma. Fréttablaðið yfirheyrði þennan dreng sem er stoltur af því að búa í Mosfellsbæ.

Lífið

Auðvaldið fær misjafna dóma

Nýjasta mynd Micahels Moore, Capitalism: A Love Story (Auðvald: Ástarsaga), fær afar misjafna dóma í Bandaríkjunum þar sem hún var nýlega frumsýnd. Rolling Stone segir: „Þessi mynd gæti breytt lífi þínu. Ég grét af hlátri.“ En Salon segir: „Þetta er sannarlega ástarsaga, en hún fjallar minnst um galla auðvaldsins og því meira um dálæti Michaels á sinni eigin röddu og því sem honum finnst vera sín eigin greind.“ Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. október í Háskólabíói.

Lífið

Kvikmyndagerð slátrað

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru æfir yfir þeim niðurskurði sem boðaður er á framlögum ríkisins til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Slátrun, segir Ari Kristinsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Í fjárlagafrumvarpi Steingríms J. Sigfússonar kemur fram að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði skorin niður um 206 milljónir, sem samsvarar þrjátíu prósenta niðurskurði.

Lífið

Letterman viðurkennir framhjáhald

Spjallþáttastjórnandinn David Letterman kom áhorfendum sínum í opna skjöldu nýverið þegar hann viðurkenndi, í beinni útsendingu, að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við fjölmargar samstarfskonur sínar á undanförnum árum.

Lífið

Glæsilegt afmæli Maríu

Söngskóli Maríu Bjarkar fagnaði fimmtán ára afmæli á fimmtudaginn en þar hafa margar af fremstu söngkonum landsins stigið sín fyrstu skref í átt til frægðar og frama.

Lífið

Flateyjargáta í sjónvarpið

„Hún er allavega farin í þróun, við sjáum svo til hvernig gengur að fjármagna hana,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Hann samdi nýlega við glæpasagnarithöfundinn Viktor Arnar Ingólfsson um að gera sjónvarpsseríu byggða á bók Viktors, Flateyjargátu. Þeir tveir hafa áður ruglað saman reytum því Björn Brynjúlfur leikstýrði einnig þáttaröðinni Mannaveiðum sem byggð var á bók Viktors og sýnd á RÚV.

Lífið

Kippi fær sjöu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson hefur verið að grúska í tónlist undir nafninu Kippi Kaninus um nokkurra ára skeið. Fyrir fjórum árum gaf hann út plötuna Happens Secretly sem fékk ágætis viðtökur. Í vikunni dúkkaði upp dómur um plötuna á vef Clashmusic.

Lífið

Rauðari Fabúla á nýrri plötu

Ný plata með Fabúlu, In Your Skin, kemur út í lok október. „Platan var tekin upp niðri við höfn í Hafnarfirði í hljóðveri Rafnsbræðra, Error, við vængjaþyt og fiskiilm,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir, Fabúla. „Platan dvelur meira við léttu hliðar lífsins frekar en þær angurværu eins og síðasta platan, Dusk, gerði. Dusk var blá, en þessi rauðari.“

Lífið

Strumparnir og Egó snúa aftur

Jólin og jólaplötuflóðið nálgast. Þótt margar stórkanónur eins og Bjöggi og Hjálmar hafi nú þegar gefið út sína diska er von á mörgum athyglisverðum útgáfum á næstu vikum og mánuðum.

Lífið

Íslenskir bankamenn fá verðlaun

Hin svokölluðu IG-nóbelsverðlaun voru nýlega veitt þeim sem skarað hafa fram úr í bjánaskap. Tímarit Harvard-háskólans veitir verðlaunin stuttu fyrir hin eiginlegu Nóbelsverðlaun.

Lífið

Framhjáhaldið jók áhorfið

Áhorf á þátt David Letterman, Late Show, jókst um 22% þegar hann viðurkenndi í beinni útsendingu í gær að hann hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni og átt í sambandi við samstarfskonur sínar.

Lífið

Fiskbúð komin á fésbók

Sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki skrá sig á samskiptasíðuna Facebook, þeirra á meðal er Fiskbúð Hólmgeirs sem er í Mjóddinni. Fisksalinn Hólmgeir Einarsson segist hafa verið lengi í bransanum en tekur fram að fiskbúðin í Mjóddinni sé glæný.

Lífið

Fréttahaukur snýr sér að trommuleik

Fréttamaðurinn Haukur Holm fetar í fótspor sona sinna og þreifar sig áfram í tónlistinni. Hann segist vera vita laglaus en spilar þrátt fyrir það á gítar og er að leita sér að rafmagnstrommusetti.

Lífið

Kjaftar kærastann í kaf

„Ég er komin í frí frá útvarpinu, það er rétt," segir Ragnhildur Magnúsdóttir, útvarpskona á Bylgjunni og Létt-Bylgjunni, en glöggir útvarpshlustendur hafa vafalítið veitt því athygli að rödd hennar hljómar ekki á öldum ljósvakans lengur.

Lífið

Jóhanna syngur jólin inn fyrir Svía

Jóhanna Guðrún, Eurovision-stjarna okkar Íslendinga, er ein af stjörnum hins árlega Julegalan sem haldið er um alla Svíþjóð ár hvert. Umgjörð tónleikanna minnir á Frostrósar-tónleikana sem haldnir hafa verið hér á landi og notið mikilla vinsælda.

Lífið

Fimm þúsund stálu Fangavakt

Hátt í fimm þúsund netverjar hafa stolið fyrsta þættinum af Fangavaktinni á skráarskiptasíðum. Þetta segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Hann óttast að ef ekkert verði að gert muni þessi tala hækka töluvert. Snæbjörn átti fund með lögreglunni á miðvikudaginn og lagði þar fram gögn sem var safnað þegar þátturinn var frumsýndur á sunnudagskvöldinu.

Lífið

Jessicu Biel dömpað í gegnum síma

Fréttir af meintum sambandsslitum söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Jessicu Biel verða fyrirferðarmeiri með hverjum degi. Tímaritið US Weekly segir að Timberlake hafi fært Biel fréttirnar í gegnum síma fyrir mánuði. Leikkonan mun vera miður sín og neitar að trúa því að sambandinu sé lokið. Parið byrjaði fyrst að stinga saman nefjum fyrir þremur árum. Timberlake mætti einn á frumsýningu nýrrar fatalínu sinnar í New York í septemberbyrjun og segja sjónarvottar að hann hafi hagað sér sem einhleypur maður og meðal annars dansað þétt allt kvöldið við hávaxna stúlku í svörtum kjól.

Lífið

Næturlífið færist vestur fyrir læk

Heitustu skemmtistaðirnir eru nú flestir fyrir vestan Lækjargötu. Þessi þróun hefur átt sér stað á skömmum tíma en er í raun afturhvarf til þess sem áður var. Fréttablaðið kannaði málið.

Lífið

Semur Sign-plötu á íslensku

Ragnar Sólberg heldur áfram að semja tónlist fyrir Sign þó að bróðir hans sé hættur í sveitinni. Hann nýtur þess að vinna að tónlist í Svíþjóð. „Platan verður á íslensku. Hún er að verða svo góð að ég er að spá í að gera hana á ensku líka,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg um fyrstu drög að nýrri plötu hljómsveitarinnar Sign.

Lífið

Meira fjörið hjá Abba-bræðrum

Nú er nýlokið fyrstu prufum fyrir uppsetningu á Mamma Mia! í Kaupmannahöfn en verkið fer upp í Tivoli Konsertsal og er frumsýning áætluð eftir ár.

Lífið

Kvikmyndatónskáld safnar fyrir bágstadda Íslendinga

„Íslendingar í útlöndum hafa miklar áhyggjur af ástandinu heima og við, sem búsett erum erlendis, fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast,“ segir Veigar Margeirsson, kvikmyndatónskáld í Los Angeles. Hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Rögnu Jónasdóttur, stofnað söfnunarsíðuna silverliningcharity.org þar sem fólki gefst kostur á að gefa peninga til styrktar bágstöddum Íslendingum.

Lífið