Fréttahaukur snýr sér að trommuleik 2. október 2009 06:30 Músíkalskur. Fréttamaðurinn Haukur Holm hefur spilað á gítar í nokkur ár. Hann er nú að leita sér að rafmagnstrommusetti til að spila á í bílskúrnum.Fréttablaðið/GVA Fréttamaðurinn Haukur Holm fetar í fótspor sona sinna og þreifar sig áfram í tónlistinni. Hann segist vera vita laglaus en spilar þrátt fyrir það á gítar og er að leita sér að rafmagnstrommusetti. „Ég hefði auðvitað helst viljað alvöru trommusett en þá hefði ég þurft að einangra allan bílskúrinn,“ segir sjónvarpsfréttamaðurinn skeleggi Haukur Holm, sem leitar nú logandi ljósi að rafmagnstrommusetti. Hann hyggst þó ekki sækja um stöðu trommuleikara í hljómsveitum sona sinna en telur sig hafa sitthvað fram að færa þegar kemur að því að berja húðirnar. Haukur segist líka vera að spá í þennan grip fyrir yngsta son sinn, sem hafi sýnt góða takta á trommur þótt hann læri nú á rafmagnsgítar hjá Gítarskóla Íslands. Haukur upplýsir að það sé gamall draumur hjá honum að eignast trommusett. Sjónvarpsfréttamaðurinn segir að hann hafi einu sinni talað mjög mikið um þrá sína eftir trommusetti við eiginkonu sína og að ein jólin hafi hún látið undan og gefið honum gítar. „Ég veit reyndar ekkert hvaðan þessi gítar kom. En ég fór auðvitað að æfa mig og taldi mig vera orðinn þokkalegan gítarleikara nema að það vildi enginn hlusta á mig,“ segir Haukur og rifjar upp skondna sögu þegar hann sat eitt sinn og spilaði og sonur hans heyrðist segja við móður sína: „Ég veit að pabba dreymir um að verða gítarleikari, en það geta bara ekki allir draumar ræst.“ En þrátt fyrir allt hefur tónlistin tekið öll völd hjá sonum Hauks. Georg er auðvitað bassaleikari í Sigur Rós, Kjartan gítarleikari í For a Minor Reflection og nú er sá yngsti, Starri, farinn að feta sig áfram á tónlistarveginum. Hann var til að mynda í námi hjá Ragnari Zolberg, aðalsprautunni í Sign, og þeir tveir hafa tekið upp tvö lög sem eru kirfilega varðveitt á geisladisk. Haukur kveðst raunar ekki skilja hvaðan þessi tónlistargen komi því sjálfur sé hann gjörsamlega laglaus. „En ég hef alltaf hlustað mikið á tónlist, lesið mér til um hana og tel mig vera nokkuð vel að mér í rokkfræðunum,“ segir Haukur og jánkar því að strákarnir hans séu að uppfylla gamlan draum hans, um að standa á sviði fyrir framan áhorfendur og spila rokk. „Það var annaðhvort það eða að verða góður í íþróttum. Annars held ég að strákarnir mínir séu búnir að fara með drauminn langt umfram það sem gamla manninn dreymdi alltaf um.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Fréttamaðurinn Haukur Holm fetar í fótspor sona sinna og þreifar sig áfram í tónlistinni. Hann segist vera vita laglaus en spilar þrátt fyrir það á gítar og er að leita sér að rafmagnstrommusetti. „Ég hefði auðvitað helst viljað alvöru trommusett en þá hefði ég þurft að einangra allan bílskúrinn,“ segir sjónvarpsfréttamaðurinn skeleggi Haukur Holm, sem leitar nú logandi ljósi að rafmagnstrommusetti. Hann hyggst þó ekki sækja um stöðu trommuleikara í hljómsveitum sona sinna en telur sig hafa sitthvað fram að færa þegar kemur að því að berja húðirnar. Haukur segist líka vera að spá í þennan grip fyrir yngsta son sinn, sem hafi sýnt góða takta á trommur þótt hann læri nú á rafmagnsgítar hjá Gítarskóla Íslands. Haukur upplýsir að það sé gamall draumur hjá honum að eignast trommusett. Sjónvarpsfréttamaðurinn segir að hann hafi einu sinni talað mjög mikið um þrá sína eftir trommusetti við eiginkonu sína og að ein jólin hafi hún látið undan og gefið honum gítar. „Ég veit reyndar ekkert hvaðan þessi gítar kom. En ég fór auðvitað að æfa mig og taldi mig vera orðinn þokkalegan gítarleikara nema að það vildi enginn hlusta á mig,“ segir Haukur og rifjar upp skondna sögu þegar hann sat eitt sinn og spilaði og sonur hans heyrðist segja við móður sína: „Ég veit að pabba dreymir um að verða gítarleikari, en það geta bara ekki allir draumar ræst.“ En þrátt fyrir allt hefur tónlistin tekið öll völd hjá sonum Hauks. Georg er auðvitað bassaleikari í Sigur Rós, Kjartan gítarleikari í For a Minor Reflection og nú er sá yngsti, Starri, farinn að feta sig áfram á tónlistarveginum. Hann var til að mynda í námi hjá Ragnari Zolberg, aðalsprautunni í Sign, og þeir tveir hafa tekið upp tvö lög sem eru kirfilega varðveitt á geisladisk. Haukur kveðst raunar ekki skilja hvaðan þessi tónlistargen komi því sjálfur sé hann gjörsamlega laglaus. „En ég hef alltaf hlustað mikið á tónlist, lesið mér til um hana og tel mig vera nokkuð vel að mér í rokkfræðunum,“ segir Haukur og jánkar því að strákarnir hans séu að uppfylla gamlan draum hans, um að standa á sviði fyrir framan áhorfendur og spila rokk. „Það var annaðhvort það eða að verða góður í íþróttum. Annars held ég að strákarnir mínir séu búnir að fara með drauminn langt umfram það sem gamla manninn dreymdi alltaf um.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira