Lífið

Kvikmyndatónskáld safnar fyrir bágstadda Íslendinga

Er hálfgerður Þjóðernissinni. Veigar Margeirsson og eiginkona hans, Sigríður Ragna, hafa sett á fót söfnunarsíðu fyrir bágstadda Íslendinga. Hér eru þau með börnum sínum í Los Angeles.
Er hálfgerður Þjóðernissinni. Veigar Margeirsson og eiginkona hans, Sigríður Ragna, hafa sett á fót söfnunarsíðu fyrir bágstadda Íslendinga. Hér eru þau með börnum sínum í Los Angeles.

„Íslendingar í útlöndum hafa miklar áhyggjur af ástandinu heima og við, sem búsett erum erlendis, fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast,“ segir Veigar Margeirsson, kvikmyndatónskáld í Los Angeles. Hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Rögnu Jónasdóttur, stofnað söfnunarsíðuna silverliningcharity.org þar sem fólki gefst kostur á að gefa peninga til styrktar bágstöddum Íslendingum. Áætlað er að 1. desember verði í fyrsta sinn gefnir peningar úr sjóðnum en Veigar segir þau hjónin vilja leggja sitt af mörkum til að aðstoða fólk til að halda gleðileg jól. „Við lesum auðvitað fréttir af Íslendingum og aukinni sókn eftir aðstoð ýmissa hjálparsamtaka. Það er skelfilegt að hugsa til þess að sumar íslenskar fjölskyldur eru nánast komnar undir fátæktarmörk.“

Veigar hefur um árabil verið búsettur í Bandaríkjunum og samið tónlist við auglýsingar, stiklur og annað tengt afþreyingariðnaðinum. Hann samdi meðal annars tónlistina við íslensku spennumyndina Köld slóð þar sem Anita Briem fór með eitt aðalhlutverkanna. Hann hefur varið litlum tíma á Íslandi eftir að kreppan skall á. „Hér er auðvitað líka kreppa en fallið heima er svo hratt og gerist svo snöggt að þetta er varla sambærilegt,“ útskýrir Veigar og bætir því að margir Íslendingar sem búi í Bandaríkjunum hafi átt erfitt með að senda peninga heim. Heimasíðan geri því auðveldara um vik. „Fólk má ekki gleyma því að vegna stöðu krónunnar þá getur erlend mynt gert kraftaverk, það þarf ekki margar evrur eða dollara til að ná góðri upphæð,“ útskýrir Veigar.

Hann segir að Íslendingar megi aldrei halda að fólkið í útlöndum hafi gleymt þeim. Síður en svo. „Við höfum mjög sterkar taugar til Íslands og erum hálfgerðir þjóðernissinnar. Það hefur síður en svo minnkað eftir kreppuna,“ segir Veigar og tekur fram að auðvitað sé Íslendingum heima frjálst að gefa til söfnunarinnar. Eins og áður segir er heimasíða söfnunarinnar silverliningcharity.org og þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um málið. Íslenski reikningur söfnunarinnar er 0142-05-006966 og kennitalan er 060672-3509.freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.