Lífið

Framhjáhaldið jók áhorfið

Þáttastjórnandinn David Letterman.
Þáttastjórnandinn David Letterman.
Áhorf á þátt spjallaþáttastjórnandans David Letterman, Late Show, jókst um 22% þegar hann viðurkenndi í beinni útsendingu í gær að hann hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni og átt í sambandi við samstarfskonur sínar.

Þáttastjórnandinn greindi jafnframt frá því að samstarfsmaður hans reyndi að kúga fé út úr honum vegna þessa. Í framhaldinu leitaði Letterman til lögreglu sem handtók samstarfsmanninn.

Áhorf á þáttinn í gær sló þó ekki fyrri met. Fleiri horfðu á þáttinn fyrir fáeinum dögum þegar Barack Obama var gestur Letterman og þegar Oprah Winfrey mætti í þáttinn í desember 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.