Lífið

Elli hættur í Steed Lord

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord hafa verið búsettir í Los Angeles frá því í ágúst í fyrra og að sögn söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur eru þau búin að koma sér vel fyrir í borginni, en þau hyggjast dvelja þar um óákveðinn tíma.

Lífið

DiCaprio blæðir í fimm karata demantstrúlofunarhring

Leikarinn Leonardo DiCaprio sást nýverið í skartgripaverslun í Beverly Hills þar sem hann skoðaði trúlofunarhringa. „Hann vildi skoða fimm karata demantstrúlofunarhringa. Hann virtist ekki geta ákveðið sig. Hann sagðist ætla að mæta aftur með móður sína til að fá hennar ráðleggingar,“ sagði heimildarmaður.

Lífið

Kórar kallast á

Kór National Philharmonic frá Washington DC sækir heim íslenska kórinn Vox Academica þessa dagana og er stefnt á kóramót sveitanna tveggja í Langholtskirkju á laugardag kl 15.

Lífið

Get him to the Greek lítur vel út

Gamanmyndin Get him to the Greek verður frumsýnd um helgina. Myndin er ekki sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Forgetting Sarah Marshall, þar sem áhorfendur fengu að kynnast hinni óforskömmuðu rokkstjörnu Aldous Snow, þótt Snow sé vissulega miðpunktur myndarinnar. Þar að auki leikur Jonah Hill eldheitan aðdáanda stjörnunnar eins og í Söruh Marshall-myndinni þótt þær tvær persónur hans eigi annars lítið sameiginlegt.

Lífið

Belle & Sebastian komin á fleygiferð

Skoska poppsveitin Belle & Sebastian er á leið í tónleikaferð um heiminn sem hefst í Finnlandi 11. júlí. Meðal fleiri viðkomustaða eru Spánn, Japan, Bandaríkin, Bretland og Mexíkó. Þetta verður fyrsta tónleikaferð sveitarinnar um Norður-Ameríku frá árinu 2006.

Lífið

Ný leikflétta hálfvitanna

Grallararnir í Ljótu hálfvitunum hafa sent frá sér sína þriðju plötu. Rétt eins og fyrri plöturnar heitir hún ekki neitt og er auk þess keimlík hinum tveimur í útliti.

Lífið

Yoko Ono vill að Oasis komi saman aftur

Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, vonar að hljómsveitin Oasis muni koma aftur saman. Sveitin hætti fyrir nokkru eftir hávaðarifrildi bræðranna Liams og Noels Gallagher. Síðan þá hafa þeir ekki talast við.

Lífið

E-Label í TopShop á Íslandi

Hönnunarmerkið E-Label verður fáanlegt í verslunum TopShop í Kringlunni og Smáralind frá og með deginum í dag. Í tilefni þess verður efnt til veislu í versluninni TopShop í Kringlunni klukkan 18.00 í kvöld og verður ný sumarlína E-Label frumsýnd við sama tækifæri.

Tíska og hönnun

Fjörugt sumar í vændum

Þrátt fyrir niðurskurð og fækkun stöðugilda munu listhópar Hins hússins halda áfram að auðga miðborgarlífið með skemmtilegum uppákomum. Uppistandshópur er meðal þess sem verður í boði.

Lífið

KK semur Þjóðhátíðarlagið

Kristján Kristjánsson, best þekktur sem KK, semur Þjóðhátíðarlagið í ár en það verður frumflutt á sérstakri for-Þjóðhátíð sem halda á í Reykjavík í sumar.

Lífið

Biggi gengst loksins við Maus

„Þetta er eins og þegar maður býr í Vestmannaeyjum þá fær maður eftirnafn. Þetta er eftirnafnið mitt og ég er búinn að taka því og fagna því," segir Birgir Örn Steinarsson - Biggi Maus.

Lífið

Hómer vinsælasta persóna síðustu 20 ára

Hómer Simpson er vinsælasta sjónvarps- og kvikmyndapersóna síðustu tuttugu ára, samkvæmt könnun bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly. Í öðru sæti í könnuninni lenti galdrastrákurinn Harry Potter og Buffy The Vampire Slayer varð í því þriðja.

Lífið

Næsta Söngvakeppni verður á íslensku

„Röksemdin fyrir þessari breytingu er að Söngvakeppni Sjónvarpsins er fyrst og fremst íslensk söngvakeppni fyrir íslenska áhorfendur,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Öll lög í næstu Söngvakeppni Sjónvarpsins verða að vera sungin á íslensku ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár.

Lífið

Centurion: þrjár stjörnur

Þrusugóð hasarmynd. Flottir leikarar, harðir naglar og svalar píur. Leikstjórinn vinnur með stef og stemningar úr fyrri myndum sínum.

Lífið