Lífið

Hómer vinsælasta persóna síðustu 20 ára

Hómer er vinsælasta sjónvarps- og kvikmyndapersóna síðustu tuttugu ára.
Hómer er vinsælasta sjónvarps- og kvikmyndapersóna síðustu tuttugu ára.

Hómer Simpson er vinsælasta sjónvarps- og kvikmyndapersóna síðustu tuttugu ára, samkvæmt könnun bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly. Í öðru sæti í könnuninni lenti galdrastrákurinn Harry Potter og Buffy The Vampire Slayer varð í því þriðja.

Að sögn Matts Groening, höfundar The Simpsons-þáttanna, er Hómer svona vinsæll „vegna þess að öll erum við knúin áfram af löngunum sem við viljum ekki viðurkenna að við höfum".

Í fjórða sæti í könnuninni lenti Tony Soprano úr þáttunum The Sopranos og Jókerinn úr Batman varð í því fimmta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.