Lífið

Lánlausa leikkonan Lindsay

Óheppnin virðist elta Lindsay Lohan þessa dagana.
Óheppnin virðist elta Lindsay Lohan þessa dagana. Nordicphotos/getty

Leikkonan Lindsay Lohan ætlaði að gista á Sunset Tower-hótelinu í Hollywood fyrir skemmstu en þurfti frá að víkja þar sem öll herbergi hótelsins voru bókuð.

„Konan í móttökunni sagði Lindsay að hótelið væri fullt en Lindsay þrætti við hana og sagði að samkvæmt heimasíðu hótelsins ættu einhver herbergi að vera laus. Hún heimtaði að starfsstúlkan hefði samband við eiganda hótelsins en hann var ekki við," var haft eftir sjónarvotti.

Lohan gisti þess í stað á Pacific Palisades-hótelinu þar sem hún sást reykja eins og strompur og innbyrti mikið magn orkudrykkja. Leikkonunni var nýlega gert að ganga með ökklaband svo hægt sé að fylgjast með áfengisneyslu hennar, en hún hafði þá brotið skilorð nokkrum sinnum.

„Red Bull, vatn og vinna - bestu vinir mínir. Allir ættu að prófa! Þið munuð komast að raun um að það er mun skemmtilegra," skrifaði leikkonan á Twitter-síðu sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.