Lífið

Vel heppnuð frumsýning

Gamanmyndin Okkar eigin Osló var frumsýnd í Smárabíói í fyrrakvöld. Þangað mættu leikarar og aðrir starfsmenn myndarinnar ásamt fleiri góðum gestum og var mikil ánægja með útkomuna. Okkar eigin Osló er fyrsta mynd Reynis Lyngdal.

Lífið

Bieber-æði á Íslandi: Koma grátandi út úr bíó

"Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi.

Lífið

Sú besta í tuttugu ár

Hljómsveitin R.E.M. gefur út sína fimmtándu hljóðversplötu. Sú besta síðan Out of Time, segir bassaleikarinn Mike Mills. Fimmtánda hljóðversplata bandaríska tríósins R.E.M., Collapse Into Now, kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu hinnar prýðilegu Accelerate sem kom hljómsveitinni aftur á kortið eftir hina misheppnuðu Around the Sun. Upptökustjóri

Lífið

Komin heim frá Kína

Íslenski dúettinn Heima sem hefur verið búsettur í Kína síðustu sex ár er snúinn heim til Íslands með ótal sögur og lög í farteskinu. Dúettinn samanstendur af þeim Rúnari Sigurbjörnssyni og Elínu Jónínu Ólafsdóttur og flytur frumsamda tónlist í þjóðlagastíl. Þau gáfu út plötuna The Long Road Home í Xiamen í Kína árið 2009 og héldu marga tónlistartengda listviðburði árum saman um gjörvallt landið. Tónleikar Heima verða haldnir á Rosenberg í kvöld og hefjast þeir klukkan 21.30. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Lífið

Bubbi: Ég er eins og ungbarn sem skoppast í kringum hana

"Ég er eins og ungbarn sem skoppast í kringum hana," segir Bubbi Morthens sem á von á öðru barni með eiginkonu sinni Hrafnhildir Hafsteinsdóttur. "Börnin eru auðvitað það sem skiptir máli finnst mér. Fyrir utan það þá halda þau mér ungum og að ekki sé talað um þegar maður er með svona stórkostlegri gyðju eins og Hrafnhildi. Ég er eins og ungbarn sem skoppast í kringum hana," segir Bubbi.

Lífið

Jonze og Kaufman starfa saman

Mennirnir á bak við hinar Óskarstilnefndu Being John Malkovich og Adaptation, leikstjórinn Spike Jonze og handritshöfundurinn Charlie Kaufman, eru sagðir vera með nýja mynd á teikniborðinu, níu árum eftir að Adaptation kom út. Hún verður háðsádeila sem fjallar um þjóðarleiðtoga sem hittast reglulega til að ákveða hvað gerist í heiminum, meðal annars hvert olíuverðið verður og hvenær þeir vilja að stríðum ljúki.

Lífið

Spænsk stuðsveit á Listahátíð

Ein vinsælasta popphljómsveit Spánar hefur boðað komu sína á Listahátíð í Reykjavík í vor. Um er að ræða stuðbandið Ojos de brujo en tónlist sveitarinnar hefur verið lýst sem blöndu af hiphoppi, reggíi, flamenco og danstónlist.

Lífið

Vill í alla hommaklúbba Bandaríkjanna

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir er í forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs tímaritsins Out on the Town. Tímaritið stærir sig að því að vera það heitasta í Suðurríkjum Bandaríkjanna sem er sérstaklega ætlað hommum og lesbíum.

Lífið

Mamma ræður öllu

Justin Bieber er nýorðinn 17 ára en hann sýnir enga tilburði í þá átt að vilja losna undan valdi móður sinnar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á dögunum skammtar mamma hans honum vasapeninga og kveðst hann hæstánægður með þann ráðahag. Auk þess þarf mamma gamla að samþykkja allar kærustur söngvarans vinsæla. Sú var raunin með núverandi kærustu hans, Selenu Gomez.

Lífið

Fá leyfi til að leika sér

Hall Pass heitir nýjasta mynd Farrelly-bræðra. Hún fjallar um vini sem fá leyfi frá eiginkonum sínum til að gera hvað sem þeir vilja í eina viku.

Lífið

Furtado skilar Gaddafí-peningum

Nelly Furtado ætlar að gefa milljónirnar sem hún fékk fyrir að syngja fyrir fjölskyldu Líbíuleiðtogans Muammars Gaddafí. Söngkonan Nelly Furtado hefur ákveðið að gefa peningana sem hún fékk fyrir að syngja fyrir fjölskyldu Líbíuleiðtogans Muammars Gaddafí. Furtado sagðist á Twitter-síðu sinni hafa sungið fyrir fjölskylduna á 45 mínútna einkatónleikum á ítölsku hóteli árið 2007. Hún fékk eina milljón dala fyrir sönginn, eða um 115 milljónir króna, og ætlar að gefa summuna til góðgerðarmála.

Lífið

Vill leika í grínmynd

Bretinn Colin Firth, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, hefur mikinn áhuga á að leika í gamanmynd á næstunni. "Mig langar að leika í einhverri mynd sem fær mig til að hlæja og er í öðrum dúr en það sem ég hef gert að undanförnu. Þannig get ég haldið áfram að gera mig að fífli,“ sagði Firth, sem hefur getið sér gott orð fyrir gamanleik í Bridget Jones myndunum.

Lífið

Liam ræðst á Radiohead

Skiptar skoðanir eru um nýjustu plötu hljómsveitarinnar Radiohead, The King of Limbs, sem kom út á dögunum. Platan hefur þó fengið fína dóma gagnrýnenda og er með 81 af 100 mögulegum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com.

Lífið

Keypti upptökugræjur og gítar fyrir sjúkrapeninginn

Önnur sólóplata Sindra Más Sigfússonar, eða Sin Fang, kemur út á föstudag. Sindri hóf tónlistarferilinn um tvítugt eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í London. Rúmum tveimur árum eftir að Clangour kom út sendir Sindri Már Sigfússon, eða Sin Fang, frá sér sína aðra sólóplötu, Summer Echoes. Hún hefur að geyma tólf litrík popplög og kemur út á vegum Kimi Records á Íslandi og þýsku útgáfunnar Morr Music erlendis.

Lífið

Tónleikaröð hefst í kvöld

Ný tónleikaröð síðunnar Gogoyoko.com á skemmtistaðnum Hressó hefst í kvöld. Tónleikarnir verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar með mörgum af frambærilegustu böndum landsins. Í kvöld ætlar Bloodgroup að stíga á stokk.

Lífið

Stolt af appelsínuhúðinni

"Já ég er með appelsínuhúð. Meira að segja þegar ég var sem grennst þá var ég með appelsínúð líka. Eftir að ég flutti til Las Vegas bjó ég á hótelsvítu þar sem ég pantaði alltaf mat upp á herbergi. Ég elska mat allt of mikið til að vera stöðugt í megrun. Franskar kartöflur eru uppáhaldið mitt."

Lífið

Fegurðardís vinsæl á Facebook

"Það vilja allir vera vinir manns,“ segir Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, Ungfrú Reykjavík, sem hefur ekki undan að samþykkja vinabeiðnir á Facebook. "Maður samþykkir flesta en ég skoða samt vel og vandlega hverjum ég er að hleypa inn á Facebook.“ Hún er á lausu og viðurkennir að einhverjir hafi reynt við sig eftir að titillinn var í höfn. "Það hefur verið eitthvað um það en ekkert rosalega mikið.“

Lífið

Hendricks er táknmynd fegurðar

Nafn Christinu Hendricks hefur verið á allra vörum síðustu misseri eftir að hún sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Áhrifafólk innan tískuheimsins hefur barist fyrir því að næla í leikkonuna og nú er hún gengin út. Það var sjálf Vivienne Westwood sem samdi við Hendricks um að auglýsa nýja skartgripalínu hennar.

Lífið

Elton í brúðkaupið

Sir Elton John hefur staðfest að hann hafi fengið boðskort í brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton og verður á meðal gesta. Elton hafði upphaflega neitað því að hann og eiginmaðurinn, David Furnish, yrðu meðal gesta en hefur nú leiðrétt það. Brúðkaupið verður sem kunnugt er 29. apríl næstkomandi.

Lífið

Fallega fólkið lét allavegana sjá sig

Meðfylgjandi myndir voru teknar á forsýningu kvikmyndarinnar Okkar Eigin Osló en myndin verður frumsýnd á föstudag í kvikmyndahúsum um land allt. Landslið grínara og úrvalsleikara leika í myndinni undir stjórn leikstjórans Reynis Lyngdal eftir handriti Þorsteins Guðmundssonar fóstbróðurs með meiru.

Lífið

Miðarnir á Mið-Ísland rjúka út

Vinsældir grínhópsins Mið-Ísland aukast mikið þessa dagana. Hópurinn stendur fyrir uppistandskvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og ruku miðarnir bókstaflega út. Annarri skemmtun hefur því verið bætt við á morgun.

Lífið

Hitar upp fyrir Hjaltalín

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, sem sló í gegn í Sprengjuhöllinni, hitar upp fyrir Hjaltalín á tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu sem hefst á föstudag. "Ég hlakka mikið til. Ég fer á staði sem ég hef aldrei heimsótt áður og ég get ekki beðið eftir að spila nýju lögin mín og fá viðbrögð frá áhorfendum,“ segir Snorri. Hann hefur lokið upptökum á sinni annarri sólóplötu og kemur hún líklega út í sumar. Honum til aðstoðar við upptökurnar var Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitunum Seabear og Sin Fang.

Lífið

Peaches byrjuð að búa

Vandræðagemsinn Peaches Geldof er flutt inn með nýja kærastanum sínum. Aðeins eru þrír mánuðir síðan hún losaði sig við Íslandsvininn Eli Roth. Peaches, sem er dóttir tónlistarmannsins Bobs Geldof, hætti með leikstjóranum Eli Roth í nóvember eftir átta mánaða samband. Skömmu síðar byrjaði hún að hitta söngvarann Thomas Cohen, úr hljómsveitinni Scum. Turtildúfurnar opinberuðu samband sitt í síðasta mánuði og nú er alvara komin í málið því þau eru byrjuð að búa.

Lífið

Heiðra Lebowski í fimmta sinn

Fimmta árlega Big Lebowski hátíðin verður haldin 12. mars í Keiluhöllinni. Þar verður samnefndri kvikmynd Coen-bræðra frá árinu 1998 gert hátt undir höfði en myndast hefur í kringum hana dyggur aðdáendahópur víða um heim, þar á meðal hér á landi.

Lífið

Grínistinn Jon Lajoie til landsins

"Hann er rosalegur snillingur. Eitt af myndböndunum hans á Youtube er með 46 milljónir áhorfa. Þannig að það eru fleiri sammála mér,“ segir Ragnar Hlöðversson hjá Icegigg Entertainment.

Lífið

Rocky Horror slær aðsóknarmet

Leikfélagið setur nýtt met á föstudaginn þegar áhorfendafjöldinn fer í fyrsta skipti yfir fimmtán þúsund manns. Þá verður haldin lokasýning söngleiksins Rocky Horror sem hefur verið sýndur í menningarhúsinu Hofi frá því í fyrra við góðar undirtektir. Hingað til hefur Fló á skinni frá leikárinu 2007 til 2008 verið vinsælasta sýning leikfélagsins til þessa en það breytist á föstudaginn.

Lífið

Þessar kunna sko að skemmta sér

"Góugleðin er árlegt Fylkisball," útskýrði Margrét Kristjánsdóttir Fylkiskona með meiru spurð út í gleðskapinn þar sem 300 konur klæddar í appelsínugulan fatnað skemmtu sér saman í Fylkishöllinni eins og myndirnar sýna greinilega. "Þetta kvöld var Páll Óskar er engum líkur! Það trylltist allt þegar hann kom upp á svið og Hera Björk, hún var æðisleg. Konurnar sem mæta á Góugleði Fylkis eru allt gamlir Árbæingar," sagði Margrét.

Lífið

Rafmagnslaus tónleikaröð

Tónleikaröðin Rafmagnslaust á Norðurpólnum hefur göngu sína á fimmtudagskvöld í hinu nýlega leikhúsi á Seltjarnarnesi. Þar koma fram Agent Fresco og Orphic Oxtra og spila eigið efni órafmagnað og flytja einnig sameiginlegt verk.

Lífið