Lífið

Hallgrímur náði efsta sætinu hjá Amazon

"Ég bara skil þetta ekki,“ segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Bók hans, The Hitman‘s Guide to Housecleaning, eða 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, náði efsta sætinu á vinsældalista Amazon yfir spennubækur í Kindle-rafbókarformi.

Lífið

Börn Jackson minnast pabba

Prince, 14 ára, Paris, 13 ára, og Blanket Jackson, 9 ára, minntust föður síns, Michael Jackson, með handa- og fótaförum þeirra í Los Angeles í gær. Söngvarinn Justin Bieber lét einnig sjá sig og lét hafa eftir sér að Michael hafi haft mikil áhrif á sig sem tónlistarmann. Eins og myndirnar sýna var um fallega og tilfinningalega athöfn að ræða.

Lífið

Sumarbarn á leiðinni hjá Hrafnhildi og Bubba

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og eiginmaður hennar Bubbi Morthens eiga von á barni í byrjun sumars. Þetta staðfesti Hrafnhildur við Lífið. Fyrir eiga þau dótturina Dögun París sem er að verða þriggja ára á árinu. Fjölskyldan sem býr við Meðalfellsvatn á miklu barnaláni að fagna því fyrir á Hrafnhildur eina dóttur, og Bubbi tvo syni og eina dóttur.

Lífið

Spenna hjá aðdáendum ABBA

Unnendur sænsku hljómsveitarinnar ABBA bíða nú spenntir eftir deluxútgáfunni af síðustu hljóðversplötu hennar sem kemur út þann 23. apríl næstkomandi.

Tónlist

Bættu lífið með dáleiðslu

Dáleiðsla getur hjálpað fólki að ná tökum á ýmslum vandamálum, ma.a að efla sjáflstraust, hætta að reykja, losna við fíkn og hvers konar fælni, svo sem innilokunarkennd og skordýrafælni, bæta árangur í íþróttum svo eitthvað sé nefnt..

Lífið

Léttist um 28 kg

Ég var alltaf að gera þetta á röngum forsendum. Ég hafði ekki orku í neitt..., segir Svanhildur Guðbjörg Þorgeirsdóttir sem léttist um 28 kíló á einu og hálfu ári eftir að hún tók mataræðið í gegn og byrjaði að hreyfa sig regluleg...

Lífið

Svona færðu sléttari húð

Það er silikon í farðanum sem myndar lag yfir, fyllir upp í svitaholurnar eins og til dæmis ör og fínar línur, segir Erna Hrund Hermannsdóttir förðunarfræðingur sem sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig hægt er að hylja bauga undir augum og gera húðina sléttari...

Lífið

Spielberg spreytir sig á fyrri heimsstyrjöld

Myndin Stríðshesturinn eða War Horse eftir leikstjórann Steven Spielberg er frumsýnd á morgun. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin en hún fjallar um tengsl piltsins Alberts og hestsins Joey. Þegar hesturinn er sendur til bardaga í fyrri heimsstyrjöldinni, eltir Albert hann í von um að bjarga hestinum. Myndin hefur fengið prýðis dóma og á ekki að skilja neinn eftir ósnortinn en með aðalhlutverk fara Jeremy Irvine og Emily Watson.

Lífið

Hlakkar til að sjá Hobbitann

Leikarinn Elijah Wood hlakkar til að sjá myndina The Hobbit en myndin á að koma út seint á þessu ári. Wood snýr aftur í hlutverki sínu sem Frodo Baggins en hlutverkið er lítið að þessu sinni.

Lífið

Tvö skot af vodka fyrir kynlífssenurnar

Leikkonan Keira Knightley leikur geðsjúkling sem þjáist af kynlífsfíkn í nýjustu mynd sinni A Dangerous Method en hlutverkið reyndist leikkonunni ungu ekki auðvelt. Hún þurfti ítrekað að innbyrða alkóhól áður en hún lék í kynlífssenum ásamt mótleikurum sínum í myndinni, Michael Fassbender og Viggo Mortensen.

Lífið

Liam berst við blóðþyrstan úlfaflokk

Spennumyndin The Grey verður frumsýnd á morgun. Myndin skartar stórleikaranum Liam Neeson í aðalhlutverki og fjallar um hóp manna er reyna að draga fram lífið í óbyggðum Alaska eftir flugslys.

Lífið

Átta hönnuðir af nýrri kynslóð

Ný kynslóð bandarískra hönnuða hefur stigið fram á sjónarsviðið og vekur athygli að stór hluti þeirra er ættaður frá Asíu. Alexander Wang er til dæmis rísandi stjarna innan tískuheimsins sem og Richard Chai og Jason Wu.

Tíska og hönnun

Fyrrverandi barnfóstra Halle Berry vill nálgunarbann

Fyrrverandi barnfóstra Halle Berry hefur barist við barnsföður leikkonunnar fyrir dómstólum. Nú síðast krafðist hún nálgunarbanns gegn honum en fékk ekki. Alliance Kamdem, fyrrverandi barnfóstra Hollywood-stjörnunnar Halle Berry, hefur átt í harðvítugum deilum við frönsk-kanadísku karlfyrirsætuna Gabriel Aubry, barnsföður Berry og fyrrverandi kærasta.

Lífið

Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna

"Glamúrinn við útlandið var fljótur að fölna og heimþráin magnaðist upp með hverju árinu, segir Manúela Ósk Harðardóttir. Manúela prýðir forsíðu Lífsins, nýs vikublaðs sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.

Lífið

Áfalli lýkur aldrei

"Ástæða þess að þetta verk er spennandi fyrir Borgarleikhúsið og okkur sem listamenn er að það spyr brýnnar spurningar: Hvort mennskan geti lifað það af að horfast í augu við hryllinginn,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri verksins Eldhafs eftir Wajid Mouwad sem frumsýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.

Lífið

Uppselt á tónleika Leoncie

"Ég bjóst alveg við því að það yrðu góðar móttökur því Leoncie á stóran aðdáendahóp hér á landi,“ segir Franz Gunnarsson tónleikahaldari en uppselt er á tónleika Leoncie næstkomandi laugardagskvöld.

Tónlist

Guðrún Eva og Páll ánægð og undrandi

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Verðlaun í flokki fagurbókmennta komu í hlut Guðrúnar Evu Mínervudóttur fyrir bókina Allt með kossi vekur en í flokki fræðirita hlaut Páll Björnsson verðlaunin fyrir bók sína Jón forseti allur?

Lífið

Dikta á National Geographic

"Það væri óskandi ef þetta vekur athygli á sveitinni en við höfum ekki orðið varir við neitt slíkt enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Dikta.

Lífið

Vaxaður Justin Bieber

Vaxmyndasafnið Madame Tussauds í Las Vegas afhjúpaði styttu af Justin Bieber í gær. Misjafnar skoðanir eru á því hvort styttan líkist söngvaranum eða ekki...

Lífið

45 ára í þetta líka sjóðheitum leðurkjól

Leikkonan Salma Hayek, 45 ára, var klædd í leðurkjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Tinker Tailor Soldier Spy í París. Eiginmaður hennar, milljónamæringurinn Francois-Henri Pinault, 49 ára, stillti sér upp með henni. Áður en hún féll fyrir Francois-Henri sagði Salma: Ég er enn að leita að manni sem er kjarkaðri en ég! Þau giftust árið 2009 og eiga saman 4 ára dóttur , Valentinu.

Lífið

Búin að tapa auðæfunum

Söngkonan heimsfræga Whitney Houston, sem leitaði sér aðstoðar vegna krakkfíknar í fyrra, er búin að tapa öllum auðæfum sínum.

Lífið

Ósköp venjulegur pabbi Tom Cruise

Leikarinn Tom Cruise, 49 ára, og dóttir hans Suri Cruise, 5 ára, nutu samverunnar í Disneylandi í Anaheim í Kaliforníu í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum byrjaði fólk byrjaði að safnast í kringum þau með myndavélar á lofti þegar það þekkti kauða. Þá má einnig sjá Tom í hlutverki stjörnunnar gefa eiginhandaráritanir a leið sinni í sjónvarpsþátt Jimmy Fallon.

Lífið

Loksins ný plata frá Cohen

Kanadíski tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen gefur í næstu viku út sína fyrstu plötu í átta ár. Hún nefnist Old Ideas og hefur að geyma tíu ný lög.

Tónlist

Þokkalega flottur kjóll

Leikkonan Kate Beckinsale stillti sér upp í sjóðheitum Michael Kors kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Underworld: Awakening...

Lífið

Lögð inn vegna ofþreytu

Leikkonan Demi Moore var færð á spítala í byrjun vikunnar vegna ofþreytu en þetta staðfestir talsmaður Moore. "Vegna mikils stress í lífi sínu þessa stundina hefur Demi ákveðið að leita sér hjálpar og meðferðar við ofþreytu. Hún einbeitir sér nú að því að ná fullri heilsu með stuðningi fjölskyldu og vina," segir talsmaður leikkonunnar við US Magazine.

Lífið

Victoria snýr aftur

Victoria Beckham hefur snúið aftur í sviðsljósið eftir barnsburð en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs japönsku útgáfu blaðsins Numéro. Aðeins sjö mánuðir eru síðan Becham eignaðist sitt fjórða barn, dótturina Harper Seven, og greinilegt að Beckham ætlar ekki að slá slöku við.

Lífið

Fær ekki frið

Kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, var mynduð í gær þegar hún yfirgaf líkamsræktarstöð í Beverly Hills. Eins og sjá má á myndunum faldi hún sig bak við græna derhúfu og sólgleraugu. Allt kom fyrir ekki - ljósmyndararnir eltu hana á röndum. Þá má einnig sjá myndir af Stacy á rauða dreglinum með George.

Lífið

Þræddu pókerheima Reykjavíkur fyrir sýninguna

Sýningin Póker í Tjarnarbíói hefur vakið nokkra athygli á undanförnu. Vegna góðrar aðsóknar hefur leikhópurinn Fullt hús, sem stendur að sýningunni, ákveðið að bæta við þremur aukasýningum nú um helgina.

Lífið