Lífið

Tvö skot af vodka fyrir kynlífssenurnar

Það er hætt við því að ekki allar konur væru jafn stressaðar og Keira fyrir kynlífssenur með Fassbender og Mortensen.
Það er hætt við því að ekki allar konur væru jafn stressaðar og Keira fyrir kynlífssenur með Fassbender og Mortensen.
Leikkonan Keira Knightley leikur geðsjúkling sem þjáist af kynlífsfíkn í nýjustu mynd sinni A Dangerous Method en hlutverkið reyndist leikkonunni ungu ekki auðvelt. Hún þurfti ítrekað að innbyrða alkóhól áður en hún lék í kynlífssenum ásamt mótleikurum sínum í myndinni, Michael Fassbender og Viggo Mortensen.

„Við fengum okkur eitt til tvö skot af vodka fyrir tökur til að róa taugarnar," segir Knightley í viðtali við Daily Mail og bætir við að þegar tökunum lauk skáluðu þau í kampavíni til að fagna. Knightley er þessa dagana við tökur á myndinni Anna Karenina sem byggð er á samnefndri bók Leo Tolstoy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.