Lífið

Þræddu pókerheima Reykjavíkur fyrir sýninguna

Í verkinu leika þeir Ellert A. Ingimundarson, Jón Stefán Sigurðsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson og Ingi Hrafn Hilmarsson.
Í verkinu leika þeir Ellert A. Ingimundarson, Jón Stefán Sigurðsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson og Ingi Hrafn Hilmarsson.
Sýningin Póker í Tjarnarbíói hefur vakið nokkra athygli á undanförnu. Vegna góðrar aðsóknar hefur leikhópurinn Fullt hús, sem stendur að sýningunni, ákveðið að bæta við þremur aukasýningum nú um helgina.

Póker er svört kómedía, gamanleikrit sem gerist á veitingastað í London. Á hverju sunnudagskvöldi þegar eigandinn lokar veitingastaðnum kemur starfsfólkið sér fyrir í kjallaranum til að taka þátt í vikulegum pókerleik. Þetta rímar ágætlega við tíðarandann á Íslandi en síðustu ár hefur runnið hálfgert pókeræði á Íslendinga.

„Við ræddum við aðra spilara og kynntum okkur pókermenninguna í Reykjavík," segir einn meðlimur leikhópsins og þýðandi verksins, Jón Stefán Sigurðsson.

„Sumir úr hópnum fóru á klúbba, á meðan aðrir spiluðu mikið á netinu eða héldu sig við heimaleiki. Eftir slík kvöld hittist hópurinn, tók í spil og skiptist á sögum. Svo var reynslan notuð í leikritið sjálft."

Pókeráhugamenn landsins sýna sýningunni vitaskuld áhuga. Þó nokkrir hafa mætt á sýninguna og segir Jón mikið umtal um hana á pókerklúbbum Reykjavíkur.

„Við viljum að sem flestir spilarar sjái sýninguna og bjóðum meðlimum Pókersambands Íslands miða á sérkjörum. Stjórn sambandsins styður þessa sýningu og viljum við vekja athygli á að póker sem var spilaður árum áður í myrkrum kjallaraholum heyrir sögunni til. Í dag eru spilarar hvattir til að spila skynsamlega. Það reynist persónum verksins reyndar þrautinni þyngra," segir Jón Stefán og hlær.

Aukasýningarnar á Póker eru í Tjarnarbíói á fimmtudag, föstudag og laugardag klukkan 20. Hægt er að kaupa miða á þær á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.