Lífið

Spielberg spreytir sig á fyrri heimsstyrjöld

Myndin Stríðshesturinn eða War Horse eftir leikstjórann Steven Spielberg er frumsýnd á morgun. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin en hún fjallar um tengsl piltsins Alberts og hestsins Joey. Þegar hesturinn er sendur til bardaga í fyrri heimsstyrjöldinni, eltir Albert hann í von um að bjarga hestinum. Myndin hefur fengið prýðis dóma og á ekki að skilja neinn eftir ósnortinn en með aðalhlutverk fara Jeremy Irvine og Emily Watson.

Á morgun fá Íslendingar einnig að berja augum hina umtöluðu kvikmynd The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki en bæði myndin og aðalleikarinn hafa hlotið verðlaun og tilnefningar, nú síðast í Óskarsverðlaunakapphlaupinu mikla. Hægt er að skoða sýnishorn úr myndinni á sjónvarpsvef Vísis.

Clooney þykir sýna stjörnuleik sem lögfræðingurinn Matt King sem þarf að takast á við föðurhlutverkið þegar eiginkona hans fellur í dá eftir mótorhjólaslys. Hann kemst að því að hann hefur vanrækt dætur sínar alltof lengi og fær áfall þegar hann kemst að því að kona hans hefur verið honum ótrú. Myndin gerist á Hawaii og þykir sýna ferðamannaparadísina í nýju ljósi.

Spennumyndin Man on a Ledge er frumsýnd á morgun en þar eru leikararnir Sam Worthington, Jamie Bell og Elizabeth Banks í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ungan mann sem hótar að fleygja sér fram af háhýsi á meðan stærsta demantarán sögunnar fer fram. Ekta spennumynd frá leikstjóranum Asger Leth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.