Lífið

Vildi vera í strákahóp

Bandaríska leikkonan Jessica Biel upplýsti lesendur W Magazine að hún hafi aldrei átt samleið með stúlkum og vildi heldur leika sér við stráka þegar hún var barn.

Lífið

Súkkulaði Brownie eftir besta hráfæðiskokk heims

Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir sem fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna á dögunum eftir að hún var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í "Best RAW Simple Chef" og sigraði báða flokkana gefur Lífinu kökuuppskrift fyrir helgina sem bræðir bragðlaukana svo um munar.

Lífið

Útrás Reykjavík í New York

Stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin á kvikmyndahátíðina New Directors/New Films sem fer fram í New York dagana 21.mars - 1.apríl.

Lífið

Hæg og angurvær

Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012.

Gagnrýni

Leitar að sannri ást

Leonardo DiCaprio segist ekki hafa fundið hina einu sönnu ást ennþá. Hann er núna að hitta fyrirsætuna Erin Heatherton sem er 22 ára. Hann hefur áður verið á föstu með leikkonunni Blake Lively og fyrirsætunum Bar Refaeli og Gisele Bundchen.

Lífið

Hugsar stöðugt um lýtaaðgerðir

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Janice Dickinson, 57 ára, hugsar stöðugt um að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir því hún þráir fátt meira en að bæta útlit sitt...

Lífið

Vill ekki íþróttagarp

Söngkonan Jessica Simpson á von á sínu fyrsta barni í vor og segist söngkonan óttast að stúlkan verði íþróttagarpur líkt og faðir hennar, ruðningsmaðurinn Eric Johnson. "Ég verð miður mín ef hún kýs Nike íþróttaskó fram yfir hæla frá Christian Louboutin, Eric er mjög íþróttamannslegur og ég óttast að við eigum eftir að eignast stúlku með sömu áhugamál og hann. Ég er hrædd um að geta ekki farið með henni á búðarráp því það eina sem hún vill eru íþróttatoppar og íþróttaskór,“ sagði söngkonan í nýlegu viðtali við bandaríska Elle.

Lífið

Ástfangin Gossip Girl stjarna

Leikaraparið Blake Lively og Ryan Reynolds leiddist á leið í lautarferð á sunnudaginn í Los Angeles. Parið kom við í ísbúð áður en það fór í rómantíska leiðangurinn. Þá má einnig sjá Blake ásamt leikkonunni Elizabeth Hurley við tökur á sjónvarpsþáttunum vinsælu Gossip Girl í New York.

Lífið

Skart innblásið af þorskbeinum

Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins.

Tíska og hönnun

Enginn smá munur á Megan Fox

Leikkonan Megan Fox, 25 ára, yfirgaf verslun í gærdag í Los Angeles með sólgleraugu á nefinu eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Megan á frumsýningu myndarinnar Friends With Kids klædd í gylltan Elie Saab kjól.

Lífið

Áhuginn kviknaði hjá Warner Brothers

Ágústa Fanney Snorradóttir stundar BA-nám í Cinema and Television Arts í Los Angeles. Hún sér að auki um tökur á gamanþáttum útvarpskonunnar Ragnhildar Magnúsdóttur sem sýndir eru á vefsíðunni Funny or Die.

Lífið

Lopez og kærastinn í Mexíkó

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, 42 ára, var mynduð við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið "Follow the Leader“ í Acapulco í Mexíkó í gærdag. Eins og sjá má á myndunum var kærastinn hennar, dansarinn Casper Smart, nálægur.

Lífið

Mannleg erótík í Mottumars

"Þetta skotgengur alveg," segir Baldur Ragnarsson, gítarleikari rokksveitarinnar Skálmaldar. Baldur hefur safnað yfir sextíu þúsund krónum í Mottumarskeppninni og var kominn í sjötta sæti þegar blaðamaður ræddi við hann. Hinir meðlimir Skálmaldar hafa heitið því að styrkja hann um tuttugu þúsund krónur ef hann nær áttatíu þúsund króna markinu.

Lífið

Jessica Biel með trúlofunarhringinn

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára bar trúlofunarhringinn sem Justin Timberlake gaf henni þegar hann fór á skeljarnar yfir jólin. Hringurinn fór ekki fram hjá nokkrum einasta manni sökum stærðar eins og sjá má á myndunum sem teknar á körfuboltaleik Lakers gegn Boston Celtics á sunnudaginn var í Staples Center í Los Angeles. Lakers sigruðu 97-94.

Lífið

FC Ógn hafði betur á KR-vellinum

Hart var barist er knattspyrnuliðið FC Ógn keppti á móti liði frægra kvenna á KR-vellinum á laugardag. Leikurinn var til styrktar Rakel Söru Magnúsdóttur sem hefur fimm sinnum greinst með krabbamein.

Lífið

Munkahandrit í undanúrslitum

„Það er gaman að fá klapp á bakið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Björn Brynjúlfur Björnsson. Handrit hans að myndinni Sumarið 800 er eitt af 35 handritum sem eru komin í undanúrslit bandarísku keppninnar Bluecatsscreenplay. 2.300 handrit voru send í keppnina á síðasta ári. Handrit Björns er eitt af fjórum utan Bandaríkjanna og Bretlands sem eru enn eftir í keppninni.

Lífið

Justin Bieber flýr ágenga ljósmyndara

Justin Bieber og unnusta hans, Selena Gomez, 19 ára, reyndu allt hvað þau gátu til að forðast ágenga ljósmyndara þegar þau yfirgáfu bar í Florida um helgina. Eins og sjá má reyndi Selena að hylgja andlit sitt með símanum sínum. Justin, sem varð átján ára 1. mars, fékk eftirfarandi afmlæiskveðju frá Selenu á Twitter: „Til hamingju með afmælið besti vinur í heimi!!! Vonandi verður afmælisdagurinn frábær elskan!"

Lífið

Shadow Creatures sendir frá sér litríka undirfatalínu

Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur hafa hannað fatnað saman undir heitinu Shadow Creatures síðastliðin tvö ár. Þær hafa nú bætt við sig og senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl, en afar fáir íslenskir hönnuðir hafa fetað þá slóð. "Þetta er búið að vera langt ferli, en það er það yfirleitt. Fyrst hannar maður flíkina, sýnir hana, setur í framleiðslu og loks í sölu, allt tekur þetta sinn tíma,“ segir Edda um nýju línuna og bætir við að mikill tími hafi einnig farið í tæknilegar útfærslur á nærfatnaðinum. "Þetta á

Tíska og hönnun